Fara í efni

Sveitarstjórn

193. fundur 08. nóvember 2007 kl. 00:09 - 00:09 Eldri-fundur

 

 

Ár, 2007, 8. nóvember er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            Kl. 20.00.

 

Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann  Ingólfsson, og Jóhanna Hreinsdóttir

 

 

 

1.    Fundagerðir lagðar fram:

 

 

a)  Skipulags-og byggingarnefndar  frá; 07.11.. 2007

Afgreiðsla;

Fundagerðin er varðar byggingarmál samþykkt en eftirfarandi bókun gerð varðandi skipulagshluta hennar:

 

Borist hefur bréf  frá Skipulagsstofnun, þar sem kemur fram að stofnunin hefur yfirfarið deiliskipulagsgögn varðandi Raðahverfi í landi Háls og gerir ekki athugasemdir við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þá vekur stofnunin athygli sveitarstjórnar á því, að samþykki landeiganda þarf að liggja fyrir vegna aðkomu að svæðinu.

 

Afgreiðsla;

Hreppsnefnd samþykkir að deiliskipulagið, eins og það er skilgreint innan  skipulaguppdráttar, verði auglýst. Vegna ábendingar Skipulagsstofnunar um samþykki landeiganda vegna aðkomu að svæðinu er því beint til þess, sem lét vinna skipulagið að hann bregðist við ábendingu stofnunarinnar.

 

 

b)Umhverfis-og ferðamálanefndar frá, 16.10. 2007

Afgreiðsla;

 Lögð fram

 

c) Menningar- fræðslu-og félagsmálanefndar frá; 07.11.. 2007

Afgreiðsla;

Lögð fram, afgreiðsla 3. og 4. liðar frestað til næsta fundar

 

2. Fjárhagsstaða sveitarsjóðs og fjárhagsáætlun 2008, fyrri umræða.

            Oddviti lagði fram 9 mánaðar rekstraryfirlit og fjárhagsáætlun fyrir 2008

 

3.Deiliskipulag í landi Stíflisdals.

            Oddviti lagði fram tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Stíflisdals ásamt athugasemd hans við skipulagið og svar skipulagsfulltrúa.

Afgreiðsla;

Á aðalskipulagi er gert ráð fyrir reiðleið norðan við Stíflisdalsvatn en reiðveganefnd svæðisins hefur verið með óskir um reiðveg sunnan við vatnið. Eins og staðan er í dag er riðið sunnan við vatnið en samkvæmt deiliskipulagi lokast fyrir það. Reiðleiðin samkvæmt aðalskipulaginu norður við vatnið er ekki til staðar eins og er, þannig að Kjósarhreppur fer fram á að reiðleið verði opin í fjöruborðinu  sunnan við vatnið á hinu deiliskipulagða svæði.

 

 

 

 

4. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

            Lagt fram erindi frá Kópavogskaupstað dags. 3. október 2007 þar sem óskað er eftir athugasemdum ef einhverjar eru á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogsbæjar og Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Svæðið nær til Vatnsendahlíðar og nánar tiltekins svæði samkv. erindinu

Afgreiðsla; Engar athugasemdir

 

 

5. Önnur mál.

 

a)         Lagt fram erindi er barst frá Björgunarsveitinni Kili í tölvupósti þar sem óskað eftir fjárstuðningi vegna kaupa á skyndihjálparbúnaði.

Afgreiðsla;

Samþykkt að veita sveitinni kr. Eitthundrað þúsund.

 

b)         Lagt fram bréf frá Snæbirni Aðalsteinssyni til hreppsnefndar dags. 01.10.2007 en Snæbjörn á sumarhús í  Raðahverfi í landi Háls. Yfirskrift bréfsins er Fyrirspurn um lokun vegar að Raðahverfi í landi Háls

 

Fram kemur í bréfinu ”Samkvæmt deiliskipulagi liggja tveir vegir að þessu hverfi, yfir annan veginn hafi verið sett girðing og á tveimur stöðum og á hana hlið. Þessum hliðum hafi verið læst um miðjan júlí og eru það enn”.

Þá er vitnað í 40. gr. vegalaga og í framhaldi spurt hvort sveitarstjórn hafi heimilað lokun á þessum vegi og hvaða ástæður liggja að baki.

Oddviti lagði fram svar sitt dags. 23.10. þar sem tekið er fram að hreppsnefnd hafi ekki fjallað um erindið og en muni gera það á fundi sínum í nóvember.

 

Afgreiðsla;

Hreppsnefnd tekur undir svarbréf oddvita og vísar jafnframt til bókunnar hreppsnefndar  um málið í 1. dagskrárliðar a) þessa fundar.

 

c)         Lagt fram bréf Guðnýu G. Ívarsdóttir Flekkudal til hreppsnefndar sem hefur yfirskriftina: Ólögmæt ráðstöfun óskilafjár.

Í bréfinu kemur m.a. fram, að svo virðist sem oddviti hafi sent til slátrunar sauðfé sem hún telur sig vera eigandi af að líkindum. Tilteknir eru einstaklingar sem töldu sig hafa handsamað umrætt fé sl. vor , sem væri útigengin veturgömul ær með tilteknu merki, og tveimur lömbum nýbornum. Telja þeir einstaklingar að um sama fé sé um ræða.

  Þá er vitnað í 13. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs nr. 401/199, þar sem segir; að ómerkingum og óskilafé, sem ekki finnst eigandi að, skuli þegar lógað í sláturhúsi og sér réttarstjóri eða hreppsstjóri um að svo sé gert.

Síðan eru rakin hegningarákvæði 16.greinar fjallskilasamþykktarinnar en að ekki er vilji undirritaðar að kæra mál þetta a.m.k. að svo stöddu.

Þá kemur fram að oddviti sé hvorki hreppsstjóri né réttarstjóri en svo virtist að hann hafi tekið ákvörðun um að lóga fénu, þrátt fyrir ábendingu um eiganda þess.

Bréfritari telur að auðvelt hefði verið fyrir sig að sanna eignarhald sitt á fénu m.a. með DNA rannsókn.

Að lokum er þess óskað að kannað verði hvort rétt sé að búfé í eigu hennar hafi verið fært til slátrunar og  fjármunum fyrir þær ráðstafað í sveitarsjóð.

 

Bókun oddvita:

Í samráði við oddvita, var  ær og tveir dilkar allt ómarkað og ómerkt, flutt að Kiðafelli. Fé þetta kom á heimtur í Miðdal. Ábending barst frá  bónda um að annar maður hefði handsamað umrætt fé í landi Tindstaða sl. vor og að ærin hafi verið veturgömul frá Flekkudal. Taldi hann að hér væri féð komið fram. Féð var í vörslu oddvita um viku skeið, þar til því var slátrað í samræmi við lög um fjallskil og andvirði þess lagt á reikning sveitarsjóðs, enda virtist ekki fær leið að einhver gæti slegið eign sinni á féð með ótvíræðum hætti. Oddviti telur að í öllu hafa verið aðhafst í máli þessu sem lög bjóða. Varðandi aðkomu hreppstjóra og annarra yfirvalda að málinu er ábyrgð þeirra, að sjá til þess að ómerktu fé sé fargað, en það var gert samkvæmt framansögðu. Ógerlegt er að útiloka að ærin eigi uppruna sinn í Flekkudal en á það bera líta að féð var framselt til sveitarstjórnar og henni er skorinn þröngur stakkur með ráðstöfun á slíku fé með öðrum hætti en samkvæmt lögum. Á það verður jafnframt að líta að umrædd Guðný Ívarsdóttir gerði sjálf engan reka að því vitja um féð, þó henni væri fullkunnugt um tilvist þess, fyrr en því hafði verið lógað.  

 

Afgreiðsla;

Oddvita falið að svara bréfinu og sjá til þess að féð verði auglýst samkvæmt 60. gr. laga nr. 6/1986 un afréttarmál og fjallskil. Skal í tilkynningu, samkvæmt lögunum, greint  mark og auðkenni hverrar skepnu, eftir því sem kostur er, og skorað á rétta eigendur að gefa sig fram og sanna rétt sinn innan tiltekins tíma.

 

 

 

 

 

 

Fundi slitið kl. 23.40

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir