Fara í efni

Sveitarstjórn

237. fundur 04. september 2008 kl. 22:21 - 22:21 Eldri-fundur

Ár, 2008, þann 4. september er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 20.00.

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, G.Oddur Víðisson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

 

1.         Átta mánaðar rekstrarreikningur sveitarsjóðs

 

Lagt fram áttamánaðar rekstraryfirlit fyrir sveitarsjóðs

 

 

 

2.         Breytt lega Lækjarbrautar

 

Lagður fram uppdráttur dags. 28.08.2008 þar sem er sýnd ný lega Lækjarbrautar, þannig að hún færist á þann stað þar sem hún var upphaflega lögð í landi Þúfukots, en ágreiningur kom upp við landeigenda  þannig að vegurinn var færður inná lóð Lækjarbrautar 2. Samkvæmt uppdrættinum  og samkomulagi dags, 25,08,2008 á milli Höskuldar Péturs Jónssonar og Andreu M. Jónsdóttur  hefur tekist fullt samkomulag um færslu brautarinnar. Jafnframt hafa allir eigendur lóða við Lækjarbraut veitt samþykki sitt.

Afgreiðsla;. Hreppsnefnd samþykkir fyrirhugaða færslu Lækjarbrautar með þeim fyrirvara  að allur kostnaður við breytinguna og framkvæmd hennar verði alfarið  kostuð af eigenda Lækjarbrautar 2, og haft verði samráð við Vegagerð ríkisins um gerð hennar og frágang.

 

 

 

3.         Refavinnsla í Kjósarhreppi

Lögð fram  drög að samningi til tíu ára við grenjavinnslumenn hreppsins.

Afgreiðsla;Hreppsnefnd samþykkir einingarverð sem fram koma í 4. grein draganna fyrir árið 2008 en felur oddvita að vinna að endanlegri útgáfu samnings á grundvelli umræðna á fundinum.

 

 

 

 

4.         Önnur mál

 

4.a       Lögð fram skaðaukastefna á hendur Kjósarhreppi, Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg vegna  andláts manns  af völdum notkunar asbests við byggingu Gagnfræðaskólans í Mosfellsbæ 1975.

Afgreiðsla; Oddvita falið að hafa samráð við hin stefndu sveitarfélög um framhald málsins.

 

4.b       Oddviti skýrði frá að bráðarbyrðarleyfi Björgunar til uppdælingar í Hvalfirði væri útrunnið og væri því uppdæling hætt. Jafnframt að  Björgun hefur sótt um framlengingu á einhverjum hluta leyfisins, en það var skilyrt að nýtt leyfi verði ekki gefið út nema að undangengnu umhverfismati sem nú er í vinnslu.

 

Afgreiðsla; Hreppsnefnd Kjósarhrepps fagnar að áratuga langri baráttu, fyrir stöðvun efnistöku í Hvalfirði hefur borið árangur. Þá skorar nefndin á iðnaðarráðherra að framlengja ekki bráðarbyrðarleyfinu fyrir efnistöku í Hvalfirði, heldur  bíða niðurstöðu umhverfismats.

 

 

4.c       Lagt fram fyrirspurn frá Náttúruverndarsamtökum Íslands varðandi leyfi sveitarstjórnar til fyrir malarnámi á Búðasandi ásamt svari oddvita.

 

 

 

4.d       Skólaakstur

 

 

 

 

5.         Staðardagskrá 21

Arnheiður Hjörleifsdóttir verkefnisstjóri og Ólafur Oddsson, form. stýrihóps um staðardagsskrárverkefnið í Kjósarhreppi, kynntu áfangaskýrslu hópsins.

Í drögunum,sem eru mjög víðtæk, kemur fram margar þarfar ábendingar og hugmyndir. og er vinnu stýrihópsins fagnað.

Bókun:  Hreppsnefndarmenn fara yfir drögin og koma með athugasemdir ef þurfa þykir fyrir næsta fund.