Fara í efni

Sveitarstjórn

592. fundur 06. júlí 2017 kl. 12:40 - 12:40 Eldri-fundur

            

Kjósarhreppur

Árið 2017, 06. Júlí  kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ), Þórarinn Jónsson(ÞJ) og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.

Mál sem tekin voru fyrir:   

 

1.      Fundargerðir nefnda

a.      Markaðsnefndin frá 4. júlí

Afgreiðsla: Staðfest.

 

b.      Skipulags- og byggingarnefnd frá 5. júlí.

 

Byggingarmál

Afgreiðsla: Staðfest.

 

Skipulagsmál

01. Tekin var fyrir tillaga að deiliskipulagi, dagsett 5. júlí 2017 á landi Eilífsdals lnr. 126024.  Engar athugasemndir bárust við áður auglýsta lýsingu.                                                                                                   Í tillögunni er  gert ráð fyrir breyttri landnotkun á  1,2ha landspildu í kringum alifuglahús fyrir ferðaþjónustu og að auki fylgir 5,1ha spilda, 3 ha spilda undir íbúðahús og bílskúr.                                                                                                                 Fyrri áfangi gerir ráð fyrir gistirýmum í alifuglahúsi fyrir allt að 10 manns  og síðari allt að 20 manns. Aðkoma að deiliskipulagssvæðinu er um Eyrarfjallsveg (460) og að alifuglahúsi verður um afleggjara að frístundasvæði við Valshamar og verður aðskilin aðkomu að íbúðarhúsi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna samkv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til auglýsingar.

 

02. Tekið var fyrir erindi frá Pétri Friðrikssyni kt. 110260-4749 Æsufelli 4. 111 Reykjavík vegna Meðalfellsvegar 13a. Óskað er eftir því að lóðin sem er á skilgreindu frístundasvæði í aðalskipulagi Kjósarhrepps verði breytt í íbúðarhúsalóð.

Afgreiðsla:  Hreppsnefnd tekur undir bókun skipulags- og byggingarnefndar.

 

03. Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram þá tillögu til hreppsnefndar í tengslum við yfirstandandi endurskoðun á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005 – 2017, að 10,9 ha. landsspilda í landi Möðruvalla 1, lnr. 126379, sem er í eigu Kjósarhrepps verði skilgreint sem íbúðarsvæði fyrir 6 – 8 lóðir. 

Afgreiðsla:  Jákvætt, skoða málið frekar.

 

2.      Kjósarveitur ehf  kt: 590115-1340, óska eftir því að Kjósarhreppur ábyrgist lán allt að kr. 200 milljóna frá Lánasjóði sveitarfélaga til allt að 15 ára.  Fyrirhuguð lántaka Kjósarveitna ehf. er nauðsynleg til að standa megi við skulbindingar vegna hitaveituframkvæmda en fjárhagsáætlanir veitunnar hafa raskast þar sem ríkissjóður telur sig ekki geta staðið við lögboðnar skuldbindingar sínar á styrkjum samkvæmt lögum nr. 78/2002 á árinu 2017.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að veita Kjósarveitum ehf ábyrgð vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga með tryggingu í tekjum sveitarfélagsins.

Jafnframt sé það tryggt að þegar hinir lögboðnu styrkir berast frá ríkinu fari þeir í að greiða niður lán sem Kjósarhreppur hefur veitt ábyrgð fyrir.“

Ákvörðun sveitarstjórnar Kjósarhrepps um að veita Kjósarveitum ehf, sem er að öllu leyti í eigu sveitarfélagsins, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórnin samþykkir hér með að veita  einfalda ábyrgð vegna lántöku Kjósarveitna ehf hjá Lánasjóði sveitarfélaga allt að fjárhæð 200.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk  hvers kyns innheimtukostnaðar.  Lánið er tekið til lagningar hitaveitu um sveitarfélagið sem fellur undir lánshæf verkefni,  sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með Kjósarhrepp sem eiganda Kjósarveitna ehf til að selja ekki eignarhlut sinn í Kjósarveitum ehf til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að Kjósarhreppur selji eignarhlut í Kjósarveitum ehf til annarra opinberra aðila, skuldbindur Kjósarhreppur sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Guðnýju G. Ívarsdóttur, kt. 300156-0029, framkvæmdastjóra Kjósarhrepps, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Kjósarhrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

 

3.      Beiðni frá sumarhúsafélaginu í Norðurnesi um að fá að setja rafmagnshlið inn að frístunda byggðinni í Norðurnesi. Hreppsnefnd samþykkti með fyrirvara um samþykki ráðuneytisins á fundi sínum þann 6.apríl sl. Svar hefur borist frá ráðuneytinu um að valdið sé alfarið í höndum sveitarfélagsins                                                                      Afgreiðsla: Samþykkt með fjórum atkvæðum en hafa verður samráð við hreppsnefnd um nákvæma staðsetningu.

 

Sigurður Ásgeirsson hafnar beiðninni og leggur fram  eftirfarandi bókun:

"Minjastofnun Íslands fer með stjórnsýslu  fornleifa, menningarlandslags, þjóðleiða og varða, auk fleiri minja 100 ára og eldri. Ákvarðanir varðandi þetta eru á hendi stofnunarinnar og mennta-og menningarráðuneytis lög nr. 80/2012 3.gr., 11.gr. 10.-20gr. Allar framkvæmdir á fornum leiðum verður að bera undir Minjastofnun Íslands.

Samkvæmt ofantöldu leitaði Guðrún María ekki til réttra aðila."

 

4.      Reglur um fjárhagsaðstoð í Kjósarhreppi                                                                           Afgreiðsla: Frestað

 

5.      Tillaga að nýju aðalskipulagi Bláskógabyggðar.                                                               Afgreiðsla: Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd.

 

6.      Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Kópavogsgöng.

Afgreiðsla: Hreppsnenefnd gerir ekki athugasemd.

 

7.      Tekið var fyrir að nýju útgáfa á framkvæmdaleyfi um efnistöku í landi Hækingsdals en áður var málið tekið fyrir á fundi hreppsnefndar þann 1. júní 2017. Skipulagsstofnun gerði athugasemd, dagsetta 29. Júní 2017 vegna beiðni hreppsins um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps. Í athugasemd bendir á að fyrirhuguð efnistaka sé meiri en að getið er um í gildandi Aðalskipulagi.

Lagður er nú fram nýr uppdráttur að aðalskipulagsbreytingunni þar sem komið er til móts við ábendingar stofnunarinnar dagsettur 2. júlí 2017 ásamt yfirlitsmynd frá Vegagerðinni.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir breytinguna á Aðalskipulagi Kjósarhrepps sem óverulega og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Hækingsdals á grundvelli hennar.

 

8.      Önnur mál

a.      Fulltrúar frá Challenge komu á fundinn og fóru yfir stöðuna en Challenge keppnin fer  fram í Kjósinni 23. júlí  kl 10:00. Leitað var eftir styrk til Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: Kjósarhreppur hefur ekki svigrúm til fjárhagslegsstuðnings en mun aðstoða við verkefnið eins og kostur er.

 

 

9.      Mál til kynningar

a.         Heilbrigðiseftirlitsgjöld í Kjósarhreppi árið 2017

b.         Tillögur að nýjum samningstexta SSH og Fluglestarinnar.

c.         Áætlun um refaveiðar 2014-2016 og til næstu 3ja ára

 

 

Fundi slitið kl  16:15   GGÍ