Fara í efni

Sveitarstjórn

236. fundur 21. ágúst 2008 kl. 23:48 - 23:48 Eldri-fundur

Ár, 2008, þann 21.ágúst er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 20.00.

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Pétur Blöndal Gíslason, og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

 

1.         Fundagerðir nefnda.

 

a)         Samgöngu-og orkunefndar frá 13.08.

Afgreiðsla;Lögð fram og afgreiðslu vísað til 3. dagskrárliðar

 

b)         Skipulags-og byggingarnefndar frá 9. júlí.

Afgreiðsla; Byggingarhluti fundargerðarinnar er staðfestur, jafnframt fyrsti og annar liður skipulagshluta hennar en eftirfarandi bókun varðandi 3. lið gerð.

Aðalskipulag fyrir Kjósarhrepp tók gildi 12. september 2007 og deiliskipulag fyrir umrætt svæði í apríl sama ár. Innsend fyrirspurn um ósk  að breyta sumarhúsalóðum í lóðum undir íbúðarhús kallar á breytingu á aðal-og deiliskipulagi og samþykki  eigenda lögbýlisins  um að breyta tilvitnuðu lóðum í landbúnaðarsvæði og láta í té byggingarrétt af fimm húsa kóda jarðarinnar og  að gera núverandi veg að héraðsvegi. Þar sem samþykki lögbýliseiganda liggur ekki fyrir telur hreppsnefnd ekki tímabært að  taka afstöðu til erindisins en vísar því að öðru leiti til endurskoðunar aðalskipulags.

 

 

 

 

c)         Skipulags-og byggingarnefndar frá 6. ágúst.

Afgreiðsla; Samþykkt

 

2.         Erindi frá sóknarnefnd Reynivallakirkju.

Lagt fram erindi  frá Sóknarnefnd Reynivallakirkju þar sem óskað er eftir  fjárstuðningi sveitarsjóðs að upphæð Kr. 500 þúsund, vegna endurbóta á lóð og kirkjugarði á Reynivöllum.

Afreiðsla; Samþykkt

 

3.         Jarðhitaleit í Kjósarhreppi

Lögð fram gögn varðandi niðurstöður vegna leitar að jarðhita í hreppnum..

Afgreiðsla;Samþykkt tillaga orkunefndar sbr. fundagerð frá  13.08 að leitað verði samninga um áframhaldandi rannsóknir og nýtingu jarðvarma við landeigendur á því svæði þar sem jarðvarmi hefur fundist. Jafnframt að leita tilboða í borun á djúpri rannsóknarholu.

 

 

4.         Skólaakstur veturinn 2008-9

Lagt fram yfirlit yfir fjölda nemanda í skólaakstri 2008-11, jafnframt bráðabyrðarsamningar,dags. 15. ágúst, til áramóta við núverandi skólabílstjóra vegna breytinga á nemendafjölda.

Afgreiðsla:Hreppsnefnd samþykkir samninganna fyrir sitt leyti

 

5.         Byggðamerki

Lögð fram tillaga að auglýsingu um samkeppni um útliti byggðamerkis fyrir Kjósarhrepp

Afgreiðsla; Tillaga um auglýsingu samþykkt og ákveðið að veita verðlaun fyrir þá tillögu sem valin verður, að upphæð 250.000 kr. Frestur til að skila inn tillögum verði til 01.12.2008. Hreppsnefnd velur úr tillögum sem berast.

 

6.         Málefni stóriðjunnar á Grundartanga

Oddviti greindi frá  fundi sem forsvarsmenn álversins á Grundartanga óskuðu eftir í kjölfarið á að á kjos.is birtust fréttir, sem þeir voru ósáttir við, af auknum styrk flúors í beinum grasbíta í Hvalfirði eftir að álverið tók til starfa. Oddviti og varaoddviti sátu fundinn ásamt Ragnari Guðmundssyni forstjóra og Ágústi Hafberg frá Norðuráli. Skýrðu Norðurálsmenn sín sjónarmið, óskuðu eftir samstarfi og buðu hreppsnefnd Kjósarhrepps í heimsókn á Grundartanga

Afgreiðsla; Hreppsnefnd Kjósarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum  vegna losunar flúors og annarra  mengandi efna út í andrúmsloftið frá stóriðjusvæðinu á Grundartanga og felur oddvita að senda umhverfisráðherra erindi þar sem þess verði óskað að hann  fari yfir hvort starfsleyfi fyrirtækjanna séu virt, ekki síst í ljósi þess að magn losaðs flúors hefur verið yfir viðmiðunarmörkum að meðaltali samfleytt í tvö ár og hvort á því séu eðlilegar og réttmætar skýringar sem rúmast innan starfleyfi Norðuráls.

Jafnframt verði þess óskað að umhverfisráðherra beiti sér fyrir að samkomulag  frá 1997, undirritað af þáverandi umhverfisráðherra, um ráðgjafanefnd um umhverfisrannsóknir og vöktun umhverfis vegna stóriðju í Hvalfirði verði endurvakið.

 

7.                  Staðardagskrá 21.

Dagskrárlið frestað til næsta fundar og stefnt að að fá Arnheiði Hjörleifsdóttur á fundinn.

 

Önnur mál

 

a)         Fjallskil

Afgreiðsla; Eftirfarandi fjallskil samþykkt fyrir 2008

 

 Lögréttir verða í Kjósarhreppi haustið 2008 á eftirfarandi dögum í Hækingsdal:

 

1. lögrétt sunnudaginn 21. september kl.16.00

2. lögrétt sunnudaginn  12. október kl.16.00

     Réttarstjóri er skipaður Guðbrandur Hannesson og marklýsingarmenn,

     Hreiðar Grímsson og Helgi Guðbrandsson allir á báðum réttum.

 

Guðbrandur Hannesson hirðir fé úr Þingvallarétt fyrri og Hreiðar Grímsson úr þeirri síðari.

Guðbrandur Hannesson sér um smölun á landi Stóra-Botns sunnan varnargirðingar.

 

Hreppsnefnd beinir því til sauðfjáreigenda að þeir haldi fé sínu heima innan girðinga eftir seinni réttir.

 

b)                  Lagt fram svar oddvita til Umhverfisstofnunnar vegna framræslu Hurðarbaks-og Káranessefs.

Bókun:

Í tilefni af bréfi oddvita Kjósarhrepps(Sjá brefið hér) til Umhverfisstofnunar dags. 6.ágúst 2008 varðandi framræslu mýra á Káranesnefi og Hurðabakssefi, þá óska fulltrúar K-lista að eftirfarandi athugasemdir verði færðar til bókar:

Það er ekki mat fulltrúa K-lista að svör landeigenda séu gædd vanþóknun á eðli stjórnsýslu eins og fullyrt er í bréfi oddvita. Eins og fram kemur í bréfinu er óljóst hvort framkvæmdin hafi verið leyfisskyld en landeigendur hafa haldið því fram að framkvæmdin hafi verið nauðsynleg vegna búreksturs. Ekkert mat liggur fyrir um hvort röskun hafi átt sér stað á vist-búsvæðum í Laxárdal. Af þeim sökum geta fulltrúar K-lista ekki harmað framkvæmdina. Ennfremur telja fulltrúar K-lista að ekki sé hægt að halda því fram að tilefni sé til þess að krefjast úrbóta þegar ekkert liggur fyrir um lögmæti framkvæmdarinnar né áhrif framkvæmdanna á vistkerfið.

 

 

 

 

Fundi slitið kl. 23.08

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir