Fara í efni

Skipulagsmál

Skipulagsmál

 

Fundir skipulags- og umhverfis- og samgöngunefnda eru alla jafna síðasta fimmtudag í hverjum mánuði. Heimilt er að fella niður fundi nefndarinnar í júlí vegna sumarleyfa. Erindi sem fara þurfa fyrir fund nefndarinnar skulu berast skipulagfulltrúa eigi síðar en 5 virkum dögum fyrir fundinn.

Nefndin fer ekki með fullnaðarákvörðunarvald, heldur gerir tillögur til sveitarstjórnar um afgreiðslu einstakra mála.

Skipulagsfulltrúi er Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfræðingur, hann veitir upplýsingar í tölvupósti,  oskar@landmotun.is  

Sérfræðingur á skipulagssviði er Helena Ósk Óskarsdóttir, hún veitir upplýsingar bæði í tölvupósti, skipulag@kjos.is og í viðtalstíma á skrifstofu á miðvikudögum á milli 10-15  og í síma 566-7100 á sama tíma.

Undir skipulagsmál falla lóðamál og allar breytingar og þróun í skipulagsmálum. Þar er stefnan mótuð um landnotkun til framtíðar. Hluti af skipulagsmálum eru svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag, stefna til framtíðar í þeim málum, breytingar á þeim og ráðgjöf og fræðsla til íbúa um þau mál.

Um skipulagsmál fer samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um Umhverfismat áætlana nr. 105/2006. 
Í skipulagslögum er kveðið á um að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt.
Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir.

 

Aðalskipulag 

Nýtt aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029 var staðfest af Skipulagsstofnun 4. desember 2018 og tók gildi með birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum 21. desember sama ár. Lauk þar með endurskoðun aðalskipulagsins sem unnið hafði verið að allt frá árinu 2014. Nýja skipulagið leysir af hólmi skipulag sem samþykkt var árið 2007 og hafði gildistímann 2005-2017.

Uppdráttur (kort)
Greinargerð
Forsendur og umhverfisskýrsla
Flokkun landbúnaðarlands

Fornleifaskráning í Kjósarhreppi

Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I
Fornleifaskráning í Kjósarhreppi II
Fornleifaskráning í Kjósarhreppi II

Tengt efni

Getum við bætt efni þessarar síðu?