Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

161. fundur 20. október 2022 kl. 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
  • Petra Marteinsdóttir (PM) ritari
Starfsmenn
  • Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafulltrúi
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
.
Andri Jónsson varamaður, sat fundinn í stað Petru Marteinsdóttur í málum 5 og 6.

Magnús Kristmannsson varaformaður sat ekki fundinn og ekki heldur varamaður í hans stað.

Fundinn sat fráfarandi Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Skipulagsmál:

1.Brekkur 1, 2 og 8 - Breytinga aðal- og deiliskipulags

2202027

Skipulagsstofnun staðfesti 20. október 2022, breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 6. september 2022. Auglýsing um staðfestingu verður birt í B- deild Stjórnartíðinda innan tíðar.

Þá hefur Skipulagsstofnun tilkynnt að heimilt sé að auglýsa til gildistöku breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Brekkna, Möðruvelli 1, sem einnig var samþykkt í sveitarstjórn þann 6. september 2022. Deiliskipulagið verður auglýst til gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda í nóvember 2022.

Niðurstaða:
Lagt fram

2.Nýtt deiliskipulag í landi Flekkudals - Nesvegur 1, 3 og 5

2110048

Tillaga að nýju deiliskipulagi í landi Flekkudals, fyrir lóðirnar Flekkudalur 1, 3 og 5, sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 6. september 2022, verður auglýst til gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda þann 1. nóvember. 2022.
Niðurstaða:
Lagt fram

3.Eyjabakki 11 - Óveruleg breyting á aðalskipulagi

2210001

Efla verkfræðistofa óskar eftir fyrir hönd landeiganda að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Kjósahrepps 2017-2029, skv. skipulagsuppdætti 23.09.2022, sem næði einungis til lóðarinnar Eyjabakki 11. Að gerð verði undantekning á hámarks nýtingarhlutfalli á svæði F12a, þar sem nýtingarhlutfall yrði 0,04 í stað 0,03.

Niðurstaða:
Synjað
Nefndin telur að halda eigi í gildandi aðalskipulag, hvað varðar nýtingarhlutfall lóða.

4.Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur

2210002

Landmótun, fyrir hönd eigenda, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Hvamms og Hvammsvíkur, dags. 03.10.2022.
Niðurstaða:
Frestað
Nefndin vísar í bókun 5. máls 159. fundar skipulags- og byggingarnefndar, þann 30. júní sl. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Petra vék af fundi og Andri kom í hennar stað.

5.Óveruleg breyting aðalskipulags og deiliskipulags Flekkudal

2203043

Landeigandi óskar eftir heimild til að leggja fram breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi í landi Flekkudals (L126038). Um er að ræða 4 frístundalóðir til viðbótar. Aðliggjandi svæði var deiliskipulagt fyrir samskonar byggð árið 2015. Einnig er óskað eftir að sveitarfélagið geri breytingu á Aðalskipulagi Kjósahrepps 2017-2029 og stækki svæði fyrir frístundabyggð F4b um ca 1,2 ha til að fyrirhugaðar lóðir falli alfarið undir frístundabyggðina. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða afmörkun lóða og gátlisti fyrir mati á því hvort breytingin geti talist óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hreppsnefnd samþykkti að heimila breytingu deiliskipulags fyrir 4 frístundalóðir til viðbótar í landi Flekkudals og að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða sveitarstjórnar var auglýst og gögn málsins vöru send skipulagsstofnun til umsagnar, kv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að fallist er á að um óverulega breytingu sé að ræða. Þar sem litið var svo á af sveitarstjórn að breyting á aðalskipulagi væri óveruleg telur Skipulagsstofnun það hafa nægt að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar á heimasíðu eins og gert var.

Skipulagsstofnun mun staðfesta breytinguna þegar samþykkt skipulagsgögn með dagsetningu breyttrar tillögu hafa borist í þríriti.
Niðurstaða:
Lagt fram
Í framhaldi af þessari niðurstöðu er heimilt að hefja deiliskipulagsvinnu.

6.Flekkudalur, L126038 - Umsókn um stofnun lóða

2208045

Sótt var um að stofnaðar verði þrjár íbúðarhúsalóðir í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt, en lóðirnar verða allar 0,5 hektarar eða stærri. Samkvæmt aðalskipulagi fyrir Kjósarhrepps er heimilt að stofna íbúðarhúsalóðir á landbúnaðarlandi án deiliskipulags og er sérstaklega tekið fram að lóðirnar séu þá í nálægð við þá uppbyggingu sem farið hefur fram á nálægum innviðum, vegum, veitulögnum o.s.frv. Samkvæmt aðalskipulagi má gera ráð fyrir 8 íbúðarhúsalóðum á svæðinu að hámarki en í samræmi við umsókn þessa verða þær fjórar.

Erindið var samþykkt á síðasta fundi, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig með fyrirvara um að fyrir liggi hnitsettur uppdráttur fyrir allar lóðirnar og að umsókn F-550 sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemd barst frá eigendum Dalsbakka, Vatnsbakka, Fálkahreiðurs og Flekkudals 4.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin telur innkomnar athugasemndir ekki gefa ástæðu til synjunar á stofnun lóðanna, með fyrirvara um að fyrir liggi hnitsettur uppdráttur og umsókn F-550 undirrituð af þinglýstum eiganda upprunalands. Nefndin bendir einnig á að áður en komi til umsóknar um byggingaráform, skal liggja fyrir samþykkt deiliskipulag.
Fylgiskjöl:
Petra kom aftur inn á fund og Andri vék af fundi.

7.Kaffi Kjós við Meðalfellsveg, L173107 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2209020

Spurt er hvort hægt verði að breyta umræddri lóð úr þjónustulóð í sumarhúsalóð eða íbúðarhúsalóð.
Niðurstaða:
Erindi svarað
Nefndin gerir ekki athugasemd við að breyta lóðinni í frístundalóð, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu ofanflóðamats. Einnig er bent á að gera þarf breytingu á aðalskipulagi.

8.Eyjavík 16, L125988 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2209021

Sótt er um að breyta skráningu lóðar úr sumarbústaðarlóð í íbúðarhúsalóð, samkvæmt gildandi aðalskipulagi eru lóðirnar Eyjavík 6 og 16, skilgreindar sem landbúnaðarsvæði en ekki frístundarlóð.
Niðurstaða:
Frestað
Stærð íbúðahúsalóða þarf að vera a.m.k. 5000 m² samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Kjósarhrepps. Óskað er eftir hnitsettum upprætti sem sýnir afmörkun og stærð.

9.Umhverfisvaktin við Hvalfjörð

2209014

Niðurstaða:
Vísað til nefndar

10.Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðis - fundur nr. 108

2208046

Niðurstaða:
Lagt fram

11.Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðis - fundur nr. 109

2209032

Niðurstaða:
Lagt fram
Byggingarmál:

12.Vatnsbkki, L219523 - Umsókn um byggingarheimild.

2209034

Óskað er eftir byggingarheimild fyrir byggingu á 95 m² frístundahúsi, mhl. 02, samkvæmt aðaluppdráttum, dags 21.09.2022. Byggingarmagn á lóð verður alls 119 m².
Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

13.Eyjabakki 1, L218688 - Umsókn um byggingarheimild.

2209035

Óskað er eftir byggingarheimild fyrir byggingu á 49,4 m² frístundahúsi, mhl. 02, samkvæmt aðaluppdráttum, dags 16.09.2022. Byggingarmagn á lóð verður samtals 63,6 m².
Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.


14.Hjarðarholtsvegur 4, L126316 - óleyfisframkvæmd á lóð

2208005

Framkvæmdin sem um ræðir er byggingarleyfisskyld, skv. byggingarreglugerð. Skipulags- og byggingaryfirvöld í Kjósarhreppi áskilja sér rétt til að beita ákvæðum byggingarreglugerðar sbr. 2.9.1. gr. Stöðvun framkvæmda, lokun mannvirkis o.fl., ásamt 2.9.2. gr. Aðgerðir til að knýja fram úrbætur.







Niðurstaða:
Synjað
Samræmist ekki byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skipulags- og byggingaryfirvöld í Kjósarhreppi áskilja sér rétt til að beita ákvæðum byggingarreglugerðar sbr. 2.9.1. gr. Stöðvun framkvæmda, lokun mannvirkis o.fl., ásamt 2.9.2. gr. Aðgerðir til að knýja fram úrbætur.

15.Brekkur 9, L126446 - Umsókn um byggingarheimild.

2209002

Óskað er eftir byggingarheimild fyrir byggingu á 35 m² frístundahúsi, mhl. 02, samkvæmt aðaluppdráttum, dags 08.08.2022.
Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.


16.Hlíð 34, L126266 - Umsókn um byggingarheimild

2209010

Óskað er eftir byggingarheimild fyrir byggingu á 115,9 m² frístundahúsi, mhl. 01, og 55,0 m² gestahúsi, mhl. 02, samkvæmt aðaluppdráttum, dags 02.09.2022. Heildarbyggingarmagn á lóð verður 170,9 m².
Niðurstaða:
Synjað
Samræmist ekki aðalskipulagi vegna hæðar.
Þorbjörg vék af fundi.

17.Eyjavík 16, L125988 - Umsókn um byggingarleyfi.

2209022

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir byggingu á 234,2 m² einbýlishúsi, mhl. 01, samkvæmt aðaluppdráttum, dags 17.09.2022.
Niðurstaða:
Synjað
Samræmist ekki aðalskipulagi.

18.Berjabraut 19, L199299 - Umsókn um byggingarheimild.

2209031

Óskað er eftir byggingarheimild fyrir byggingu á 78,6 m² frístundahúsi, mhl. 01, samkvæmt aðaluppdráttum, dags 20.09.2022.
Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011

19.Nesvegur 8, L226918 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa.

2209017

Spurst er fyrir um hvort heimilt yrði að byggja 140,3 m² frístundahúsi, mhl. 01, samkvæmt meðfylgjandi upprætti sem sýnir eins hús, dags 01.05.2019.


Niðurstaða:
Erindi svarað
Jákvætt tekið í erindið.

Fundi slitið.