Fara í efni

Sveitarstjónarkosningar 2022

Greinargerð um niðurstöður kosninga í Kjósarhreppi.

Á kjörskrá eru 222.

Það kusu 191 eða 86,0%

Atkvæði skiptust þannig.

A listi hlaut 93 atkvæði.

K listi hlaut 13 atkvæði.

Þ listi hlaut 85 atkvæði.

Auðir og ógildir seðlar 0.

Aðalmenn                                                                         Útstrikanir

  1. Sigurþór Ingi Sigurðsson                                                                    5
  2. Regína Hansen Guðbjörnsdóttir
  3. Jóhanna Hreinsdóttir
  4. Þórarinn Jónsson
  5. Jón Þorgeir Sigurðsson                                                                       5

Varamenn

  1. Guðmundur H. Davíðsson                                                                13
  2. Þóra Jónsdóttir
  3. Petra Marteinsdóttir
  4. Sævar Jóhannesson
  5. Ólöf Ósk Guðmundsdóttir

Kjörstjórn Kjósarhrepps.

Ólafur Helgi Ólafsson
Unnur Sigfúsdóttir
Karl Magnús Kristjánsson

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram 14. maí 2022.

Kjör­stað­ur í Kjósarhreppi er í Ásgarði kl. 12-20. Að­set­ur yfir­kjör­stjórn­ar á kjör­dag verð­ur á sama stað. 
Talning atkvæða fer fram í Félagsgarði. 
Upp­lýs­ing­ar um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar má finna á vefn­um kosn­ing.is.

Kjör­stjórn

Ólafur Helgi Ólafsson, Valdastöðum 
Unnur Sigfúsdóttir, Bollastöðum
Karl Magnús Kristjánsson, Eystri-Fossá

Framboðslistar í Kjósarhreppi fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022

Kjörskrá

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 liggur frammi á skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði, frá og með 23.apríl næstkomandi. Ef einhverjar athugasemdir eru við kjörskrána ber að snúa sér með þær til sveitarstjóra. 
Hvar á ég að kjósa 

Kosning utan kjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 14. maí 2022 hefst þann 15. apríl nk. og fer eingöngu fram í Holtagörðum á 2. hæð.

Opnunartími:
15. apríl - 16. apríl, kl. 11:00 - 14:00
19. apríl - 1. maí, kl. 10:00 - 20:00
2. maí - 13. maí, kl. 10:00 - 22:00

Á kjördag laugardaginn 14. maí verður opið frá kl. 10:00 - 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna íbúakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði sem fram fer samhliða kosningum til sveitastjórna fer einnig fram á fyrrgreindum stað og tímasetningum. Nánari upplýsingar má finna hér


Fram­boðs­frest­ur

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga, rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022.

Kosið verður til hreppsnefndar í Kjósarhreppi. Framboðslistar skulu hafa borist kjörstjórn Kjósarhrepps fyrir ofangreindan tíma. 

Kjörstjórn tekur á móti framboðslistum í fundasal  Kjósarhrepps Ásgarði, föstudaginn 8. apríl 2022 frá klukkan 11:00 fyrir hádegi til klukkan 12:00 á hádegi.

Á framboðslista skulu vera að lágmarki 5 nöfn frambjóðenda og eigi fleiri en 10. Framboðslistum fylgi yfirlýsing þeirra, sem á listunum eru, um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listana, undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Framboðslistum skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í sveitarfélaginu, 10 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 20. Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar. 

Með hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um það hvaða tveir menn séu umboðsmenn listans. Ef um ný stjórnmálasamtök er að ræða skal framboðslista fylgja staðfestingu á skráðu heiti og listabókstaf samtakanna.

Ef framboðslistar verða ekki lagðir fram fyrir lok frestsins verða kosningarnar óhlutbundnar.

Gæta skal þess að tilgreina með skýrum hætti fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og lögheimili, til þess að enginn vafi leiki á því hverjir séu í kjöri. Greina skal nafn, kennitölu og lögheimili meðmælenda.

Þjóð­skrá hef­ur nú opn­að Með­mæl­enda­kerfi á Ís­land.is sem stjórn­mála­sam­tök geta nýtt í þeim til­gangi að skrá með­mæl­end­ur fram­boðs­lista fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.

Þá er vak­in at­hygli á nýrri reglu­gerð um fram­boð og með­mæli við sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?