Fara í efni

Sveitarstjóri

Sveitarstjóri Kjósarhrepps er Þorbjörg Gísladóttir.

Þorbjörg er fædd 1. febrúar 1963 í Keflavík. Hún varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla, lauk Bs. í viðskiptafræði frá Háskólanum að Bifröst og hefur að auki lokið APME gráðu frá Háskólanum í Reykjavík í Verkefnastjórnun. Þorbjörg starfaði m.a. áður sem mannauðsstóri hjá Rafnar ehf og var sveitarstjóri Mýrdalshrepps 2018-2022.

Þorbjörg er gift Gísla Wiium Hanssyni fv. varðstjóra hjá lögregluembættinu á Suðurlandi og saman eiga þau 3 börn og 6 barnabörn.

Skrifstofa sveitarstjóra er í Ásgarði í Kjós. Hægt er að ná í Þorbjörgu í síma 430-7100 eða í netfanginu sveitarstjori@kjos.is.

Getum við bætt efni þessarar síðu?