Fara í efni

Sveitarstjórn

638. fundur 02. október 2018 kl. 15:23 - 15:23 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2018, 02. október kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 186 í Ásgarði kl. 20:00.

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK),  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Guðný G Ívarsdóttur (GGÍ), Sigríður K Árnadóttir (SKÁ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) sem ritaði fundargerð.

 

Mál sem tekin voru fyrir:

1.      Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029.

 

Lögð var fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1.10.2018.

Þar segir í 1. lið: Nýtt aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029 var auglýst frá 1. júní til 14. júlí 2018. Skipulags- og byggingarnefnd hefur yfirfarið efnislegar athugasemdir sem bárust við auglýsta aðalskipulagstillögu. Skipulags- og byggingarnefnd hefur yfirfarið þær athugasemdir og brugðist við þeim sbr. minnisblað nefndarinnar frá 1. október 2018. Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps leggur til við Hreppsnefnd Kjósarhrepps að aðalskipulagstillagan 2017 til 2029 verði samþykkt með áorðnum breytingum, samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bókun hreppsnefndar:

Vinnuhópur hreppsins við tillögugerð og úrvinnsla aðalskipulagsins var unnin af Guðnýju G. Ívarsdóttur, sveitarstjóra, Þórarni Jónssyni, Jóni Eiríkssyni, Gunnari L. Helgasyni, Oddi Víðissyni og Maríönnu H. Helgadóttur. Úrvinnsla og framsetning aðalskipulagsins var unnin af starfsfólki Steinsholts ehf., þeim Gísla Gíslasyni, Ásgeiri Jónssyni og Guðrúnu Láru Sveinsdóttur. Einnig komu aðrir starfsmenn að vinnunni eftir þörfum. Í tengslum við skipulagsgerðina landbúnaðarland flokkað undir stjórn Ásgeirs Jónssonar og Guðrúnar Láru Sveinsdóttur. Á vinnslustiginu voru íbúar boðaðir á þrjá samráðsfundi. Hreppsnefnd þakkar vinnuhóp sínum og öllum sem komið hafa að vinnunni fyrir störf sín.

Afgreiðsla:Hreppsnefnd samþykkir aðalskipulagstillögu fyrir Kjósarhrepp 2017 til 2029, samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

2.      Fundargerðir nefnda.

a.       Skipulags og byggingarnefnd 8. september.

Afgreiðsla:Fundargerð samþykkt en hreppsnefnd gerir athugsemd við orðalag við afgreiðslu á liðum 1,3,5 og 6.

 

Afgreiðsla:Hreppsnefnd samþykkir tillögu skipulagsnefndar, undir liðnum skipulagsmál, að skilmálum deiluskipulags fyrir Raðahverfi í landi Háls verði breytt á þann veg að í stað skráningu stærðar mannvirkja í rúmmetrum verði framvegis miðað við fermetra:

Heildarbyggingarmagn á lóð er 160 m2 að meðtöldu fylgihúsi. Hámarksstærð fylgihúsa er 30 m2. Að öðru leyti gilda núverandi skilmálar.

 

b.      Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd 10. september.

Afgreiðsla:Lögð fram og kynnt.

c.       Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd 25. september.

Afgreiðsla:Lög fram og kynnt. Hreppsnefnd samþykkir liði nr. 3 og 5.

d.      Viðburða- og menningarmálanefnd 20. september.

Afgreiðsla: Lögð fram og kynnt. Hreppsnefnd samþykkir að kaupa hlut í Landskerfi bókasafna. Samþykkt að nefndin leiti tilboða í ný borð í Félagsgarð.

3.      Tillaga frá VSÓ ráðgjöf að verkefnistökum, tíma og kostnaðaráætlun varðandi umferðaröryggisáætlun.

Afgreiðsla:Samþykkt að gera samning við VSÓ ráðgjöf vegna umferðaöryggisáætlunar fyrir Kjósarhrepp.

4.      Tillaga að breytingu á 1. lið 40. greinar samþykktar um stjórn Kjósarhrepps.

Afgreiðsla:Lokasetning í liðnum mun hljóða þannig:

 Félagsmálanefnd hefur umsjón með framkvæmd laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, og málefnum aldraðra samkvæmt lögum nr. 125/1999. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.

 

5.      Erindi frá RK í Mosfellsbæ.

Afgreiðsla:Hreppsnefnd samþykkir að Ásgarður verði hópslysastöð.

 

6.      Önnur mál.

a.       Regína Hansen Guðbjörnsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun.

„Á hreppsnefndarfundi nr. 182 sem haldin var fimmtudaginn 28.06.2018 var samþykkt samhljóða af hreppsnefnd að tveir fulltrúar myndu sækja Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga á Akureyri daganna 26 – 29 september 2018.

En í fundargerð nr. 182 segir: „Guðný Ívarsdóttir og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir verða fulltrúar Kjósarhrepps“. Í ljósi þessa vil ég láta bóka það að þessari ákvörðun hreppsnefndar var breytt af oddvita Kjósarhrepps mánudaginn 10. sept. 2018 og að sú breyting verði bókuð á næsta hreppsnefndarfundi 2. okt. 2018 að aðeins einn fulltrúi færi á Landsþing fyrir hönd Kjósarhrepps, Guðný G Ívarsdóttir.“

Oddviti upplýsti að fulltrúi Sambands sveitarfélaga hafi bent honum á að einungis einn fulltrúi hefði heimild til að mæta á landsþingið fyrir hönd fámennustu hreppanna auk sveitarstjóra. Fráfarandi sveitarstjóri hafði lagt fram kjörbréf til undirritunar hjá oddvita þar sem Guðný var tilnefnd aðalmaður á landsfundinn en Regína varamaður.

 

7.      Mál til kynningar

 

a.       6 mánaðar uppgjör Kjósarveitna ehf.

Sigríður Klara og Karl Magnús gerðu grein fyrir 6 mánaða uppgjöri.

 

b.      Yfirlit um sölu lóða í Norðurnesi frá 1. mars 2018.

Frestað.

c.       Lagning ljósleiðara frá Fólkvangi að Kiðafelli.

Karl Magnús greindi frá stöðunni, stjórn Leiðarljóss ehf. fer yfir málið 3.10.

 

d.      Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri 25-28. september. Fulltrúi hreppsins Guðný G. Ívarsdóttir gerði grein fyrir landsfundinum. Þá spannst nokkur umræða um ýmis mál sem voru til umræðu svo sem kjaramál sveitarstjórnarmanna og hugmynd sveitarstjórnarráðherra um lágmarka íbúafjölda í sveitarfélögum almennt.

 

e.       Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 862.

Fundargerðin lögð fram.

 

f.        Fundargerð Sorpu, 13. Eigendafundur.

Karl Magnús gerði grein fyrir fundinum sem fjallaði um losunarstaði fyrir sorp.

 

g.      Fundargerð stjórnar SSH nr. 460.

Fundargerðin lögð fram.

 

Fundi slitið kl: 22:51 RHG