Fara í efni

Sveitarstjórn

476. fundur 20. maí 2014 kl. 09:55 - 09:55 Eldri-fundur

  Kjósarhreppur

Árið 2014, 15. maí   er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Karl Magnús Kristjánsson(KMK) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin eru fyrir:

 

1.      Fundargerðir nefnda.

a.      Skipulags- og bygging.n. frá 1. maí

Bygginganefnd

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fundargerðina

 

Skipulagsnefnd

01.Tekin var fyrir afgreiðsla deiliskipulags í landi Möðruvalla, Lækir.

Deiliskipulagstillagan, sem samþykkt var í sveitarstjórn 2. febrúar 2012, gerir ráð fyrir lóðum fyrir 7 frístundahús.  Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við deiliskipulags-tillöguna og mæltist til þess að brugðist yrði við athugasemdum og hún tekin fyrir að nýju í skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Greinargerð þar sem gert er grein fyrir hvernig brugðist var við athugasemdunum er lögð fram.

 

Afgreiðsla:  Hreppsnefnd Kjósarhrepps  samþykkir 15. maí 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi samkv. 1.mgr 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Skipulagssvæðið er í landi Möðruvalla 1, vestan við Svínadalsá.  Skipulagstillagan gerir ráð fyrir lóðum fyrir 7 frístundahús á skipulagssvæðinu.

 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis og mun liggja frammi á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði í Kjós frá og með mánudeginum 26. maí næstkomandi til 7. júlí 2014  en verður jafnframt birt á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.   Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 7. júlí 2014.  Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is

 

 

02.Sótt er um fyrir hönd Karenar Pease kt. 300680-3999 um breytingu á gildandi deiliskipulagi við Stapagljúfur í landi Morastaða. Breytingin felur í sér að stað fjögurra lóða verði deiliskipulagið ein lóð. Skipulagshönnuður er Gunnlaugur Björn Jónsson arkitekt.     

 Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir breytinguna samkv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 með fyrirvara um að landamerki séu á réttum stað miðað við upprunalegt afsal, en þau hafa ekki enn verið hnitasett. Skipulagssvæðið er um 8,36 ha. og afmarkast af Miðdalsá að sunnan, þjóðvegi 460 að norðan, línu við vegamót að Morastöðum að austan og línu sem liggur að frá sumarhúsinu Brekkubæ að vestan.

Skipulagstillagan (breyting á gildandi deiliskipulagi) verður til sýnis og mun liggja frammi á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði í Kjós frá og með mánudeginum 26. maí næstkomandi til 7. júlí 2014  en verður jafnframt birt á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.   Athugasemdir eða ábendingar vegna skipulagstillögunnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 7. júlí 2014.  Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is

 

0.3 Skipulagsnefnd leggur til við hreppsnefnd að hafin verði vinna í samráði við skipulagsnefnd um að  liggja skuli fyrir deiliskipulög að öllum byggingarlóðum / svæðum í sveitarfélaginu .

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að þessi vinna sé hafin.

 

b.      Atvinnu- og ferðamálanefnd frá 13. maí

Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram og hreppsnefnd lýst vel á að íbúar geti kynnt sér  upplýsingaskilti sem koma á upp í sveitarfélaginu,  á kjördag

 

2.      Seinni umræða um ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2013

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir ársreikninginn. Hagnaður ársins var kr. 12.573.000.-

 

3.      Seinni umræða um stjórn og fundarsköp fyrir Kjósarhrepp.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir breytingu á 40. gr samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps og verður hún eftirfarandi:

 

Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.

 

Sveitarstjórn kýs fulltrúa í eftirtaldar nefndir, ráð og stjórnir:

A. Fulltrúar í fastanefndir kjörnir út kjörtímabilið á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:

 

Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd: Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara. Nefndin fer með markaðs-, atvinnu-, menningar- og kynningarmál sveitarfélagsins samkvæmt erindisfréfi og jafnframt viðburði s.s. Kátt í Kjós og aðventumarkað.

 

Skipulags- og byggingarnefnd:Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara í skipulags- og bygg¬ingar¬nefnd. Skipulags- og byggingarnefnd fer með skipulags- og byggingarmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og mannvirkjalögum 160/2010. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.

 

Veitunefnd: Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara. Nefndin fer með verkefni á sviði Vegagerðarinnar,raforkudreifingar, fjarskiptamála og hitaveitumála. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.

 

 Kjörstjórn: Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara í kjörstjórn. Kjörstjórn fer með þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt ákvæðum laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna og laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

 

B. Aðrir fulltrúar kjörnir til fjögurra ára á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:

Hér er um að ræða stjórnir stofnana með sjálfstæðan fjárhag og tilnefningar í samstarfsráð sem hafa endanlegt ákvörðunarvald í málefnum sínum, þ.e. þurfa ekki staðfestingu sveitarstjórnar til að koma málum í framkvæmd, innan ákveðins fjárhagslegs ramma. Kjörtímabil þeirra er samkvæmt samþykktum um stjórn viðkomandi stofnunar.

 Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins:Tveir fulltrúar og jafnmargir til vara í almannavarnanefnd. Fulltrúi sveitarfélagsins er kosinn á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og er kjörtímabil hans hið sama og sveitarstjórnar.

Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis: Einn fulltrúi og einn til vara í heilbrigðisnefnd Kjósar¬svæðis.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einn fulltrúi og einn til vara á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samkvæmt lögum sambandsins.

Vöktunarnefnd Grundartanga: Einn fulltrúi og einn til vara í vöktunarnefnd Grundar¬tanga.

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins: Tveir fulltrúar og tveir til vara í svæðis¬skipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Fulltrúaráð SSH: Tveir fulltrúar í fulltrúaráð Sambands sveitarfélaga á höfuð¬borgar¬svæðinu.

Stjórn SSH: Einn fulltrúi, framkvæmdastjóri Kjósarhrepps, situr í stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Þjónustuhópur aldraðra: Einn fulltrúi og einn til vara í þjónustuhóp aldraðra

 

Lagðar voru fram nýjar starfslýsingar fyrir fulltrúa á skrifstofu og sveitarstjóra Kjósarhrepps til staðfestingar.

 

4.      Bréf frá Hestamannafélaginu Adam. Beiðni um að félagið fá land á Möðruvöllum 1 til að girða fyrir ógelta ungfola.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd frestar málinu til næstu hreppsnefndar.

 

5.      Beiðni um styrk vegna “Eyðibýli á Íslandi”

Afgreiðsla: Hreppsnefnd hafnar beiðninni að sinni en býður aðgang að riti sem unnið var um eyðibýli í Kjós

 

6.      Tilboð í ritun sögu UMF Drengs, en félagið verður 100 ára á næsta ári

Afgreiðsla:Hreppsnefnd samþykkir tilboð Jóns M Ívarssonar um ritun sögu UMF Drengs, kr. 1.000.000.-  handrit tilbúið til prentunar.

 

7.      Lýsing breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 á landnotkun og stefnumörkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga.

 

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur verulegar áhyggjur og gerir alvarlegar athugasemdir við áframhaldandi uppbyggingu iðnaðarsvæðis á Grundartanga. Hreppsnefnd telur hana hafa áhrif á byggðaþróun í Kjósarhreppi, landnotkun og á samfélagið þar í heild sinni. Þessi stórfellda iðnaðaruppbygging hefur haft veruleg neikvæð áhrif á þá atvinnustarfsemi í Kjósarhreppi sem byggir á matvælaframleiðslu, ferðamennsku og upplifun ferðamanna á hreinni sveit/náttúru.  

 

Hreppsnefnd  vísar til niðurstaðna í umhverfisrannsóknum Faxaflóahafna sem hafa sýnt fram á að svæðið er nú þegar fulllestað af tilteknum mengunarefnum. Kjósarhreppur lýsir yfir vilja til að vinna með yfirvöldum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að draga þannig úr mengun við Hvalfjörð, að una megi við.

 

Grundartangasvæðið liggur að sveitarfélagsmörkum Kjósarhrepps og Hvalfjarðarsveitar og því harmar hreppsnefnd Kjósarhrepps að ekki skuli hafa verið haft meira samráð og það nánar skoðað hvort skipulagsbreytingin, sem felur í sér áframhaldandi stóriðjuuppbyggingu, hafi áhrif á landnotkun og byggðarþróun í sveitarfélaginu Kjósarhreppi.

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps mótmælir skipulagstillögunum, sem fela það í sér að iðnaðarsvæðið á Grundartanga verði stækkað, en að mati hreppsnefndarinnar mun frekari stóriðjuuppbygging á Grundartangasvæðinu hafa frekari neikvæð áhrif á atvinnustarfsemi og mannlíf í Kjósarhreppi en þegar er orðið.   Verði iðnaðarsvæðið á Grundartanga stækkað mun Kjósarhreppur gera ítarlegri athugasemdir á síðari stigum málsins og áskilur sér allan rétt til skaðabóta vegna þess tjóns sem sveitarfélagið kann að verða fyrir.

 

8.      Bréf frá Hrafnhildi Hafsteinsdóttur um göngustíg meðfram Meðalfellsvegi.

Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum

 

9.      Önnur mál

a.      Lagt fram fjögurra mánaða uppgjör sveitarsjóðs.

b.      Lagður fram lóðarleigusamningur við Ólöfu Þorgeirsdóttur og Sigurð Ásgeirsson Hrosshóli í Kjós en hið leigða er um 25 hektara spilda úr landi Möðruvalla 1

 

Fundi slitið kl  16:00   GGÍ