Fara í efni

Aðgerðir Kjósarhrepps í þágu íbúa, atvinnulífs og allra fasteignaeigenda vegna áhrifa COVID-19.

Deila frétt:

Á fundi sínum 26. apríl sl. samþykkti hreppsnefnd margvíslegar aðgerðir í þágu íbúa, atvinnulífs og allra fasteignaeigenda í Kjósarhreppi til viðspyrnu og mótvægis vegna áhrifa COVID-19.

Hér á eftir eru taldar mikilvægustu aðgerðir, sem varða bæði einstaklinga, fyrirtæki og hópa.  

A. Fasteignagjöld. Nær til allra fasteignaeigenda.
Úrræði 1: Dreift verður fasteignagjöldum á hvern mánuð í stað annan hvern til að létta á greiðslubyrði pr. mánuð. Þau dreifast á sjö næstu mánuði í stað fjögurra.  

Úrræði 2: Lækkað verður álagningahlutfall á A og C fasteigna* úr 0,40 í 0,35 árið 2020. Þessi aðgerð mun lækki fasteignagjöld til sveitarfélagsins um allt að 8 millj. kr.

A-fasteignir eru íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, hesthús, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
C- fasteignir eru fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.

B. Akstursstyrkir til foreldra/forráðamanna sem keyra börn sín í félagsmiðstöðina Flógyn samkvæmt úthlutunarreglum Kjósarhrepps.
Úrræði: Greiddur verður út styrkur til foreldra/forráðamanna óháð fjölda skipta í félagsmiðstöðina Flógyn á vorönn, skilyrði fyrir styrk er að hafa sótt félagsmiðstöðina að einhverju leiti áður en lokun varð vegna Covid-19.
Skila þarf inn umsókn í gegnum MÍNAR SÍÐUR á kjos.is ásamt staðfestingu frá Flógyn að viðkomandi hafi sótt félagsmiðstöðina að einhverju leiti.

C. Akstursstyrkir til ungmenna í framhaldsskóla eru greiddir út samkvæmt úthlutunarreglum Kjósarhrepps á vorönn til þeirra sem stundað hafa framhaldsskóla og skila staðfestingu frá skólanum.
Úrræði: Allir sem hafa stundað námið sitt og skila inn staðfestingu frá skólastjórnendum fá greiddan fullan akstursstyrk þó fjarkennsla hafi verið frá því að gripið var til úrræða hjá skólum vegna Covid-19.
Skila þarf inn umsókn í gegnum MÍNAR SÍÐUR á kjos.is ásamt staðfestingu frá skóla að viðkomandi sé í námi.

D. Unglingavinna í Kjósarhreppi.
Úrræði: Verður með óbreyttu sniði að öllu óbreyttu, auglýst á síðu sveitarfélagsins.

E. Fyrir ungt fólk á aldrinum 17-21 árs.
Úrræði: Kannað með vinnuúrræði.

F. Aldraðir.
Úrræði: Kannað með áhugi á að fá þjónustu sjúkraþjálfara heim.

G. Framkvæmdir fyrir sveitarfélagið.
Úrræði: Meta skal hvort flýta skuli endurbótum  á Félagsgarði og Ásgarði ásamt bílaplani við Ásgarð samkvæmt úttekt sem gerð var á eignum sveitarfélagsins í byrjun árs 2020 og skapa þannig vinnu.