Fara í efni

Sveitarstjórn

653. fundur 04. desember 2018 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2018, 04. desember kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 190 í Ásgarði kl. 16:00.

 

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK),  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Guðný G Ívarsdóttir (GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) ritaði fundargerð.

 

KMK óskar eftir því við upphaf fundar að gerð verði breyting á áður auglýstri dagskrá.

Að undir 1. lið fundargerðir nefnda,  komi í b lið: Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 3.12. 2018.

Undir lið 5. önnur mál,  komi a. liður:  Erindi sent inn þann 3. desember 2018 af Sigurbirni Hjaltasyni

og  b. Liður: Fundur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar þann 28. nóvember 2018.

 

RHG óskar eftir því að áður kynnt dagskrá í lið 2 verði breytt á þá leið að það sé Rekstraráætlun Kjósarveitna í stað Fjárhagsáætlunar Kjósarveitna.

Afgreiðsla: Breytingartillögur samþykktar samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.      Fundargerðir nefnda.

a.       Viðburða- og menningarmálanefnd 14. nóvember 2018.

Afgreiðsla:

01.  Samþykkt að greiða rithöfundum fyrir upplestur á bókasafns kvöldum í nóvember og desember.

02.  Samþykkt að greiða kostnað vegna auglýsinga fyrir  aðventumarkað í Mosfellingi og útvarpi.

03.  Samþykkt tilboð Pennans í ný borð í Félagsgarð. Nefndinni faliðað ganga frá kaupunum í samráði við  oddvita.

04.  Fyrirkomulag skötuveislu, þrettándabrennu og jólaskemmtunar. Ákvörðun frestað til næsta fundar.

 

b.      Skipulags- og byggingarnefnd 03. desember 2018.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 119 lög fram, byggingarmál staðfest.

 

Skipulagsmál

01    Lagður var fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 21. nóvember 2018, þar sem lögð var fram ósk Skipulagsstofnunar um lagfærð gögn vegna staðfestingar Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029. Einnig var lögð  fram tillaga að viðbrögðum sveitarstjórnar unnum af skipulagsráðgjöfum Eflu (áður Steinsholt) sem kynnt hefur verið Skipulagsstofnun. Að lokinni þeirri kynningu sem fór fram á fundi skipulagsfulltrúa og fulltrúum Skipulagsstofnunar, 3. desember 2018, sendi stofnunin sveitarstjórn í tölvupósti, dags. 3. desember 2018, ábendingar um smávægilegar lagfæringar.

 

Lagt er til við sveitarstjórn að farið verði að tilmælum Skipulagsstofnunar og að hún óski eftir að stofnunin staðfesti Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029 sbr.3. mgr.32. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og auglýsi hana í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Afgreiðsla: Hreppsnefnd gerir svohljóðandi bókun: Hreppsnefnd óskar eftir við Skipulagsstofnun að hún staðfesti aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029 sbr.3. mgr.32. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og auglýsi hana í B-deild Stjórnartíðinda.

 

02    Tekin var til afgreiðslu óveruleg breyting á áður samþykktu deiliskipulagi frístundabyggðar í Nesi í landi Flekkudals  Kjósarhreppi. Breytingin tekur til hliðrunar og stækkunar byggingareita á Nesvegi 8 og 10. Að öðru leyti haldast núgildandi skilmálar óbreyttir.

 

Lagt er til að sveitarstjórn samþykki breytinguna.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir breytinguna.

 

03    Tekin var til afgreiðslu ósk lóðarhafa að Miðbúð 5 um að auka byggingarmagn á núgildandi lóð í allt að 240 m2.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að breyta almennum skilmálum fyrir íbúðahúsalóðir við Miðbúð þannig að nýtingarhlutfall geti orðið að hámarki 0,05. Byggingareitir óbreyttir. Að öðru leyti haldast núgildandi skilmálar óbreyttir. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki breytinguna.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir breytingatillöguna.

 

2.      Rekstraráætlun Kjósarveitna 2018 til 2022.

Afgreiðsla: Rekstraráætlun lög fram, GGÍ gerir athugasemd við vexti og verðbætur í áætluninni.

 

3.      Ljósleiðari. Staða á framkvæmdum.

Afgreiðsla: KMK kynnir stöðu mála. Búið er að semja við alla landeigendur á væntanlegri lagnaleið á Kjalarnesi. Búið er að opna tilboðin í jarðvinnu. Þrjú tilboð bárust sem verið er að fara yfir og unnið er að útboði í blástur og tengivinnu. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næstu daga.

 

4.      Sala lóða í Norðurnesi.

Afgreiðsla: KMK upplýsti að sala lóða hefur gengið vel á þessu ári og bókaðar sölutölur nú 17 milljónir króna.

 

5.      Önnur mál.

 

a.       Erindi frá Sigurbirni Hjaltasyni (SH), sjá bréfið í heild: HÉR 

Bréfið tekið til efnislegrar umræðu. KMK átti fund með SH og gerði KMK grein fyrir honum.

Hreppsnefnd ásamt  Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd hafa verið að skoða útfærslu á gjaldfrjálsum máltíðum fyrir börn á grunnskólaaldri og stendur sú vinna enn yfir.

Ekki hefur verið rætt um að lækka kostnað vegna leikskólagjalda.

Kjósarhreppur hefur ár hvert lagt fé til félagasamtaka en telur fulla ástæðu til að skoða breytingar á fyrirkomulaginu.

Ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til niðurgreiðslu sveitarfélagsins á heilbrigðiseftirlitsgjöldum en það hefur verið í skoðun.

Umhverfisnefnd hefur verið að skoða útfærslur á gjaldtöku og endurskipulagningu á sorpmálum sveitarfélagsins.

Meirihluti hreppsnefndar telur að stjórn Kjósarveitna hafi góð tök á rekstrinum og hafi gert margvíslegar ráðstafanir til að styrkja hann, auka tekjur og draga úr rekstrarkostnaði. ÞJ telur þó að hægt væri að gera betur í hagræðingu td í starfsmannahaldi, rekstri bifreiða  og rafmagnskostnaði.

 

b.      Fundur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar þann 28. nóvember.

KMK og RHG gerðu grein fyrir fundinum. Rætt var á fundinum að Mosfellsbær sjái um félagsmál og barnaverndarmál fyrir Kjósarhrepp. Ekki hefur verið gengið frá samningi. Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar gerir tillögur að nýjum samningi fyrir þá málsliði sem þau koma til með að sinna. Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd verður í samskiptum við Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar varðandi samningsdrögin.

 

6.      Mál til kynningar

a.      Stjórn SSH 461. fundur.

b.      Stjórn SSH 462. Fundur.

c.      Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 863. fundur.

d.      Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 864. fundur.

e.      Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis 40. fundur ásamt fjárhagsáætlun 2019.

f.       Fundargerð Kjósarveitna 24. nóvember 2018. Lögð  fram til kynningar, SKÁ fór yfir efnisatriðin.

g.      Aðalfundur SSH 16. nóvember 2018.

h.      Ársskýrsla SSH á aðalfundi 16. nóvember 2018.

i.        Fundargerð heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis 22. nóvember 2018.

j.        Stjórn SSH 463. fundur.

k.      Þrettándabrenna, umsóknareyðublað um tímabundið leyfi.

 

 

Fundi slitið kl: 18:02 RHG