Fara í efni

Sveitarstjórn

288. fundur 06. mars 2024 kl. 16:00 - 18:45 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Guðmundur H Davíðsson varamaður
    Aðalmaður: Jóhanna Hreinsdóttir (JH)
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8

2402003F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar samhljóða.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samhljóða með fyrirvara um lagfæringar varðandi ósamræmi á fjölda lóða, stærð svæðis og skilgreiningu á iðnaðarými ásamt því að fella út ,,að jafnaði'' hvað varðar stærð íbúðarhúsalóða í greinargerð, og leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái afgreiðslu skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Þóra Jónsdóttir, Þórarinn Jónsson, Jón Þorgeir Sigurðsson og Sigurþór Ingi Sigurðsson samþykkja bókun nefndarinnar. Guðmundur Davíðsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd frestar erindinu þar sem nokkur atriði krefjast frekari skoðunar og útskýringar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar samhljóða.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samhljóða breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar samhljóða.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samhljóða breytinguna með fyrirvara um að aðkoma að lóðum sé tryggð og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu nefndarinnar. Sérfræðing á skipulagssviði falið að afla frekari gagna.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki þinglýsts eiganda upprunalands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar samhljóða.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eiganda upprunalands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar samhljóða.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hafnar umsókn um breytingu á aðkomu að lóðinni og að aðkoma verði í samræmi við gildandi deiliskipulag. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að staðfesta bókunina. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar samhljóða.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða að grenndarkynna hugmyndir um áform að byggingu á 115 m2 frístundarhúsi fyrir lóðarhöfum Meðalfellsvegar 24 L126295 og Meðalfellsvegar 26 L1262971. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar samhljóða.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta bókunina. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar samhljóða.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd felur sveitarstjóra að koma erindinu til landeiganda. Bókun fundar Búið er að hafa samband við eigendur og senda þeim tilkynninguna. A.ö.l. lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Lagt fram. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Lagt fram. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.14 2402008 Vor í Kjós
    Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 8 Lagt fram. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

2.Fjölskyldu- og menningarnefnd - 4

2402002F

  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 4 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 4 Almennar umræður um tilboðin og framkvæmdir við leiksvæðið, nefndin leggur til að tekið verði tilboði frá Vélaval. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni og er sammála um að taka tilboði frá Vélaval.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 4 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Styrkbeiðni til sveitarstjórnar Kjósarhrepps.

2402019

Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis hefur nú verið starfrækt frá því 2. mars 2017. Miðstöðin er samstarfsverkefni félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Kvennaráðgjafarinnar og Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Bjarkarhlíð er rekin fyrir fjárframlög frá ríki og Reykjavíkurborg og svo leggja hin ýmsu félög sem eru aðilar að Bjarkarhlíð til vinnu. Fjárhagsstaða Bjarkarhlíðar er ansi þröng, í fjárhagsáætlun Bjarkarhlíðar fyrir næsta ár kemur fram að fyrirsjáanlegur halli á rekstri Bjarkarhlíðar 2024 er um 19 milljónir og er ekki mikið rými til að draga saman í rekstri umfram það sem þegar hefur verið gert.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Bjarkarhlíð-miðstöð fyrir þolendur ofbeldis styrk að upphæð 50.000 kr.

4.Gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi 2024.

2402031

Lögð er fram til staðfestingar endurskoðuð gjaldskrá vegna losunar á rotþróm í Kjósarhreppi fyrir árið 2024. Lagt er til að árlegt gjald vegna losunar á rotþróm lækki úr 15.000 kr. í 10.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða, fram lagða gjaldskrá vegna lossunar á rotþróm fyrir árið 2024.
G.H.D. víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

5.Beiðni um að losna undan sorphirðu.

2402032

Lagt er fram erindi frá Guðmundi Davíðssyni og Svanborgu Magnúsdóttur þar sem þau óska eftir að losna undan sorphirðu á vegum Kjósarhrepps, þe. tunnur verði fjarlægðar frá heimili þeirra, þar sem þau séu með lítinn úrgang og vilja koma honum sjálf á söfnunarstöð. Ástæðan er mikil hækkun á sorpgjöldum.
Undanfarin ár hefur þessi málaflokkur verið rekinn með tugmilljóna halla án þess að brugðist hafi verið við. Þrátt fyrir að farið hafi verið í þessar hækkanir er gert ráð fyrir a.m.k. 7 mill. kr. halla árið 2024. Til að reyna að draga úr kostnaði er sveitarstjórn að skoða allar leiðir til þess, m.a. með því að fækka sorphirðudögum, fækka gámum á grenndarstöð og draga úr opnunartíma á söfnunarstöðinni.
Sú úrgangsþjónusta sem sveitarfélög veita telst til grunnþjónustu og eru sveitarfélög bundin af því að sinna henni. Þjónusta af þessu tagi þarf að vera í föstum skorðum og má ekki falla niður þó að einhverjir íbúar nýti sér hana ekki, samanber úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í Lindarselsmálinu svokallaða. Íbúum er á grundvelli þessa ekki heimilt að hafna þessari þjónustu og því fyrirkomulagi sem sveitarstjórn hefur ákveðið og er lagt fram í samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Þetta á bæði við um ílát til sérsöfnunar (lífúrgangur, pappír/pappi og plast) og ílát fyrir blandaðan úrgang. Á venjulegu heimili er alltaf einhver úrgangur sem hentar ekki til endurnýtingar eða endurvinnslu og þarf að fara í blandaðan úrgang. Til þess að sveitarfélögin geti haldið uppi þjónustu verða íbúar að greiða þau sorpgjöld sem sveitarstjórn ákveður. Það er óvinnandi vegur að fylgjast með hversu miklum úrgangi hvert heimili eða frístundahús hendir. Sveitarstjórn getur því ekki orðið við erindinu.
G.H.D. kemur aftur inná fundinn.

6.Kjalarnes - Tindsstaðir- athugasemdir við skipulagslýsingu.

2311020

Deiliskipulagslýsingin nær til áforma um að vinna deiliskipulag fyrir hænsnabú í landi Tindstaða í Eilífsdal sem liggur nyrst í landi Reykjavíkurborgar. Landspildan er

staðsett á svæði á milli þjóðvegar og Miðdalsár í Eilífsdal og hallar landið frá þjóðveginum til norðvesturs að Miðdalsánni. Landspildan liggur í 100 til 130 metra hæð yfir sjó og er áætlað að hænsnabúið verið staðsett í kringum 120 til 125 metra hæð yfir sjó.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps skilaði inn umsögn um málið þann 23.11.2023 þar sem hún lýsti sig andvíga áformunum og áskildi sér rétt að koma með frekari athugasemdir á síðari stigum. Reykjavíkurborg óskaði með tölvupósti dagsettum 15. febrúar 2024 eftir frekari rökstuðningi.
Kjósarhreppur leggst alfarið á móti því að reist verði hænsnabú af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Gert er ráð fyrir að reisa allt að 8 hús hvert með 10 m háum sílóum auk íbúðarhúss en heildar-byggingarmagn er um 10.000 m2. Umfangsmikill atvinnurekstur eins og þessi kallar umtalsverða umferð og ónæði í annars friðsælu landbúnaðarsamfélagi, auk þess sem töluvert er um frístundabyggð sem eru í talsverðri nálægð við hænsnabúið og því töluverð hætta á að lyktarmengun berist þangað í ákveðnum vindáttum.
Gera má ráð fyrir að flytja þurfi bæði fóður og úrgang til og frá verksmiðjunni og að sú umferð þurfi að fara um Eyrarfjallsveg, sem er gamall og lélegur malarvegur sem liggur í gegnum nærliggjandi jarðir með tilheyrandi vegryki og yfir gamla og veikbyggða brú yfir Kiðafellsá sem oft á tíðum er erfið yfirferðar vegna hálku og snjóa og ekki síður vegna ástands.
Kjósarhreppur tekur einnig undir þær ábendingar sem fram hafa komið í umsögnum Hestamanna-félagsins Adams í Kjós sem og íbúasamtaka Kjalarnes og telur þær vera réttmætar í ljósi umfangs starfseminnar sem lýst er í skipulagslýsingunni fyrir deiliskipulagið.
Þóra Jónsdótttir, Jón Þorgeir Sigurðsson, Guðmundur H. Davíðsson og Sigurþór Ingi Sigurðsson samþykkja umsögnina, Þórarinn Jónsson situr hjá. Sjá umsögn í fylgiskjali.


7.Skráning lóðar Eyjahóll -Flekkudalsvegur 21 L125974.

2402001

Lagt er fram erindi frá Mörtu Kristínu Karlsdóttur og Páli Heimi Ingólfssyni varðandi skráninu lóðarinnar Eyjahóls í Kjósarhreppi.
Erindið er móttekið, sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við eigendur og lögfræðing þeirra.

8.Fundargerð 942., 943. og 944.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9.Fundargerð 123. og 124. fundar Svæðisskipulagsnefndar.

2403004

Lagt fram til kynningar.

10.Lausaganga-ágangur búfjár, minnisblað frá Matvælaráðuneytinu.

2302011

Lagt fram til kynningar.

11.Þjóðlendumál-Eyjar og sker.

Fundi slitið - kl. 18:45.