Fara í efni

Sveitarstjórn

518. fundur 26. maí 2015 kl. 11:44 - 11:44 Eldri-fundur

  

Kjósarhreppur

Árið 2015, 26. maí,  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 20:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Sigríður K Árnadóttir(SKÁ).

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.      Fundargerðir nefnda

a.      Skipulags- og byggingarnefnd frá 13. maí

Byggingarmál:

Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt.

 

 Skipulagsmál:

01.   Tekin var til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 – Skilgreining svæða fyrir frístundabyggð í landi Flekkudals samkv. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að breyta landnotkun þ.e.a.s. landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.

Um er að ræða  tvö aðskilin svæði sunnan Meðalfellsvatns; annarsvegar 2,62 ha. svæði sem fær tilvísunarnúmerið F4b á sveitarfélagsuppdrætti og hinnsvegar 8,52 ha. svæði sem fær tilvísunarnúmerið F4c. Aðalskipulagstillögunni fylgir umhverfisskýrsla 2015- Mat á umhverfisáhrifum áætlunar sem sveitarstjórn lét vinna í samráði við Skipulagsstofnum samkv. lögum um umhverfismat áætlana nr.105/2006.

Guðný G Ívarsdóttir víkur af fundi undir liðum 01, 02 og 03 um skipulagsmál.  

Afgreiðsla: Hreppsnefnd  samþykkir að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar samkv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

02.Lögð er fram deiliskipulagstillaga frístundabyggðar á Nesi í landi Flekkudals:

Skipulagssvæðið tekur til 2,62 ha.lands. Gert er ráð fyrir 5 lóðum fyrir frístundahús og er samanlagt flatarmál þeirra um  1,92 ha. Þéttleiki byggðar innan skipulagssvæðis er 1,9 hús á hvern hektara.Vegstæði og sameiginlegt útivistarsvæði er 0,6 ha. Aðkoma að lóðunum verður um nýjan veg sem tengist Flekkudalsvegi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd  samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða aðalskipulagsbreytingu samkv. 2.mgr.41gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

03.Lögð er fram deiliskipulagstillaga íbúðarlóðar og frístundabyggðar við Meðalfellsvatn í landi Flekkudals.

Deiliskipulagssvæðið tekur til rúmlega 14 ha. svæðis sem liggur að            sunnanverðu við Meðalfellsvatn. Innan svæðisins er skilgreind  ein íbúðarlóð og 15 lóðir fyrir frístundahús.  Heildar flatarmál lóðanna 16 er 9,74 hektarar, vegstæði er 0,76 hektarar og annað land innan skipulagssvæðisins, alls 3,6 hektarar er sameiginlegt útivistarsvæði. Aðkoma að frístundabyggðinni og að íbúðarlóð er um nýjan veg sem tengist Flekkudalsvegi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa  deiliskipulagstillöguna samhliða aðalskipulagsbreytingunni  samkv. 2.mgr.41gr. skipulagslaga nr. 123/201

 

04.Tekið  var fyrir  Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun og umhverfisskýrsla.

Afgreiðsla: Sjá afgreiðslu hreppsnefndar á lið 2 og 3.

 

      2. Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018, afgreiðsla fyrri hluta.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018

 

      3. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 ásamt umhverfisskýrslu.

Lögð fram til afgreiðslu tillaga svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins um nýtt svæðisskipulag.                                                                                                                      Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir tillögu svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins að nýju svæðisskipulagi  ásamt umhverfisskýrslu. Afgreiðsla hreppsnefndar á samþykkt tillögunar er gerð á grundvelli 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Hreppsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum gegn einu.

 

Þórarinn Jónsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og leggur fram eftirfarandi bókun til stuðnings atkvæðagreiðslu sinni:                                                                                                       Nú liggur fyrir til samþykktar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040.

Kjósarhreppur hefur tekið þátt í vinnunni við mótun þess og vonar að íbúar hreppsins séu jafnréttháir og aðrir íbúar skipulagssvæðisins. Markmiðin eru háleit og augljóst að stefnt skal að vistvænu umhverfi ekki síst með verndun ósnortinnar náttúru og nýtingu hennar með lýðheilsu íbúanna í huga.

 

Í  skipulaginu er fjallað um  lýðheilsu, áhrif umhverfissins á sálfræðilegar eða andlegar hliðar heilsu, og hvað máli það skiptir s.s hreint vatn og loft og aðgang að friðsælu umhverfi og verndun og viðhald landbúnaðarlands.

 

Ekki er gerð grein fyrir uppbyggingu mengandi stóriðju á skipulagssvæðinu sem ógnar þessum markmiðum.

Hins vegar stendur stærsta sveitarfélagið, Reykjavíkurborg, fyrir umfangsmikilli uppbyggingu mengandi starfsemi rétt utan við skipulagssvæðið, á Grundartanga, í gegnum Faxaflóahafnir. Kjósarhreppur er þolandi þeirrar starfsemi og verður ekki séð að hin háleitu markmið svæðisskipulagsins geti átt við í Kjósarhreppi þar sem efna, sjón og hávaðamengum er viðvarandi og fer vaxandi, auk verðrýrnunar fasteigna og skertra lífsgæða.

 

Verður því að álykta að skipulagið gefi ekki rétta mynd af raunverulegri og fyrirsjáanlegri stöðu í Kjósarhreppi og að skipulagið uppfylli ekki þær kröfum sem gera verður til skipulagsins og geti að takmörkuðu leiti átt við um Kjósarhrepp og því verði að synja þvi að óbreyttum áherslum Reykjavíkurborgar á Grundartanga.

 

Guðmundur Davíðsson oddviti, Sigurður Ásgeirsson og Sigríður K Árnadóttir leggja fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti hreppsnefndar  Kjósarhrepps samþykkir svæðisskipulag höfuðborgar-svæðisins til 2040 þar sem fram koma markmið um mikilvægi hreinleika svæðisins til  m.a. útivistar.

Hreppsnefnd minnir kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur á skyldu sína að fylgja eftir stefnumörkun í nýju svæðisskipulagi um hreint loft og hrein útivistarsvæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, með því að hafna áframhaldandi uppbyggingu mengandi stóriðju í næsta nágrenni svæðissins á Grundartanga.

Reykjavíkurborg á meirihluta í Faxaflóahöfnum sem stýra uppbyggingu á Grundartangasvæðinu og getur því haft umhverfisvæn áhrif á framhaldið.

 

Guðný G Ívarsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti hreppsnefndar Kjósarhrepps samþykkir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040, þar sem fram koma háleit markmið um mikilvægi hreinleika svæðisins svo sem til útivistar, ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og fl .

 

Mikilvægt er að Kjósarhreppur leggji áherslu á að gæta hreinleika landsvæðis við Hvalfjörð og mótmæli frekari uppbyggingu mengandi atvinnustarfsemi á Grundar-tanga, sem er aðeins í fárra kílómetra fjarlægð frá Kjósinni.  Rétt er að höfða til samvisku kjörinna  fulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur,  til að þeir fylgi eftir stefnu hins nýja svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til 2040 í mengunar- og umhverfismálum.

 

Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar eru hvattir til að endurskoða þau áform sín fyrir hönd Reykjavíkurborgar, sem er meirihluta eigandi í Faxaflóahöfnum, að stuðla að frekari mengandi atvinnustarfsemi á Grundartanga í Hvalfirði.  Náttúran á ætíð að njóta alls vafa þegar hugað er að uppbyggingu á atvinnustarfsemi sem kann að hafa í för með sér mengandi áhrif.

 

4.      Önnur mál

5.       Mál til kynningar

 

Fundi slitið kl  21:30    GGÍ