Fara í efni

Sveitarstjórn

228. fundur 03. mars 2021 kl. 15:00 - 18:37 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir að breyta auglýstri dagskrá, að bæta við dagskrálið nr. 14. Erindi til hreppsnefndar og dagskrálið nr. 15 GJALDSKRÁ fyrir móttöku úrgangs í Kjósarhreppi-DRÖG.
Hreppsnefnd samþykkti breytta dagskrá með fimm atkvæðum, KMK setti fund skv. með fyrirliggjandi dagskrábreytingu.

1.Deiliskipulag frístundabyggðar - Brekkur

2102060

Landlínur, fyrir hönd eigenda, leggja fram drög að tillögu deiliskipulags í landi Brekkna fyrir lóðinar Brekkur 1-6. Deiliskipulag frístundabyggðar Brekkna í landi Möðruvalla 1 í Kjósarhreppi tekur til 4,8 ha svæðis. Innan svæðisins verða skilgreindar sex frístundalóðir, uppbygging er hafin á tveimur lóðum, Brekkur 3 og 4. Allar lóðirnar eru nú þegar stofnaðar úr landi Möðruvalla 1, sem er í eigu Kjósarhrepps. Skipulagsvæðið hallar til norð-austurs og er við rætur Möðrudalshálsa. Aðkoma að lóðum er um veginn Brekkur sem tengist Meðalfellsveg (461). Skipulagssvæðið afmarkast í suðri, norðri og vestri af Möðruvöllum 1 , en í vestri afmarkast svæðið einnig af frístundalóðunum Brekkum 8 og 9. Í austri afmarkast svæðið af Möðruvöllum 13 og lóðinni Möðruvöllum Hitaveita.

Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúi kynnti drög að tillögum.
Niðurstaða:
Lagt fram

2.Umsókn um stofnun lóða - Ingunnarstaðir, L126134

2102061

Landgræðslusjóður óskar eftir stofnun tveggja lóða á þegar byggðu landi í landi Ingunnarstaða, er fengi nafnið Ingunnarstaðir.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Niðurstaða:
Staðfest

3.Umsókn um stofnun lóða - Eyjar 2, L125987

2102062

Óskað er eftir stofnun sjö lóða á samþykktu deiliskipulagi í landi Eyja 2, er fengju nafnið Eyjabakki 3-11.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Niðurstaða:
Staðfest

4.Umsókn um stofnun landsspildu úr landi Eyja 2, L125987

2102063

Óskað er eftir stofnun landsspildu úr landi Eyja 2, sem fengi nafnið Áshóll.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Niðurstaða:
Staðfest

5.Rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-20202030

2102064

Kópavogur og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að kynna drög að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélaganna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Sveitarfélögin óska eftir ábendingum umsagnaraðila um tillögurnar fyrir 30. apríl nk.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða:
Lagt fram

6.Birkihlíð 1, L218849

2102065

Í kjölfar synjunar á byggingarleyfi fyrir íbúðarhús, óskar eigandi lóðarinnar Birkihlíð 1, eftir að landnotkun og skipulagi á svæðinu verði breytt. Málið var á dagskrá fundar 143.

Afgreiðsla: Erindi vísað til hreppsnefndar.
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Hreppsnefnd vísar málinu aftur til skipulags- og byggingarnefndar.

7.Skipulags- og byggingarnefnd, fundur nr. 144

2102059

Niðurstaða:
Staðfest

8.Þjónusta stuðningsfjölskyldna samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga - Gjaldskrá

9.Umhverfisnefnd - Fundur nr. 26

2103001

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagða tillögu starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu.

Hreppsnefnd þakkar Lárusi og Katrínu fyrir góða kynningu og þakkar Lárusi fyrir vinnuframlag til þessa verkefnis.

10.Kjósarhreppur - þjónustusamningur í ferðamálum 2020-2023

2103003

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd tekur jákvætt í drögin.

11.Mál Flóðatanga

2103002

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd veitir oddvita heimild til að ljúka afgreiðslu málsins eins og rætt var á fundinum.

12.Fundur 25 - Umhverfisnefndar og Viðburða og menningarnefndar

2102037

Niðurstaða:
Staðfest
Hreppsnefnd tekur vel í að endurvirkja eigi Kjósarstofu.

13.Samgöngu- og fjarskiptanefd fundur nr. 10

2102042

Niðurstaða:
Staðfest
Hreppsnefnd felur oddvita að útfæra tillögur að reglum og styrkupphæð vegna snjómoksturs í frístundabyggðum.

14.Erindi til hreppsnefndar

2103004

Til hreppsnefndar Kjósarhrepps.

Karl M. Kristjánsson oddviti
Þórarinn Jónsson varaoddviti

Heiðraða hreppsnefnd.

Í framhaldi af erindi sem ég (f.h. Káraness ehf) sendi inn 12. febrúar á s.l. ári og varðaði lausagöngu búfjár, óska ég eftir að hreppsnefnd taki afstöðu til eftirfarandi tillögu:

"Allar takmarkanir á lausagöngu búfjár í Kjósarhreppi verði afnumdar".

Greinargerð:
"Ef hreppsnefnd treystir sér ekki til þess að banna lausagöngu alls búfjár í sveitarfélginu að hluta eða öllu leyti, hlýtur það að vera eðlileg og sanngjörn krafa að engar takmarkanir séu á lausagöngu búfjár. Með þeim hætti er tryggt að allir eigendur búfjár í sveitarfélaginu sitji við sama borð. Jafnframt langar mig til þess að lýsa undrun minni á því, að úr því leitað var umsagnar utan að komandi aðila við erindi mínu til hreppsnefdar (12.2.2020), skyldi ekki hafa verið leitað umsagnar Mjólkursamlags Kjalarnesþings (hagsmunafélag kúabænda í sveitarfélaginu) og Hestamannafélagsins Adams (hagsmunafélag hestamanna í sveitarfélaginu)".

Á vefsíðu Kjósarhrepps er að finna eftir farandi tilvitnanir:
Samkv. frétt á kjós.is frá 8. okt. 2010 er "lausaganga stórgripa í Kjósarhreppi bönnuð".

Samkv. frétt á kjós.is frá 3. des. 2014 "...þannig að hætta stafi ekki af stórgripum og SAUÐFÉ á Hvalfjarðarvegi" (leturbr. fp).

Samkv. frétt á kjós.is frá 3. des. 2014 ....."veruleg hætta getur stafað af lausagöngu búfjár og hefur lausaganga víða um land valdið slysum og öðru tjóni".

Og enn vitna ég í frétt frá 3. des. 2014 á vefsíðu Kjósarhrepps: "Um skyldur landeigenda og umráðamanna jarða og einnig um skyldur opinberra aðila varðandi tryggilegar girðingar er vísað til Girðingarlaga nr. 135/2001 og Vegalaga nr. 80/2007 en um lausagöngu búfjár er vísað til laga um búfjárhald nr. 38/2013".

Að framansögðu, ítreka ég þá ósk mína að hreppsnefnd Kjósarhrepps gæti jafnræðis í ákvörðunum sínum og geri ekki upp á milli búgreina í sveitarfélaginu. Það hlýtur að vera sanngirnismál að allir "sitji við sama borð".

Með vinsemd og virðingu, f.h. Káraness ehf, Finnur Pétursson
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Hreppsnefnd felur umhverfisnefnd að skoða málið.

15.GJALDSKRÁ fyrir móttöku úrgangs í Kjósarhreppi-DRÖG

2103007

Tillaga/drög að breytingu á gjaldskrá vegna móttöku úrgangs á Endurvinnsluplani.
Breytingin felst í því að ekki verður tekið gjald vegna urðunar á Garðúrgangi fyrir einstaklinga.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrá og felur oddvita að auglýsa nýja gjaldskrá.

16.Drög að umsögn - breytingar á úrgangslöggjöf

17.Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.

2102025

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar 2021 nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0794.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html
Niðurstaða:
Lagt fram

18.Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.

2102026

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0805.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html
Niðurstaða:
Lagt fram

19.Frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.

2102045

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. mars 2021 nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0850.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd fagnar því að heimila skuli sölu frá heimaframleiðendum.

20.Drög að umsögn um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032

21.Frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

2102050

Óskað er eftir umsögnum frá öllum sveitarfélögum og öllum ungmennaráðum sveitarfélaga.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0189.html
Niðurstaða:
Lagt fram

22.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 912008 (kristinfræðikennsla).141. mál.

2102051

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).141. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0142.html
Niðurstaða:
Lagt fram

23.Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.

2102055

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0855.html
Niðurstaða:
Lagt fram

24.Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.

2102066

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0141.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

25.Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

2102067

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umagnar frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0771.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

26.Kjósarveitur ehf - Fundargerð nr. 54

2102069

Niðurstaða:
Lagt fram

27.Kjósarveitur ehf - Fundargerð nr. 55

2102070

Niðurstaða:
Lagt fram

28.Fundargerð 891. fundar stjórnar sambandsins

2102011

Niðurstaða:
Lagt fram

29.Fundargerð 892. fundar stjórnar sambandsins

2102010

Niðurstaða:
Lagt fram

30.Fundargerð 893. fundar stjórnar sambandsins

2102008

Niðurstaða:
Lagt fram

31.Fundargerð 894. fundar stjórnar sambandsins

2102007

Niðurstaða:
Lagt fram

32.SSH Stjórn -fundargerð nr. 519

2102024

Niðurstaða:
Lagt fram

33.SSH Stjórn -fundargerð nr. 520

2102044

Niðurstaða:
Lagt fram

34.SSH fundargerð svæðisskipulagsnefndar Fundargerð nr. 97. málsnr. 2003003

2102052

Niðurstaða:
Lagt fram

35.SSH fundargerð svæðisskipulagsnefndar Fundargerð nr. 98. málsnr. 2003003

2102053

Niðurstaða:
Lagt fram

36.Bréf til allra kjörinna fulltrúa - Vegna aðalfundar Lánasjóðsins 2021

37.Eftirlitskönnun með skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjírnarskrifstofa

2102047

Niðurstaða:
Lagt fram
Oddvita falið að svara erindinu.

38.Fundargerð 30. eigendafundar Strætó bs.

2102040

Niðurstaða:
Lagt fram

39.Fundargerð 31. eigendafundar Strætó bs.

2102041

Niðurstaða:
Lagt fram

40.Önnur mál

2103005

1. Hreppsnefnd óskaði eftir því í haust 2020 að Kvenfélag Kjósarhrepps tæki að sér að sjá um félagsstarf eldri borgara hér innan sveitar.
GGÍ upplýsti að Kvenfélagið væri reiðubúið að taka félagsstarfið að sér til reynslu eða til 30. júní 2022.

2. Kvenfélag Kjósarhrepps óskaði eftir því að fá aðstöðu undir félagið í Ásgarði.
Hreppsnefnd samþykkti að Kvenfélagið fengi að fóstra salinn á efri hæð Ásgarðs undir félagið í ótilgeindan tíma.

3. Almennar umræður utan dagskrár
a. Kjósarveitur ehf
b. Leiðarljós ehf
c. Starfsmannmál
d. Sameiningarmál, samþykkt að hafa vinnufund hreppsnefndar með Róberti Ragnarsyni fimmtudaginn 11. mars kl. 15:00

Fundi slitið - kl. 18:37.