Fara í efni

Sveitarstjórn

449. fundur 29. ágúst 2013 kl. 17:52 - 17:52 Eldri-fundur

  Kjósarhreppur

Árið 2013, 29. ágúst  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 15:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RK) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin eru fyrir:

 

1.      Fundargerðir nefnda:

a.      Skipulags- og byggingarnefnd frá 25. Júlí

Byggingarnefnd

Afgreiðsla: Fundargerð staðfest.

 

 

2.      Skipun nýrra aðalmanna í rit- og útgáfunefnd annars vegar og Umhverfis, náttúru- og landbúnaðarnefnd hins vegar.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að fyrir Ólaf Engilbertsson komi inn fyrsti varamaður Rit- og útgáfunefndnefndar, Karl Magnús Kristjánsson og fyrir Gyðu Björnsdóttur í Umhverfis, náttúru- og landbúnaðarnefnd komi einnig inn fyrsti varamaður Svanborg Magnúsdóttir

 

3.      Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.

Afgreiðsla: Bókun hreppsnefndar Kjósarhrepps.

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur eftirfarandi ábendingar vegna auglýstrar tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins

Kjósarhreppur er landbúnaðarhérað. Sveitarfélagsmörk liggja að Reykjavík um Esju. Vegna eðlis sauðfjárræktar og frjálsar beitar að sumarlagi er skörun á beitarnýtingu yfir sveitarfélagsmörk óhjákvæmileg, þar sem ekki er um girðingar að ræða. Það er því óheppilegt að í gildi sé bann við lausagöngu í Reykjavík allri án tillits til staðhátta.

Hreppsnefnd fagnar breyttum áherslum gagnvart landnotum á landbúnaðarsvæðum í tillögunni og aukinni áherslu á hefðbundin landbúnað og rýmri skilmálum varðandi uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Í tillöguni segir: Mikilvægt er að vernda Kjalarnesið sem landbúnaðarsvæði og dreifbýli og stuðla að fjölbreyttum búsetukostum og jafnframt þarf að tryggja aðgengi almennings að svæðum sem hafa útivistagildi.

Hreppsnefnd telur að vegna breyttra áherslna til landnotkunar og styrkingar skilgreindra landbúnarsvæða þurfi að endurskoða afmörkun opna svæða; græna trefilsins, og að tekið verði inn í aðalskipulagið breytt ákvæði úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um forgang landbúnaðarlands.

Samkvæmt gögnum málsins er opin svæði í gildandi svæðisskipulagi mun umfangsminna en í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. Í auglýstri breytingartillögu að svæðisskipulagi segir

Gerðar eru almennar lagfæringar á skipulagsuppdrætti varðandi mörk

landbúnaðarsvæða og opinna svæða á Kjalarnesi til samræmis við

gildandi aðalskipulag Reykjavíkur, stefnu í aðalskipulagstillögu 2010-

2030 og/eða raunstöðu landnotkunar. Lagfæringar miðast m.a. við

breytta legu Græna trefilsins, sem er uppfærður til samræmis við

afmörkun í aðalskipulagstillögu 2010-2030 og ábendingar og óskir

einstakra landeigenda.

 

Með öðrum orðum er mörk opinna svæða til sérstakra nota í svæðisskipulagstillögunni aðlöguð að nýju aðalskipulagi, sem felur í sér að aukið landbúnaðarland er tekið undir opin svæði og eðlileg landbúnaðarnýting skert enn frekar, sem augljóslega þjónar ekki landbúnaðarmarkmiðum nýs aðalskipulags. Í nær öllum tilfellum er umrætt land séreign lögbýla á Kjalarnesi sem eru í einkaeigu og því freklega gengið á rétt landeigenda með tilheyrandi takmörkunum og  verðrýrnun.  Hreppsnefnd Kjósarhrepps sér ekki, að óbreyttu,  fært að samþykkja auglýsta breytingartillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins hvað þetta varðar og vísar til athugasmda á fyrri stigum málsins.

 

Eðli málsins samkvæmt er mjög óheppilegt að Græni trefillinn kljúfi nytjalönd bænda,breyti réttarstöðu og skerði notkunarmöguleika og vinni gegn markmiðum tillögunnar varðandi landbúnað. Kjósarhreppur áréttar því skoðun sína að Græni trefillin nái eingöngu að Blikdalsá/Ártúnsá en við taki landbúnaðarland til norðurs, enda er um verulega landnýtingu vegna landbúnaðar þar fyrir norðan.

 Til að tryggja eðlilegan aðgang útirvistarfólks væri eðlilegt að setja inn göngu- og reiðleiðir. Sérstaklega er bent á að gamla þjóðleiðin um Esjuhlíðar innan við Tíðarskarð ,allar götur inn í Kjós, verði merkt sem reið- og gönguleið og tengdust slíkum leiðum í Kjósarhreppi

 

4.      Tilboð í endurbætur á vegi við Þúfukot. Komið er tilboð frá J. Sverri Jónssyni

Afgreiðsla: Oddvita falið að klára málið

 

5.      Harðbalamálið.

Afgreiðsla: Samþykkt að sækja um framkvæmdaleyfi vegna vegarins að Flóðatanga samkvæmt deiliskipulagi.

 

6.      Fjallskil í Kjósarhreppi haustið 2013

Afgreiðsla: Samþykkt

 

7.      Kynning á tillögu að starfleyfi fyrir Krakus ehf.

Afgreiðsla: Lögð fram.

 

8.      Mál til kynningar

a.      Fundur SSH frá 12. ágúst

b.      Fundur heilbrigðisnefndar frá 26. Ágúst.

Fundi slitið kl  17:00  GGÍ