Fara í efni

Sveitarstjórn

6. fundur 02. nóvember 2006 kl. 18:55 - 18:55 Eldri-fundur

Ár, 2006, 2. nóvember, fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði kl.20.00

Mæting: Sigurbjörn Hjaltason, Hermann Ingólfsson, Steinunn Hilmarsdóttir,
G.Oddur Víðisson og Guðmundur Davíðsson.

1. Fundargerðir lagðar fram:

Skipulags- og byggingarnefndar 30.10.2006
Bókun: liðir 4 og 5. Samþykkt með fyrirvara að byggingarfulltrúi kanni hvort stærð lóðar samræmist drögum að aðalskipulagi.

Umhverfis- og ferðamálanefndar 24.10.2006
Félags- fræðslu- og menningarmálanefndar 25.10.2006
Samgöngu-og orkunefndar, 5.10.,7.10. og 10.10.2006

Afgreiðsla; Samþykktar

2. Staðardagsskrá 21, Ólafsvíkuryfirlýsing.
Afgreiðsla; Samþykkt að undirrita yfirlýsinguna, Samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í stýrihóp Staðardagskrárverkefnis.

3. Samningur um aðalskráningu fornleifa.
Afgreiðsla; Samþykkt að undirrita framlagðan samning við Fornleifastofnun Íslands um aðalskráningu fornleifa í Kjósarhreppi. Samningurinn gerir ráð fyrir að skráningin taki 5 ár og heildarkostnaður verði Kr. 2,529.702

4. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Lögð fram tvö erindi frá Kópavogsbæ dags.26.10. og 26.10. 2006 um óverulega breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla; Engar athugasemdir.

5. Samþykkt fyrir sorphirðu í Kjósarhreppi, fyrri umræða.

6. Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Kjósarhreppi, fyrri umræða.

Afgreiðsla liðir 5 og6; Samþykkt að fela oddvita að vinna að málinu í samráði við heilbrigðis-eftirlit Kjósarsvæðis, leggja málið fyrir umhverfisnefnd og taka málið til annarrar umræðu á næsta fundi hreppsnefndar.

7. Vegamál. Lagt fram erindi frá Samgöngu-og orkunefnd
Hreppsnefnd Kjósarhrepps ályktar að forgangsröðun vegna framkvæmda í vegamálum í Kjósarhreppi verði eftirfarandi:

1. Uppbygging vegar nr.48 um Kjósarskarð verði lokið og hann klæddur bundnu slitlagi.

2. Eyrarfjallsvegur nr.460 verði setttur í lið fyrir nýframkvæmdir og hann gerður tilbúinn undir slitlag.

3. Lagt verði bundið slitlag á óklæddan eyðu á vegi nr. 461 innan við Hjalla samtals 900m.

4. Lagt verði bundið slitlag á eyðu utan við Kiðafellsá samtals 300m.

Þá samþykkir hreppsnefnd að óska eftir að lækkaður verði hámarkshraði á Meðalfellsvegi nr. 461 frá Þorlákstaðavegi og inn að Hjalla vegna þéttrar sumarhúsabyggðar meðfram Meðalfellsvatni.

Jafnframt óskar nefndin eftir að Vegagerðin leggi fram fé til lagningu reiðvega í samvinnu við sveitarstjórn og heimamenn.
Oddvita falið að fylgja ofangreindri samþykkt eftir með viðeigandi hætti.

8. Fjárhagsáætlun, endurskoðun 2006.

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir 2006 ásamt níu mánaða rekstraryfirliti ársins 2005 og 2006

Fundi slitið kl. 22.30

Fundargerð ritaði Steinunn Hilmarsdóttir