Fara í efni

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð

Markmið Kjósarhrepps með veitingu fjárhagsaðstoðar er að stuðla að því að einstaklingar og fjölskyldur geti framfleytt sér. 

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar tekur að sér að eftirfarandi félagsþjónustu fyrir hönd Kjósarhrepps skv. ákvæðum laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og 2.mgr. 5.gr. um málefni fatlaðs fólks með langavarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018:

Móttaka og úrvinnsla umsókna um fjárhagsaðstoð skv. VI. kafla. 

Um fjárhagsaðstoð í Kjósarhreppi gilda reglur sem hreppsnenfd hefur samþykkt í samræmi við 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (nr. 40/1991).

Hverjir geta sótt um fjárhagsaðstoð?

Þeir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu geta sótt um fjárhagsaðstoð.
Atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að hafa hætt rekstri og lagt inn virðisaukanúmer til að geta sótt um fjárhagsaðstoð.
Aðstoðin er í formi styrks eða láns. Jafnan eru kannaðir aðrir möguleikar en fjárhagsaðstoð. Fjárhagsaðstoð er einungis veitt í tengslum við önnur úrræði, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar.

Reglur um fjárhagsaðstoð Umsókn um fjárhagsaðstoð

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?