Fara í efni

Sveitarstjórn

403. fundur 12. apríl 2012 kl. 16:59 - 16:59 Eldri-fundur

Árið 2012, 12. apríl  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason,                  Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

Mál sem tekin eru fyrir:

1.       Fundargerðir nefnda

a.       Samgöngu- og fjarskiptanefnd frá 12. mars

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram og tekið undir lið 4 og ákveðið að senda inn formlega kvörtun tilPóst- og fjarskiptastofnunar varðandi fjarskiptamálin í Kjósarhrepp

b.      Skipulags- og bygginganefnd frá 15. mars

Bygginganefnd

Afgreiðsla: Samþykkt

Skipulagsnefnd

1.1.  Kynnt var fyrir bygginganefnd kæra frá Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála undirrituð af Ómari Stefánssyni og Ingibjörgu Ingvarsdóttir hdl.varðandi kæru   vegna afgreiðslu nefndarinnar á byggingaleyfisumsókn Jóns Björgvinssonar á Flekkudalsvegar 18A.                                                            Afgreiðsla: Lagt fram

1.2. Lagt var fram bréf frá Sigurbirni Hjaltasyni þar sem hann gerir nánari grein fyrir  framkvæmdum á varnargarði og flotbryggju í Bátavík í landi Eyrarkots. Erindið  var samþykkt á fundi bygginga.-og skipulagsnefndar 31 janúar 2012.                                                                                                                      Afgreiðsla: Lagt fram

1.3  Tekin var til endanlegrar afgreiðslu lýsing á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Lýsingarferlið hefur verið með eftirfarandi hætti í helstu atriðum í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 36. gr. s.l. 

Lýsingin var tekin fyrir í sveitarstjórn 18 júlí 2011.Í október 2011 var Skipulagsstofnun send lýsingargögn vegna aðalskipulagsbreytingar tilumsagnar.

Svar barst frá Skipulagsstofnun í nóvember 2011 og voru gerðar óverulegar athugasemdir við lýsinguna og var brugðist við þeim áður en lýsingin var kynnt.

Í desember 2011 var óskað eftir samþykki hreppsnefndar á breyttri lýsingu eftir ábendingum frá Skipulagsstofnun. Hreppsnefnd samþykkti breytta lýsingu.

Þann 8 desember 2011 var lýsingin  send til umsagnar til eftirfarandi aðila:     Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, Fornleifanefnd ríkisins, Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Reykjavíkurborg, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands og Vegagerð ríkisins.

Umsagnir fyrrgreindra aðila höfðu ekki áhrif á tillögu breytingar alalskipulags.

Lýsingin var auglýst í morgunblaðinu í  janúar 2012 og jafnframt sent dreifibréf á íbúa Kjósarhrepps þar sem þeim var boðið að kynna sér lýsingargögnin á  heimasíðu Kjósarhrepps og á skrifstofu hreppsins að Ásgarði. Frestur til að skila ábendingum til hreppsins var til 16 febrúar 2012.

Ábendingar bárust frá tveimur íbúum þeim Maríönnu H. Helgadóttur og  Guðmundi P.J  akobssyni Lækjarbraut 1

Sveitarstjórn mun skoða ábendingar þeirra og verður þeim svarað efnislega að auglýsingatíma aðalskipulagsbreytingar loknum.                                                                                                                         Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulagnefndar á lýsingu á aðalskipulagsbreytingu Kjósarhrepps 2005-2017 í landi Eyrar

1.4.  Lögð er fram Aðalskipulagsbreyting sbr.36.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 Breytingin felur í sér að hluta svæðisins fyrir frístundabyggð F23 verði breytt í íbúðabyggð. Íbúðasvæðið er áætlað 4,6 ha að stærð og er gert ráð fyrir að skipuleggja þar um 15 íbúðalóðir með 15 íbúðum.Svæðið er í landi Eyrar.   Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tillögu að aðalskipulagsbreyting í landi Eyrar dagsett 09. 03 2012 verði auglýst samkvæmt  Skipulagslögum nr. 123/2010

1.5.Tekin er fyrir breyting á deiliskipulagi á Eyri sem varðar sjö lóðir við götuna Miðbúð í eystri hluta skipulagssvæðisins. Lóðir númer 1, 2, 3, 4, 5, 6, og 7  munu eftir breytingu vera skilgreindar sem íbúðalóðir í stað frístundalóða í deiliskipulagi.Sömu skipulagsskilmálar munu gilda fyrir mannvirki á íbúðarlóðum  og eru fyrir frístundalóðir. Breyting á deiliskipulagi þessu er ekki í samræmi við aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017 og því er lagt til  að alskipulagsbreyting sé auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingu.                                                                                                                                     Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi  í landi Eyrar dagsettu 24. 01 2012 verði auglýst samkvæmt  Skipulagslögum nr. 123/2010. Skipulagsbreytingarnar verði auðlýstar samhliða

 

2.       Bréf frá Landsneti um ósk um fund með hreppsnefnd Kjósarhrepps vegna Brennimelslínu 1

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að halda fund með forsvarsmönnum Landsnets sem fyrst þegar ákveðinnini gagnaöflun hreppsnefndar er lokið.

 

3.       Bréf undirritað af Guðjóni Inga Eiríkssyni fh. Bókaútgáfunnar Hóla, beiðni um fjárstyrk að upphæð kr. 250.000.- vegna útgáfu ljósmyndabókar “Hernámsárin á Vesturlandi”

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000.-

 

4.       Samkomulag um svæðiskipulag höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Sveitarfélagið Álftanes, Kópavogsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur gera með sér samkomulag um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við ákvæði 2.mgr. 22. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að taka þátt í samkomulaginu.

 

5.       Samningsdrög sem gerð voru í framhaldi af viljayfirlýsingu frá 22. september 2011 milli fjármálaráðuneytis, innanríkisráðuneytis, Vegagerðarinnar og samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um framkvæmd til 10 ára tilraunaverkefnis til eflingar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir samningsdrögin

 

6.       Drög að siðareglum kjörinna fulltrúa í Kjósarhreppi

Afgreiðsla: Lagðar fram

 

7.       Bréf frá Hrafnhildi Hafsteinsdóttur um afstöðu hreppsnefndar til hraðahindrana á Meðalfellsvegi

Afgreiðsla: Hreppsnefnd hefur ákveðið  að gera göngustíg meðfram Meðalfellsveginum í sumar  í samvinnu við landeigendur og Vegagerð. Óskað verði eftir afstöðu Vegagerðarinnar um frekari hraðatakmarkanir

 

8.       Oddur Víðisson kemur á fundinn og kynnir hreppsnefndarmönnum hugmyndir að viðbyggingu við Félagsgarð með það að markmiði að hreppsnefnd taki ákvörðun um framhald málsins

Afgreiðsla: Ákveðið var að halda áfram með verkefnið á forsendum umræðna á fundinum.

 

9.       Umræða var á fundinum um mikla hækkun fasteignamats á íbúðarhúsum í sveitarfélaginu

 

10.   Mál til kynningar

a.       Svarbréf við kæru Úrskurðarnefndar lagt fram

b.      Ráðningasamningur við Höllu Lúthersdóttur

c.       Samningur við SEEDS

 

Fundi slitið kl 16:00  GGÍ