Fara í efni

Sveitarstjórn

648. fundur 06. nóvember 2018 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur

Árið 2018, 06. nóvember kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 188 í Ásgarði kl. 16:00.

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK),  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Guðmundur Davíðsson fyrsti varamaður í forföllum Guðnýjar G Ívarsdóttur (GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) sem ritaði fundargerð.

 

Karl Magnús Kristjánsson lagði fram eftir farandi bókun og las við uppaf fundar:

 

Hreppsnefnd minnist Guðbrandar Hannessonar, sem lést 25. október síðastliðinn. Guðbrandur var kosinn í hreppsnefnd 1986 og starfaði sem oddviti árin 1990 til 1998. Hann var framsýnn leiðtogi í störfum sínum. Hreppsnefnd þakkar honum vel unnin störf fyrir hreppinn.

 

Samþykkt var við upphaf fundar að leggja fram tvö mál sem ekki voru auglýst í fundarboðum Persónuverndarlöggjöfin og erindi frá Guðnýju G Ívarsdóttur.

 

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.      Fundargerðir nefnda.

 

a.      Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd  4. október og 30. október.

Afgreiðsla: Fundargerð fundar nr.7 frá 4. október lögð fram til kynningar.

Afgreiðsla: Fundargerð fundar nr. 8 frá 30. október lögð fram og kynnt. RHG gerði grein fyrir fundargerðinni.

Samþykkt var að auglýsa eftir félagsráðgjafa til að sinna félagsmálum fyrir Kjósarhrepp.

Samþykkt að stofna ungmennaráð í Kjósarhreppi og felur félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd að koma því á fót. Einnig er nefndinni falið að auglýsa eftir áhugasömum að sitja í öldungaráði og notendaráði. Liðum 3 og 5 frestað til næsta fundar.

Samþykkt tillaga nefndarinnar að halda Starfslokanámskeið og nefndinni falið að undirbúa það.

Hreppsnefnd sammæltist um nauðsyn þess að útbúa trúnaðar- og þagnarskyldubréf sem allir nefndarmenn undirriti.

 

b.      Samgöngu- og fjarskiptanefnd 29. október.

Afgreiðsla: RHG gerði grein fyrir fundargerð sem lögð er fram til kynningar.

 

c.       Skipulags- og byggingarnefnd 8. október.

Afgreiðsla: Fundargerð fundar nr. 117 lögð fram, byggingarmál staðfest.

Skipulagsmál

1.      Eigendur Þúfu, Yue Li Melissa Pang, kt. 290985-4129 og Birch Capital, kt. 580316-0850 lögðu fram landskiptagerð á landi Þúfu og óskuðu eftir formlegri afgreiðslu á erindinu.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar.

 

2.      G.Oddur Víðisson, kt. 220564-4359, Litlu-Tungu, óskar eftir minniháttar breytingu á deiliskipulagi fyrir Litlu Tungu. Óskað er eftir að byggingareitir á gildandi deiliskipulagi sem er í tveimur hlutum verði að einum, ásamt því að hann er stækkaður, sbr. uppdrátt.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar.

 

d.      Skipulags- og byggingarnefnd 3. nóvember.

Afgreiðsla: Fundargerð fundar nr. 118 lögð fram, byggingarmál staðfest.

 

Skipulagsmál

1.      Tekin var til  formlegrar afgreiðslu að ósk Hafsteins Már Einarssonar umboðsmanns Birch Capital ehf. Landskiptagerð á  landi Þúfu. Lögð er fram ný gögn sem er viðauki við landskiptagerð og tölvupóstur þar sem vísað er til álits Sigurðar Guðmundssonar lögmanns.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir umbeðna landskiptagerð Þúfu 1 og Þúfu 2.

 

2.      Tekin var til afgreiðslu breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í Nesi í landi Flekkudals  Kjósarhreppi. Breytingin tekur til hliðrunar og stækkunar byggingareita á Nesvegi 8 og 10.

Afgreiðsla: Frestað. Hreppsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum frá byggingarfulltrúa.

 

3.      Við lokaafgreiðslu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 láðist að bregðast formlega við umsögn  Umhverfisstofnunar. Umsögn og viðbrögð sveitarstjórnar sem send var Skipulagsstofnun þ. 15 október hefur nú verið uppfærð og umsögn Umhverfisstofnunar bætt þar við.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir umrædda uppfærslu.

 

e.       Umhverfisnefnd 17. október.

Afgreiðsla: Fundargerð fundar nr. 3 lögð fram til kynningar.

 

f.        Viðburða- og menningarmálanefnd 1. október og 31. október.

Afgreiðsla: Fundargerð fundar nr. 6 lögð fram.

Afgreiðsla: Fundargerð fundar nr. 7 lögð fram

1.      Liður, hreppsnefnd óskar eftir að sjá tilboð Pennans til að geta fjallað um málið.

 

 

 2.      Fjárhagsáætlanir.

a.      Forsendur fjárhagsáætlunar 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt að fresta til næsta fundar

 

b.      Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt að fresta til næsta fundar

 

c.       Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir 2020, 2021 og 2022.

Afgreiðsla: Samþykkt að fresta til næsta fundar

 

 

3.      Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga (EFS).

a.       Bréf dags. 10. október.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

 

b.      Svar til EFS

Afgreiðsla: KMK gerði grein fyrir svari Kjósarhrepps við til EFS.

 

 

4.      Vík lögmannsstofa vegna Búðarsands.

Lagt fram bréf dagsett 2. október.

Afgreiðsla: Eftir farandi bókun er lögð fram:

Málefni Búðarsands hafa verið tekin fyrir í aðalskipulagi Kjósarhrepps. Í aðalskipulagi er Búðarsandur settur í hverfisvernd og efnistaka er takmörkuð að magni í sjávarmáli utanvert við sandinn undir skráningarumsjón byggingarfulltrúa.

 

Bókun frá Þórarni Jónssyni:

Vil að það komi fram að í þessu og fyrra bréfi er fullyrt að ég sé meðal eigenda Háls og Hálstaks ehf. Það lýsir óvandaðri vinnu lögmannstofunnar að ég er hvorki eigandi jarðarinnar Háls né fyrirtækisins Háls-taks ehf. Ég er einungis umráðamaður  búfjár á jörðinni. Ég hef ekki kannað hvort fleiri villur sé að finna í bréfunum.“

 

 

5.      Önnur mál.

a.      Umsóknir um starf byggingarfulltrúa.

Afgreiðsla: KMK   upplýsti að komnar eru 8 umsóknir um starfið.

 

b.      Lóðir í Norðurnesi.

Afgreiðsla: Kynning á stöðu mála. Búið er að stofna og þinglýsa öllum  lóðum  í Norðurnesi. Óseldar eru um 10 lóðir.

 

 

c.       Persónuverndarmál tilboð frá Dattaca Labs

Afgreiðsla: KMK kynnti tilboðið og gerði grein fyrir því. Hreppsnefnd veitir KMK heimild til að ganga frá samningi við Dattaca Labs.

 

d.      Svör við spurningum frá Guðnýju G. Ívarsdóttur sem barst í tölvupósti þann 5.11.2018 til hreppsnefndar.

 

a.   Spurst er fyrir um ráðningarsamninga við oddvita/sveitarstjóra og skrifstofustjóra Kjósarhrepps.

Svör oddvita: Þeir liggja frammi á fundinum á sama hátt og á síðasta fundi þar sem hreppsnefnd staðfesti þá.  

b.   Spurst er fyrir um ráðningarsamning við Svanborgu Magnúsdóttur vegna bókasafnskvölds.

Svör oddvita: Í fundargerð Viðburða – og menningarmálanefndar 20.9. var bókað: Bókasafnið í Ásgarði opnar fyrst þann 3. október 2018 og verður opið frá kl 17-21 á miðvikudögum á tveggja vikna fresti. Svanborg Magnúsdóttir tekur að sér umsjón með því í vetur.

Í fram lagðri fundargerð viðburða og menningarmálanefndar þann 2.11. 2018, sem haldinn var 31.október var bókað:  Svanborg Magnúsdóttir hefur umsjón með bókasafninu í Ásgarði og mun taka að sér rafræna skráningu bókakosts safnsins. Nefndin leggur til að hreppsnefnd gangi frá samningi við Svanborgu.
Því miður barst fundargerðin svo seint sem nefnt er. Að sjálfsögðu verður gengið frá samningi við Svanborgu varðandi umsjón með bókasafnskvöldum í vetur. Gott er að fá hana til starfa við safnið á ný.

c.   Spurst er fyrir um samninga við skólabílstjóra.

Svör oddvita: Samningur við Hermann Ingólfsson gildir til 30. júlí 2020. Ekki hefur verið endurnýjaðir samningar vegna aksturs annarra barna.

d.   Spurst er fyrir um kaup á hlut í landskerfi bókasafna.

Svör oddvita: Lagt verður til við hreppsnefnd að fresta verkefninu meðan endurmat á rekstri og verkefnum hreppsins fer fram. 

e.   Óskað er eftir skipuriti fyrir starfsemi Kjósarhrepps.

Svör oddvita. Ekki hefur verið teiknað upp nýtt skipurit og eldra skipurit hefur ekki fundist. Bent skal á að framlagðir samningar skv. a) lið leggja meginlínurnar í skipulaginu.

f.   Spurst er fyrir um nýja heimasíðu.

Svör oddvita. Skrifstofustjóri hefur tekið við umsjón með verkefninu og ýtt því af stað á ný. Drög að nýrri síðu verða kynnt hreppsnefnd og öðrum nefndum áður en að hún verður tekin í notkun.

g.   Farið er fram á að hreyfingarlistar, launalistar og önnur gögn úr bókhaldi verði lögð fram á hverjum hreppsnefndarfundi.

Svör oddvita: Í undirbúningi er stórbætt upplýsingagjöf úr rekstrinum sem lengi hefur skort á. Þessi óvænta krafa verður skoðuð samhliða öðrum hugmyndum. 

 

 

 

6.      Mál til kynningar

a.      Stjórn SSH 461. fundur.

Afgreiðsla: Samþykkt að fresta til næsta fundar

 

b.      Stjórn SSH 462. Fundur.

Afgreiðsla: Samþykkt að fresta til næsta fundar

 

c.       Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 863. fundur.

Afgreiðsla: Samþykkt að fresta til næsta fundar

 

d.      Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 864. fundur.

Afgreiðsla: Samþykkt að fresta til næsta fundar

 

e.       Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis 40. fundur ásamt fjárhagsáætlun 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt að fresta til næsta fundar

 

 

Fundi slitið kl: 18:55 RHG