Fara í efni

Sveitarstjórn

210. fundur 10. mars 2020 kl. 15:00 - 18:40 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Ásgarður

2002054

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd fól sveitarstjóra að gera tilboð í leigulóðina undir Ásgarði samtals 2,2 ha að stærð
Hreppsnefnd samþykkir gagntilboð landeigenda dagssett 26. febrúar 2020 með 5 atkvæðum.

2.Búfjárhald - erindi til hreppsnefndar

2002028

Óska eftir að eftir farandi erindi verði tekið til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu í Hreppsnefnd Kjósarhrepps:

Ég undirritaður, Finnur Pétursson, f.h. Káraness ehf, óska eftir því að Hreppsnefnd Kjósarhrepps banni lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu í samræmi við 7. og 8. málslið 3. gr. Laga um búfjárhald nr. 38, og/eða 5. gr sömu laga.
Hreppsnefnd telur eðlilegt að aðilar máls fái tækifæri til að taka afstöðu til málsins og felur sveitarstjóra að senda á aðila máls.

ÞJ lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tek undir með erindi Finns að banna lausagöngu búfjár í Kjósarhreppi. Allt land í hreppnum er í einkaeigu það er því hægt að draga þá ályktun að búfé sem gengur ekki í heimahögum sé í óþökk landeiganda. Það er orðið tímabært að búfjáreigendur taki ábyrgð á búfénaði sínum.
Það er að mínum dómi alger tímaskekkja að búfjáreigendur í Kjós séu ábyrgðarlausir gagnvart því tjóni sem búfé þeirra veldur á nytjatúnum, tómstundalöndum, garðyrkjulöndum, skógrækt og ferðamannastöðum. Að ógleymdri hættunni á vegum.
Ég myndi vilja sjá rökstuðning fyrir núverandi fyrirkomulagi þ.e. lausagöngu sauðfjár og nautgripa og hversvegna ekki má breyta þessu.
Það á að girða búfé inni en ekki úti

3.Bréf til sveitarstjórnar

2002052

Íbúar í Hækingsdal óska eftir viðbrögðum sveitarstjórnar varðandi:
sameiningu sveitarfélaga, gám undir dýrahræ og annan slíkan úrgang, fríar skólamáltíðir og skólaakstur.
Niðurstaða:
Lagt fram
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun.
Varðandi sameiningu sveitarfélaga er málið til umfjöllunar í öðrum dagskrálið fundarins.
Varðandi skipulega söfnun og förgun dýrahræja verður málið tekið fyrir á næsta fundi hreppsnefndar.
Þakkar ábendingu varðandi skólamáltíðir.
Varðandi skólaakstur, rætt var við Helga og Hermann skólabílstjóra um fyrirkomulag á skólaakstrinum niðurstaðan var að gera engar tillögur um breytingar.

4.Hamrar - stofna lóð í landi Eyrarkots

2003003

Umsókn um stofnun lóðar á jörðinni Eyrarkot.
Lóðin á að fá heitið Hamrar.
Niðurstaða:
Vísað til umsagnar og afgreiðslu
Vísað til skipulagsfulltrúa.

5.SAMSSTARFSSAMNINGUR og Breytingar á bæjarmálasamþy

2002042

Niðurstaða:
Synjað
Meirihluti hreppsnefndar fellst ekki á að breyta núverandi skipulagi nefndarinnar og hafnar því framlagðri tillögu.

6.Viðbragsáætlun

2003009

Viðbragðsáætlun Kjósarhrepps til að tryggja órofinn rekstur vegna heimsfaraldurs.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt með 4 atkvæðum.

7.Frumvarp um lágmarksíbúafjölda í samráðsgátt

2002027

Um drög að frumvarpi til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Hreppsnefnd Kjósarhrepps sendi samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu ályktun hreppsnefndar frá 4.6.2019 í tilefni af grænubókinni.
Hér eru ásamt öðru dregin fram nokkur atriði í ályktuninni í tilefni frumvarpsdraganna.
Sveitarfélagið er fámennt og hefur átt gott samstarf við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ varðandi fræðslumál og félagsmál. Er það í góðu samræmi við samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem eiga í umfangsmiklu samstarfi um þætti sem hagkvæmt er að vinna saman að. Nefna má sérskóla fyrir fötluð börn, sem sveitarfélögin nýta saman. Einnig almennan rekstur svo sem brunavarnir, sorpeyðingu, vatnsöflun og sameiginlega hitaveitu þar sem það þykir hagkvæmt. Sjálfbær sveitarfélög með mikla samvinnu.
Kjósarhreppur er með rekstur eigin hitaveitu. Góð afkoma hefur gert sveitarsjóði kleyft standa á bak við uppbyggingu hitaveitu með öflugu eiginfjárframlagi. Hitaveitan hefði aldrei verið byggð ef Kjósin væri hluti af nálægu þéttbýlissveitarfélagi. Á þessu ári mun sveitarsjóður ljúka lagningu á ljósleiðara í öllu sveitarfélaginu. Á sama tíma er vestari hluti Kjalarness enn án hitaveitu og ljósleiðara áratugi eftir sameiningu við Reykjavík. Mikið framlag frá sveitarsjóði var lagt í bæði verkefnin. Skuldastaða Kjósarhrepps verður undir skuldaviðmiði í árslok 2020 þrátt fyrir uppbygginguna og fer hratt lækkandi.
Hafa ber í huga að reynsla fámennra sveitarfélaga utan þéttbýlis af sameiningu við mun stærri sveitarfélög í þéttbýli hefur ekki reynst að öllu leyti til bóta hvað varðar ýmsa nærþjónustu.
Kjósarhreppur rekur margvíslega þjónustu innan sveitarfélagsins sem ekki er sjálfsagt að verði áfram jafngóð eða betri með sameiningu við annað sveitarfélag.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur fullan skilning á því að setja þurfi einhverja viðmiðun fyrir sveitarfélög varðandi sjálfstæði þeirra sem þá byggist á fjárhagslegum styrk þeirra meðal annars. Viðmið varðandi tiltekinn íbúafjölda er hins vegar óútskýrt og því óskiljanlegt.

Karl M. Kristjánsson
oddviti og sveitarstjóri Kjósarhrepps.
Niðurstaða:
Lagt fram

8.Samráð minni sveitarfélaga

2002053

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd hefur áhuga á að vera í áframhaldandi samráði minni sveitarfélaga.

9.Erindi til bæjarráðs Barnvæn sveitarfélög Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

2002040

Erindi frá félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi með tilboði um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. En um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Hreppsnefnd vísar málinu til félagmálanefndar.

10.Eignarráð og nýting fasteigna - frumvarp í samráðsgátt

2002030

Niðurstaða:
Lagt fram

11.Umsögn um frv um eignarhald og nýtingu bújarða

2002039

Niðurstaða:
Lagt fram

12.Frá nefndasviði Alþingis - 311. mál til umsagnar

2002047

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Hreppsnefnd vísar málinu til samgöngu- og fjarskiptanefndar.

13.Frá nefndasviði Alþingis - 119. mál til umsagnar

2002031

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Hreppsnefnd vísar málinu til félagsmálanefndar

14.Frá nefndasviði Alþingis - 323. mál til umsagnar

2002041

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp tillaga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál.

15.Til umsagnar 191. mál frá nefndasviði Alþingis

2002043

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunarum stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál.
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Hreppsnefnd vísar málinu til félagsmálanefndar

16.Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

2001028

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Lokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040. Óskað er eftir afgreiðslu sveitarstjórnar á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 ásamt umhverfisskýrslu.
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar á svæðisskipulaginu og leggur til að hreppsnefnd afgreiði erindið á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006.
Niðurstaða:
Frestað

17.Breyting á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Nýtingarhlutföll m.a.

2002058

Breyting á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Nýtingarhlutföll m.a.
Hreppsnefnd felur skipulags og byggingarnefnd að skoða hvort gera megi minniháttar breytingu á aðalskipulagi með tilliti til nýtingarhlutfalls á eldri sumarhúsalóðum.
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd mun leggja til verklagsreglur sem nái til undanþáguákvæða á bls. 11 í greinargerð aðalskipulags, sem tekur til lítilla eldri húsa á litlum lóðum.
Niðurstaða:
Samþykkt
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að undanþága aðalskipulags verði skýrt með eftirfarandi verklagsreglu:

Tillaga: Skipulags- og byggingarnefnd er heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um hámarksnýtingarhlutfall 0,03 ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt: Lóðir eru litlar, 1000 m2 eða minni, húsin eru 60 m2 eða minni og byggð 1998 eða fyrr. Sé þessi skilyrði uppfyllt er heimil stækkun allt að 100 m2, en þó má nýtingarhlutfall ekki fara umfram 0,10, en nýtingarhlutfall er samanlagt byggingarmagn allra húsa á viðkomandi lóð og skal byggingarmagn á lóð ekki fara upp fyrir 150 m2 (birt flatarmál).

Hreppsnefnd samþykkir með eftirfarandi breytingu á framlagðri verklagsreglu:
Skipulags- og byggingarnefnd er heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um hámarksnýtingarhlutfall 0,03 ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt: Lóðir eru litlar, 3000 m2 eða minni, húsin eru 90 m2 eða minni og byggð 1998 eða fyrr. Sé þessi skilyrði uppfyllt er heimil stækkun allt að 100 m2, en þó má nýtingarhlutfall ekki fara umfram 0,10, en nýtingarhlutfall er samanlagt byggingarmagn allra húsa á viðkomandi lóð og skal byggingarmagn á lóð ekki fara upp fyrir 150 m2 (birt flatarmál).

18.Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur.

2002057

Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur.
Lögð fram tillaga frá Landmótun að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, sem samþykkt var þann 28. ágúst 2000. Breytingasvæðið nær yfir um 2,8 ha svæði í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði. Fyrirhugað er að byggja heitar sjóbaðslaugar og tilheyrandi aðstöðu fyrir gesti baðanna, svo sem búningsaðstöðu fyrir allt að 70 manns, veitingasölu og bílastæði fyrir um 50 bíla og 2-3 hópferðabíla
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd auglýsi deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Flekkudalsvegur 21, L125974

2002059

Flekkudalsvegur 21, L125974 ? Vísað til skipulags- og byggingarnefndar af hreppsnefnd.
Afgreiðsla: Frestað.
Niðurstaða:
Lagt fram

20.Melbær í landi Miðdals, L126372

2002060

Melbær í landi Miðdals, L126372 - Ósk um breytta skráningu á sumarhúsalóð (L 126372) úr landi Miðdals, þ.e. breyta skráningunni í íbúðarhúsalóð sem fær heitið Melbær, skv. meðfylgjandi lóðarblaði. Lögð fram umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 2. mars 2020.
Afgreiðsla: Lagt er til að eigandi lóðarinnar láti gera hættumat, í samræmi við umsögn Veðurstofu Íslands.
Niðurstaða:
Samþykkt

21.Skipulags- og byggingarnefnd - Fundagerð nr. 131

2002056

Niðurstaða:
Samþykkt

22.Erindisbréf fyrir skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps

2003006

Niðurstaða:
Samþykkt
Maríannna H Helgadóttir yfirgefur fundinn 17:15

23.Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd Fundargerð nr. 14

2002050

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir Reglur þjónustusvæðis Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk.
Hreppsnefnd samþykkir að veita styrk til þátttöku í ungmennaráðstefnu Ungt fólk og lýðræði 2020

24.Notendaráð fatlaðs fólks - Fundur nr. 5

2002015

Niðurstaða:
Lagt fram

25.Notendaráð fatlaðs fólks - Fundur nr. 6

2002016

Niðurstaða:
Lagt fram

26.Fundargerð 50. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

2002021

Niðurstaða:
Lagt fram

27.Fundargerð 878. fundar stjórnar sambandsins

2002018

Niðurstaða:
Lagt fram

28.Fundargerð SSK - 92.fundur

2003001

Niðurstaða:
Lagt fram

29.SSH Stjórn -fundargerð nr. 481

2002022

Niðurstaða:
Lagt fram

30.SSH Stjórn -fundargerð nr. 482

2002048

Niðurstaða:
Lagt fram

31.SSH Stjórn-fundargerð nr. 483

2003005

Niðurstaða:
Lagt fram

32.Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónaveiru

2002049

Niðurstaða:
Lagt fram

33.Sameininganámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. sept. nk.

2003007

Sameiningarnámsferð til Bergen 30. Ágúst 2020
Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:40.