Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi vegna uppbyggingar á Eyri.

Deila frétt:

 Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillögur að eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi: Breyting á aðalskipulagi vegna uppbyggingar á Eyri.

Viðfangsefni þessarar breytingar er fjórþætt og tengist uppbygginu í landi Eyrar. Í fyrsta lagi, breyting á stefnu um íbúðar- og landbúnaðarsvæði til þess að endurspegla betur stefnu sveitarfélagsins um íbúðabyggð í dreifbýli. Í öðru lagi, fjölgun á lóðum í ÍB8 neðan við þjóðveg og stækkun á íbúabyggð (ÍB8) í átt að Eyrarfjalli til að bregðast við eftirspurn eftir lóðum í dreifbýli, heildar stærð svæðis verður þá 53,5 ha. Í þriðja lagi, verslunar og þjónustusvæði við bæinn Eyri fyrir ferðaþjónustu. Í fjórða lagi, staðsetning nýrra brunn- og vatnsverndarsvæða til að þjóna væntanlegri byggð og verslunar- og þjónustusvæði.

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillögur að eftirfarandi deiliskipulögum:

Deiliskipulag Eyrarbyggðar í landi Eyrar

Um er að ræða heildarskipulag af núverandi íbúðarsvæði ÍB8 í gildandi aðalskipulagi Kjósarhrepps og stækkun þess norður fyrir Hvalfjarðarveg nr. 47. Alls er gert ráð fyrir 48 lóðum á u.þ.b. 61 ha.

Deiliskipulag Eyri, ferðaþjónusta

Í skipulagstillögunni eru 11 nýjir reitir innan lóðar skipulagðir fyrir þjónustuhús fyrir ferðaþjónustu auk þess sem byggingareitur við núverandi íbúðarhús og útihús eru staðsettir og stækkaðir. Með því er hægt að byggja við, endurbæta og viðhalda núverandi byggingum og breyta notkun þeirra úr landbúnaðarbyggingum í þjónustubyggingar. Markmið fyrirhugaðra breytinga er að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og gefa eldri byggingum nýtt hlutverk.

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði, frá og með 17. júní 2024 til 29. júlí 2024 og er einnig til sýnis á heimasíðu Kjósarhrepps, www.kjos.is sem og í skipulagsgátt undir málsnúmerum 263/2023, 384/2024 og 258/2023.

Minnisblað vegna ask breytinga eftir yfirferð

Breyting á ask vegna uppbyggingar á Eyri

Eyri dsk uppdráttur

Eyri dsk uppdráttur II

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 29. júlí 2024.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði, 276 Mosfellsbæ eða í skipulagsgátt undir viðkomandi málsnúmeri.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Virðingarfyllst, Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps