Afsláttur af fasteignaskatti
Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Kjósarhreppi árið 2021
1.gr.
Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði í eigu tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í Kjósarhreppi, sem þeir nýta sjálfir og eiga þar lögheimili, skal lækkaður eða felldur niður samkvæmt heimild í 4. mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
2.gr.
Þeir aðilar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði eiga rétt á afslætti á fasteignasköttum samkvæmt ákvörðun hreppsnefndar:
a. Ellilífeyrisþegar 67 ára á næsta ári á undan álagningarári eða örorkulífeyrisþegar sem hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar.
b. Þeir sem eru úrskurðaður 75% öryrkjar á álagningarári eiga rétt á hlutfallslegri lækkun frá því að örorkumat tók gildi. Framvísa þarf örorkuskírteini.
c. Viðkomandi búi sannanlega í eigin húsnæði og hafi ekki af því leigutekjur. Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði í allt að þrjú ár dvelji viðkomandi á öldrunarstofnun og að íbúðarhúsnæðið sé ekki leigt út eða nýtt af skyldmennum.
d. Þegar um hjón eða sambúðaraðila er að ræða nægir að annað hjóna eða sambúðaraðila fullnægi því skilyrði að vera elli- eða örorkulífeyrisþegi.
3.gr
Upplýsingar um tekjur vegna útreiknings eru sóttar vélrænt á vef ríkisskattstjóra í gegnum álagningarkerfi Fasteignaskrár Íslands. Ekki er þörf á sérstökum umsóknum vegna afsláttar nema að viðkomandi hafi öðlast rétt til afsláttar eftir 30. júní á árinu á undan álagningu, skila þarf þá inn staðfestri skattskýrslu og staðfestingu á því að þiggja elli- eða örorkulífeyri.
4. gr
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega, sem eiga lögheimili í og eru þinglýstir eigendur viðkomandi fasteignar. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs.
Samþykkt á fundi hreppsnefndar nr. 222