Fara í efni

Velferð

Fjölskyldur og einstaklingar

Barnaverndarþjónusta: Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur með samningi þar um falið Félagsþjónust Mosfellsbæjar að annast meðferð mála samkvæmt barnaverndarlögum.  Samningurinn er gerður með vísan til 10., 11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 89/2002 þar um 

fjallað er um barnaverndarþjónustu og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Mosfellsbær er leiðandi sveitarfélag í samkomulaginu í skilningi 96. gr. sveitarstjórnarlaga og ber ábyrgð á barnaverndarþjónustu og fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.

Félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir: Sveitarstjórn KJósarhrepps hefur með samningi þar um falið Félagsþjónustu Mosfellsbæjar að sjá um fyrir sína hönd velferðarþjónustu samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Samningur þessi er gerður með vísan til 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 7. gr. laga nr. 40/1991 og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2018.

Velferðarsvið Mosfellsbæjar tekur að sér að eftirfarandi þjónustu fyrir hönd Kjósarhrepps skv. ákvæðum laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir:

  • Félagslega ráðgjöf skv. V. kafla laga nr. 40/1991.
  • Móttaka og úrvinnsla umsókna um fjárhagsaðstoð skv. VI. kafla.
  • Móttaka og úrvinnsla umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning skv. 45. gr. laga nr. 40/1991.
  • Móttaka og úrvinnsla umsókna um félagslegt leiguhúsnæði skv. XII. kafla laga nr. 40/1991.
  • Móttaka og úrvinnsla umsókna um þjónustu (þ.m.t. stoðþjónustu, búsetu, notendasamninga, notendastýrða persónulega aðstoð og einstaklingsbundna þjónustuáætlun) skv. III. kafla laga nr. 38/2018.
  • Móttaka og úrvinnsla umsókna um stuðningsþjónustu (þ.m.t. notendasamninga og akstursþjónustu) skv. VII. kafla laga nr. 40/1991.

Heimasíða Félagsþjónustunnar

Umdæmisráð barnaverndar. Samkvæmt 1. mg. 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, hefur sveitarstjórn Kjósarhrepps ásamt sveitarfélögunum Garðabæ, Mosfellsbæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi skipað umdæmisráð barnaverndar til fimm ára og komið sér saman um skipan ráðsmanna í samræmi við 2. gr. samnings þar um.

Umdæmisráð barnaverndar

Getum við bætt efni þessarar síðu?