Fara í efni

Sveitarstjórn

207. fundur 11. febrúar 2008 kl. 23:19 - 23:19 Eldri-fundur

 

 

Ár, 2008, 11. febrúar er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            Kl. 20.00.

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann  Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

 

 

1.Fundagerðir lagðar fram.

a)      Umhverfis og ferðamálanefndar dags 29.01 2008.

Afgreiðsla; Lögð fram og eftirfarandi bókun gerð:

Hreppsnefnd samþykkir að taka þátt í gerð Hvalfjarðarkorts,með þeim fyrirvara;

1) að Kjósarhreppur fái fulla heimild til að nota efni kortsins til gerðar staðbundins korts fyrir Kjós,

2) að samkomulag náist um skiptingu, dreifingu og sölu kortsins.

3) að sveitarfélögin eignist endurútgáfurétt kortsins.

      4 ) að gengið verði frá samkomulagi um ofangreind atriði.

 

Formaður Umhverfis-og ferðamálanefndar, Birna Einarsdóttir er tilnefnd af hálfu Kjósarhrepps í stjórn Ferðamálasamtaka Höfuðborgarsvæðisins.

 

c) Samgöngu og orkunefndar dags.16.01.2008.

Afgreiðsla; Lögð fram

 

b)      Menningar-fræðslu-og félagsmálanefndar dags. 30.01.2008.

Afgreiðsla; Lögð fram.

1. liður fundagerðarinnar.

Oddviti reifaði málefni eldri íbúa og fyrirkomulag búsetuúrræða þeirra, þegar ekki et talið framkvæmanlegt að sinna einstaklingum lengur í heimahúsum vegna veikinda þeirra og ekki er um einstaklinga að ræða sem rétt eiga á vistun á hjúkrunarheimili. Gert hefur verið samkomulag við sjálfseignastofnunina Eir um að Kjósarhreppur hefur ávallt aðgang til kaupa á búseturétti í íbúð hjá stofnuninni. Fyrirkomulagið er þannig að hreppurinn eða skjólstæðingur hans kaupir slíkan rétt þegar hans er þörf og fær hlut sinn endurgreiddan við búsetulok eftir t.t. reiknireglu.

     2. liðir.Samningur á milli Eirar og Kjósarhrepps staðfestur.

     3. liðurvísað til næsta dagskrárliðar

     4. liður. Samþykkt um frístundastyrki samþykkt.

Bókun:Hreppsnefnd ákveður að upphæð frístundastyrkja verði 15.000 kr. Fyrir hvora önn á þessu fjárhagsári.

 

 

2.Velferðarsjóður eldri íbúa.

Oddviti kynnti málið og sagði að ekki hafi verið fært fyrir Kjósarhrepp að eiga öryggisíbúð ef ekki væri fyrir hendi notandi af henni. Til að tryggt sé, að ávallt verði  tiltækt nægjanlegt fjármagn til að leysa tilfallandi þörf fyrir búsetuúrræði í öryggisíbúð, verði þegar lagðar fram 25 milljónir í sérstakan sjóð, í eigu Kjósarhrepps, sem ekki verður nýttur til annars.

Bókun: Oddvita falið að útfæra frekar drög að samþykkt um velferðasjóð eldri íbúa í Kjósarhreppi, eftir umræður.

 

 

3.Þriggja ára fjárhagsáætlun, síðari umræða.

Afgreiðsla; Samþykkt

 

4. Gjalddagar fasteignargjalda

Oddviti lagði til að gjalddagar vegna fasteignagjalda verði 3. Þann 15. mars, 15. júní og 15. september.

Afgreiðsla: Samþykkt

 

5. Tilnefning í ritnefnd.

Afgreiðsla; Tilnefndir eru: Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Lárusson og Gunnar Kristjánsson.

 

6. Tilnefning varafulltrúa í umhverfis og ferðamálanefnd, K-listi

Afgreiðsla; Tilnefnd er Anna Björg Sveinsdóttir.

 

7. Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins

Erindi dags.24. janúar frá Garðabæ varðandi óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna vegu Álftanesvegar á milli Gálgahrauns og Selskarðs.

Afgreiðsla; Engar Athugasemdir.

 

 

8. Önnur mál,

Bókun: Staða mála vegna deiliskipulags í landi Háls, Raðahverfi kynnt.

 

Bókun: Guðmundur Magnússon tilnefndur sem annar varamaður í Byggingarnefnd Kjósarhrepps fyrir K-lista.

 

Fundi slitið kl.22.52

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir