Fara í efni

Fráveita - Rotþró

Rotþró

Hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi

  • Hreinsun rotþróa fer fram á þriggja ára fresti á tímabilinu júní til október og rukkast árlega með fasteignagjöldum.
  • Sveitarfélaginu er skipt upp í þrjú svæði og er auglýst hvaða svæði eru tekin fyrir hverju sinni inná heimasíðu sveitarfélagsins. Sumarið 2023 verður svæði nr. 1 hreinsað. Sjá "Svæðaskipting hreinsunarsvæða".
  • Beiðni um aukahreinsun skulu berast til Hreinsitækni með tölvupósti postur@hreinsitaekni.is
  • Þjónustuaðili hreinsunar - Hreinsitækni
  • Ef rotþróin er stífluð hafið samband við fagaðila (pípara) til að greina vandann sem er yfirleitt ekki út af því að rotþróin þarfnist hreinsunar. Það sem gæti verið að er að:
  • Siturbeðið er orðið stíflað, rennur ekki frá þrónni. (mýrlendi, miklar rigningar, nær ekki að drena í jarðveginn)
  • Rotþróin missigið og hallar að stút inn í þróna.
  • Rotþróin of lítil miðað við þá umgengni/starfsemi.
  • Gott aðgengi þarf að vera að rotþró og hún sýnileg (auðvelt að finna).  
  • Hægt er að nálgast upplýsingar um hverja roþró fyrir sig og tímasetningar fyrri hreinsana í Kortasjá

Gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi    Kortasjá  Leiðbeiningar um gerð og frágang rotþróa

Svæðaskipting hreinsunarsvæða

Getum við bætt efni þessarar síðu?