Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

341. fundur 28. október 2010 kl. 13:48 - 13:48 Eldri-fundur

Dags: 23.9.2010
Fundurinn haldinn í Ásgarðsskóla.

Viðstaddir voru:
Sigurður Ásgeirsson (Hrosshóli), Einar Hreiðarsson (Traðarholti) og Sigríður
Klara Árnadóttir (Klörustöðum).

Nefndarmenn hafa verið í síma- og tölvusamskiptum reglulega frá síðasta fundi.  Margt núþegar komið í vinnslu.

Formaður las upp erindisbréf til nefndarmanna, þar sem farið er yfir hlutverk Samgöngu- og fjarskiptarnefndar Kjósarhrepps ásamt tilmælum til nefndarmanna.

 

1.      Samgöngumál

a.       Erindi: Bréf frá Vegagerðinni um hálkuvörn á Hvalfjarðarvegi: Samþykkt óbreytt, engar kvartanir hafa borist til Oddvita frá íbúum sveitarinnar varðandi þetta fyrirkomulag. Fínt eins og þetta er.

b.      Erindi: Bréf frá hestamannafélaginu Adam til umfjöllunar varðandi styrk til áframhaldandi reiðvegagerðar. Landssamband hestamanna er með til athugunar styrk upp að 700.000 kr og óskað er eftir jafnháu framlagi frá hreppnum. Málinu vísað til hreppsnefndar sem tekur ákvarðanir varðandi fjárútlát.

Í framhaldinu ákvað nefndin að taka almennt til skoðunar reiðvegamál í Kjósinni. Það vantar að setja fram heildræna stefnu í þeim málum til næstu 3ja ára. Víða er pottur brotinn s.s frá Stíflisdal að Hækingsdal, við Hurðarbaksveg að Þorláksstöðum og á fleiri stöðum sem eru mikilvægir, enda Kjósinn paradís hestamannsins og fallegur áningarstaður ferðamanna. M.a. þarf að huga að framtíð Kjósarréttar og skoða þau mál í stærra samhengi.

c.       Vegabætur á Kjósarskarðsvegi (ofan frá Hrygg að Hækingsdalsafleggjara): Sigurður er búinn vera í miklum samskiptum við forsvarsmenn Vegagerðarinna og hafa það í gegn að framkvæmdir eru hafnar. Búið að hækka veginn á stöðum sem djúp drög höfðu myndast og í framhaldinu verður íburðurinn malaður og fínna efni borið ofaní. Verklok eru áætlum í lok október.  Þessar framkvæmdir eru ætlaðar sem útbætur á gjörsamlega ónýtum vegi, en klárlega þarf að taka  veginn almennilega í gegn og koma á bundnu slitlagi. Ganga þarf frá almennilegu bílastæði við Hrygg, slétta úr því sem fyrir er og merkja fyrir rútur sem eru í stórauknum mæli að koma með ferðamenn í stjörnuskoðun og njóta Norðurljósanna.   Nefndin mun halda áfram að vinna með þetta mál því ljóst er að þetta hefur lengi setið á hakanum að hálfu stjórnvalda, mikið fjallað um þessa framkvæmd í eldri fundargerðum.

d.      Almennar úrbætur við vegakaflann við Fell eru nauðsynlegar.

e.       Nefndin mun fara á fund með Vegagerðinni í Borganesi til að ræða almennar úrbætur varðandi akvegi, framlag til reiðvegagerðar, kynnast starfsemi Vegagerðarinnar í Borganesi og kynna nefndina fyrir forsvarsmönnum þar.

 

2.      Fjarskiptamál

a.       Samantekt á stöðunni er kominn frá Mílu, farið var yfir skjalið á fundinum. Ýmislegt hefur verið gert á sl. 2 árum, en langt er í land að ástandið sé ásættanlegt hjá stórum hluta íbúanna. Kjósin er dreifð og á sumum svæðum hefur ekkert verið gert og engar úrbætur áætlaðar á næstunni. Að mati nefndarinnar skortir talsvert upp á í öllum málaflokkum; heimasíma, farsíma og netmálum. Spurningarlisti var sendur til baka til Mílu varðandi þau atriði sem þarf að laga sem fyrst en svör hafa enn ekki borist. Ákveðið að fara á fund forsvarsmanna Mílu í október og fá svör.

b.      Stefnt að því að gera netkönnun á kjos.is til að fá almennari vitneskju um ástandið.

c.       Í eldri fundargerðum frá 2009 er fjallað um væntanlegan fund hreppsnefndarinna og forsvarsmanna fjarskiptafyrirtækjanna. Ekki kom fram hverju sá fundur skilaði. Nefndarmenn munu óska eftir upplýsingum frá hreppsnefndinni. Fjarskipti spila stórt hlutverk í öryggi íbúanna og þeirra sem leið eiga um Kjósina ekki síður en almennilegir vegir.


Næsti fundur sunnudaginn 24.okt  nk. Fundi slitið

Sigríður Klara Árnadóttir

 

Formaður: Sigurður Ásgeirsson
Meðstjórnandi: Einar Hreiðarsson
Ritari: Sigríður Klara Árnadóttir