Fara í efni

Sveitarstjórn

662. fundur 05. febrúar 2019 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2019, 5. febrúar kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 193 í Ásgarði kl. 16:00.

 

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK),  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Guðmundur Davíðsson (GD) fyrsti varamaður í forföllum Guðnýjar G Ívarsdóttur (GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) ritaði fundargerð.

 

KMK óskar eftir því við upphaf fundar að gerð verði breyting á áður auglýstri dagskrá.

 

Að undir lið 1. Fundargerðir nefnda komi í e lið: Fundargerð Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefndar 15.01.2019.

Undir lið 8. Samningar Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps.

Undir lið 9. Grenjasamningur.

Undir lið 10. Önnur mál lið a) Barnaþing í nóvember 21.-22. nóvember 2019 og lið b) Tetratalstöðvar og viðbúnaðaráætlun.

 

Dagskrá:

 

1.      Fundargerðir nefnda.

a.      Viðburða- og menningarnefnd 9. janúar.

         Afgreiðsla: Lagt fram, ákvörðun frestað og óskað eftir nánari skýringum á tillögum í fundargerð.

b.      Umhverfisnefnd 15. janúar.

         Afgreiðsla: Lögð fram og kynnt af KMK.

c.       Umhverfisnefnd 25. janúar

         Afgreiðsla: Lögð fram og kynnt af KMK.

d.      Skipulags- og byggingarnefnd 29. janúar.

          Afgreiðsla: Lögð fram og kynnt af KMK. Hreppsnefnd samþykkir liði 1,2 og 3.

e.       Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd 15. janúar.

          Afgreiðsla: Lög fram og kynnt af RHG. Hreppsnefnd samþykkti tillögu í lið 6 í fundargerð.

 

2.      Staðan á ritun Kjósarsögu – fundargerðir Rit- og útgáfunefndar 31.maí 2017, 30. nóvember 2018 og 30. janúar 2019.

         Afgreiðsla: Lagðar voru fram 3 síðustu fundargerðir ritnefndar. Hreppsnefnd þarf að taka afstöðu til tillagna ritnefndar um framhald ritunar. Afgreiðslu frestað og oddviti mun senda hreppsnefnd frekari gögn til skoðunar.

 

3.      Ljósleiðarinn. Staða á framkvæmdum.

         Afgreiðsla: Framkvæmdir við lagningu ljósleiðararörs yfir í Grundahverfi á Kjalarnesi tókust vel. Reykjavíkurborg mun greiða helming framkvæmdakostnaðar og verður hlutur sveitarsjóðs um 10-12 m.kr. Nú liggur fyrir að um 200 aðilar hafa sótt um tengingu við ljósleiðarakerfið. Lægsta tilboð í blástur á  ljósleiðara fyrir allt svæðið var 28 m.kr. Tilboðsgjafi er Rafal ehf. og er hann tilbúinn til að hefja verkið næstu daga. Áætluð verklok eru 30. mars næstkomandi. Sveitarsjóður samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir 30 m.kr. framlagi sveitarsjóðs til Leiðarljóss ehf.

 

4.      Starfsmannamál Kjósarhrepps.

         Afgreiðsla: Oddviti gerði grein fyrir umsóknum um starf á skrifstofu Kjósarhrepps en tíu aðilar sóttu um starfið.

 

5.      Framkvæmdir við vegagerð á Kjalarnesinu. 

         Afgreiðsla: Hreppsnefnd lýsir áhyggjum sínum yfir fréttum um mögulegar tafir við framkvæmdir við breikkun þjóðvegarins á Kjalarnesi. Öryggi þessa hættulega vegar er mjög mikilvægt fyrir íbúa Kjósarhrepps enda er hann helsti tengivegur milli Kjósarinnar og meginhluta höfðuðborgarsvæðisins og margir nota hann daglega í ferðum til og frá vinnu og í skóla. Hreppsnefnd beinir þeirri áskorun til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að hún tryggi fjárveitingar svo ljúka megi endurbótum á veginum svo fljótt sem mögulegt er.  

 

6.      Vinnuaðstaða fyrir nefndarfólk hreppsins og félagsstarf í Ásgarði.

         Afgreiðsla: KMK leggur fram svarbréf við tillögu.

Komið hefur fram ósk frá hreppsnefndarmanni um að fá aðstöðu í Ásgarði til að sinna verkefnum sínum fyrir hreppsnefndina og störf í nefndum. Einnig hefur verið komið á framfæri ósk um læsta aðstöðu fyrir Kvenfélag Kjósarhrepps.

Lagt er til að eitt herbergi á 2. hæð, hægra megin við stigapallinn ofan skrifstofanna á jarðhæð verði nýtt fyrir aðstöðu nefndarfólks og fyrir kvenfélagið. Þar verði sett vinnuborð, skrifborðsstóll og gestastólar og læsanlegir skápar. Þá verði tryggt að hægt verði að senda prentskipun í sameiginlegan prentara.  

Hreppsnefnd samþykkir tillögu KMK.

 

7.      Fjárhagsáætlun 2019-2022.

         Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir með 4 greiddum atkvæðum fjárhagsáætlun 2019-2022, GD situr hjá og tekur ekki afstöðu til fjárhagsáætlunar þar sem honum hefur ekki verið gefin kostur á að kynna sér hana til hlítar.

 

8.      Samningar Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps.

Samþykkt var á Bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar þann 31. janúar 2019 að samningar Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar er varða félagsþjónustu, málefni fatlaðs fólks og barnavend verði framlengdir til 30.apríl 2019 eða þar til fjölskyldunefnd Mosfellbæjar hefur fjallað um málið og drög að nýjum samningi sveitarfélaganna liggja fyrir.

         Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að veita sveitastjóra heimild til að ganga frá samningum við Mosfellsbæ.

 

 

9.      Grenjasamningur.

SKÁ vék af fundi á meðan þetta mál var til umfjöllunar og afgreiðslu.

         Afgreiðsla: Fjallað var um tilgang samningsins og þörfina á slíkum samningi fyrir sveitarfélag sem skilgreinir sig sem landbúnaðarsvæði. Hreppsnefnd samþykkir að fela sveitastjóra að ganga frá framlögðum grenjasamningi við Óðinn Elísson og Einar Kristján Stefánsson. Um er að ræða óbreytta skilmála frá fyrri samningi. En ofangreindir hafa verið refaskyttur Kjósarhrepps í rúma 3 áratugi.

 

Bókun frá GD, legg til að samningurinn verði einnig við Sigurþór Inga Sigurðsson Borgarhól enda hefur hann sýnt það undanfarin ár að hann hefur brennandi áhuga  og náð árangri í veiðinni.

 

10.  Önnur mál

a)      Barnaþing í nóvember 21.-22. nóvember 2019.

Þing um málefni barna og ósk um tilnefningu tengiliðar sveitarfélagsins við embættið. RHG lagði fram tillögu um tengilið fyrir sveitarfélagið.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að Arna Grétarsdóttir verði tengiliður Kjósarhrepps. (linkur að bréfi frá umboðsmanni barna).

b)     Tetratalstöðvar og viðbúnaðaráætlun.

RHG lagði fram tillögu að sveitarfélagið hefði til umráða tetratalstöð ef öll fjarskipti verða úti vegna náttúruhamfara. Einnig lagði RHG til að gerð yrði eða skoðað að gera viðbúnaðaráætlun fyrir sveitafélagið vegna náttúruhamfara eða annara áfalla sem skollið geti yfir sveitafélagið.

 

11.     Mál til kynningar.

a.      Stjórn SSH 466. Fundur.

b.      Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 865. fundur.

c.       Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 867. fundur.

 

 

Fundi slitið kl: 18:45  RHG