Fara í efni

Sveitarstjórn

278. fundur 12. júlí 2023 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
Mál nr: 2307012
Þórarinn Jónsson víkur af fundi.

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 1

2307001F

2.Fjölskyldu- og menningarnefnd - 1

2306002F

  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 1 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 1 Lagt er til að í erindisbréfi komi fram ábyrgð nefndarinnar á að starfrækt verði ungemnnaráð í Kjósarreppi. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni barna og ungmenna í viðkomandi sveitarfélagi.

    A.ö.l. gerir nefndin ekki athugasemdir við erindisbréfið og vísar því til staðfestingar í sveitarsjórn.




    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.3 2306038 Kátt í Kjós 2023
    Fjölskyldu- og menningarnefnd - 1 Samþykkt samhljóða.

3.Breyting á sveitarstjórn

2307011

Tekin er fyrir breyting á skipan sveitarstjórnarfulltrúa í sveitarstjórn Kjósarhrepps.



Regína Hansen Guðbjörnsdóttir hefur látið af störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi vegna búferlaflutninga. Regínu eru þökkuð störf hennar í þágu sveitarfélagsins og henni og fjölskyldu hennar óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Nýr oddviti Þ-lista er Þórarinn Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi, nýr aðalmaður í sveitarstórn er Þóra Jónsdóttir. 1. varamaður fyrir hönd Þ-lista í sveitarstjórn verður Sævar Jóhannesson og 2. varamaður verður Þorbjörg Skúladóttir. Þóra, Sævar og Þorbjörg eru boðin velkomin til starfa í sveitarstjórn.

4.Erindisbréf Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps

2305006

Erindisbréf Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps lagt fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir Erindisbréfið.

5.Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk 2022-2026

2304027

Samningar Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk 2022-2026 lagðir fram til síðari umræðu.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps staðfestir við síðari umræðu fyrirliggjandi samninga á milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk 2022-2026.
Sigurþór I. Sigurðsson víkur af fundi.

6.Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Hlaðan, Hjalli, 276 , kt. 420506-2520

2306011

Lögð er fram umsagnarbeiðni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar Ferðaþjónustunnar Hjalla, 276, Mosfellsbæ um rekstrarleyfi í flokki II.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.
Sigurþór I. Sigurðsson og Þórarinn Jónsson koma aftur inná fundinn.

7.Efnistaka úr Kiðafellsnámu

2306032

Í bréfi dagsettu 30. maí 2023 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Kjósarhrepps, í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021, um tilkynningu Lex lögmannsstofu, f.h. Björgunar um aukna efnistöku úr Kiðafellsnámu í Hvalfirði.
Frá því að umhverfismat var gert árið 2009 hefur ekki verið lagt mat á áhrifum efnistökunnar á þessum tíma m.a. á landbrot og lífríki. Nú er verið að sækja um að auka efnisvinnsluna úr 1,6 milljónum rúmmetra í allt að 5 milljón rúmmetra. Magnið í nýrri umsókn rúmast innan fyrra mats en taka verður tillit til síðari breytinga.

Ætla má að forsendubreytingar hafi orðið á þeim árum sem liðin eru frá síðasta umhverfismati með tilliti til þeirra áhrifa sem hraðari hlýnun jarðar hefur á viðmið matsins hvað varðar sjávarstöðu og lífríki.

Sveitarstjórn Kjósarhrepps telur að ekki liggi fyrir nægilegar rannsóknir á áhrifum þeirrar efnistöku sem þegar hefur farið fram og mögulegra forsendu breytinga og telur að fara þurfi í nýtt mat á áhrifum efnistökunnar áður en leyfi verður gefið út.

8.Endurskoðunarþjónsta vegna ársreikninga, tilboð í árlega áætlaða þóknun.

2306040

Lagt er til að farið verði í verð og þjónustufyrispurn um áætlaða árlega þóknun fyrir endurskoðunarþjónustu vegna ársreiknings Kjósarhrepps frá og með árinu 2023. Auk endurskoðunar verði óskað eftir upplýsingum um hvaða aðra þjónustu viðtakandi fyrirspurnar geti boðið sveitarfélaginu sem telst samrýmanleg endurskoðun, þ.e. með tilliti til reglna um óhæði endurskoðenda og á hvaða kjörum slík þjónusta yrði veitt.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að kanna verð og framboð þjónustu hjá a.m.k. þremur þjónustuaðilum.

9.Lausaganga-ágangur búfjár

2302011

Vegna þeirrar óvissu sem komin er upp í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis sem gefið var út 11. október 2022 (11167/2021) þar sem því er beint til Innviðaráðuneytisins að uppfæra þær leiðbeiningar sem gefnar höfðu verið, þar sem talið var að ákvæði laga um búfjárhald um heimild til friðunar tiltekinnar landareignar gæti ekki valdið því að ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. væri með þeim vikið til hliðar, gerir sveitarstjórn Kjósarhrepps eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Kjósarhrepps mun ekki fara í smölun á meintu ágangsfé á meðan óvissa er uppi um framkvæmd umræddra laga. Sveitarstjórn ætlar að funda með fjárbændum á næstu dögum, annars vegar um stofnun Fjallskilanefndar og hins vegar mögulegar úrbætur varðandi ágang fjár í heimalönd og vegkanta þar sem þeim er ekki ætlað að vera.
Ákvæði laga um búfjárhald nr. 38/2013 og laga um afréttarmálefni nr. 6/1986 samræmast ekki í framkvæmd. Sveitarstjórn Kjósarhrepps hvetur Matvælaráðuneytið til að bregðast við með endurskoðun laga sem vísað er til og greinilegt misræmi er á lagaframkvæmd.


10.Húsnæðisáætlun 2023

2306024

Húsnæðisákætlun Kjósarhrepps 2023 er lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir húsnæðisáætlun Kjósarhrepps 2023.

11.Breyttur fundartími sveitartjórnar í ágúst

2307007

Oddviti leggur til að reglulegur fundur sveitarstjórnar falli niður í ágúst vegna sumarleyfa. Næsti reglulegi fundur verði samkvæmt áætlun í september.
Samþykkt samhljóða.

12.Fundargerð 118. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

13.Fundargerð 559. og 560. fundar stjórnar SSH.

2306021

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 182. og 183. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands

2306023

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð 929., 930. og 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

16.Græni stígurinn

Fundi slitið.