Fara í efni

Skipulagsmál

Skipulagsmál

Undir skipulagsmál falla allar breytingar og þróun í skipulagsmálum. Þar er stefnan mótuð um landnotkun til framtíðar. Hluti af skipulagsmálum eru svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag, stefna til framtíðar í þeim málum, breytingar á þeim og ráðgjöf og fræðsla til íbúa um þau mál.

Nýtt aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029 var staðfest af Skipulagsstofnun 4. desember 2018 og tók gildi með birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum 21. desember sama ár. Lauk þar með endurskoðun aðalskipulagsins sem unnið hafði verið að allt frá árinu 2014. Nýja skipulagið leysir af hólmi skipulag sem samþykkt var árið 2007 og hafði gildistímann 2005-2017.

Skipulagsfulltrúi er Sigurður Hilmar Ólafsson og veitir hann jafnframt nánari upplýsingar bæði í tölvupósti og í síma 5667100 á símatíma frá 9 til 16 á þriðjudögum og í síma 898-2297 frá 9 til 12 á föstudögum. Skipulagsfulltrúi er með viðveru á skrifstofu alla þriðjudaga frá kl 9 til 16.

Aðalskipulag 

Uppdráttur (kort)
Greinargerð
Forsendur og umhverfisskýrsla
Flokkun landbúnaðarlands

Skipulag í kynningu

Tengt efni

Getum við bætt efni þessarar síðu?