Fara í efni

Sveitarstjórn

151. fundur 11. janúar 2007 kl. 14:34 - 14:34 Eldri-fundur

Ár, 2007, 11. janúar er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði

 

Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann  Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir

 

Dagsskrá:

 

1. Fundagerðir lagðar fram.

 

a)      Upplýsinga-og fjarskiptanefndar frá: 18.12.2006 og 10.01.2007.

Afgreiðsla; fundargerð 10.01.2007

Samþykkt að fela 0ddvita að gera samanburð á fyrirtækjum sem bjóða upp á heimasíðugerð og vistun.

Afgreiðsla; fundargerð 18.12.2006

Samþykkt.

 

b)      Skipulags-og byggingarnefndar frá; 2. janúar 2007.

Afgreiðsla;

1. liður er samþykktur.

2. og 3. liður samþykktir með þeim fyrirvara að skipulagsferlið verði ekki hafið fyrr en Aðalskipulag Kjósarhrepps hefur verið staðfest.

4. liður. Deiliskipulagstillögunni hafnað að sinni.

 

 

2. Samþykkt um hreinsun, losun og frágang rotþróa í Kjósarhreppi, fyrri umræða.

Afgreiðsla;

Fyrri umræða afgreidd.

 

      3.  Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Kjósarhrepps 2007 (rekstraráætlun) seinni umræða

       Tillögur um álagningu fasteignaskatts, sorphreinsigjalda og gjalds vegna

hreinsunar rotþróa vegna ársins 2007

 

A stofn fasteignagjald

Af fasteignamati

0.5 hundraðshlutar

B stofn fasteignagjald

Af fasteignamati

o.88 hundraðshlutar

C stofn fasteignagjald

Af fasteignamati

0.5 hundraðshlutar

 

Flokkar:

Sorpgjald

Grunngjald

 

A1. Sorpgjald 240 l.                               

11.300

2.200

Kr.  samtals                 13.500

A2. Sorpgjald 360 l.

13.500

2.200

Kr.  samtals                 15.700

A3. Sorpgjald 660 l.

20.000

2.200

Kr.  samtals                  22.200

B.   Sumarhús

  1.950

2.200

Kr.  samtals                    4.150

C.   Rekstur 

10.000

2.200

Kr.  samtals                  12.200

Hreinsun rotþróa

 

 

Kr.  samtals                   5.000

 

 

 

 

 

 

 

Afgreiðsla; Fjárhagsáætlun d.11.01.2007 er samþykkt.

Niðurstaða Aðalsjóðs er jákvæð um 20,041.000 króna

Niðurstaða Eignarsjóðs er neikvæð um 15,373.000 króna

 

      Bókun K-lista vegna fjárhagsáætlunar Kjósarhrepps 2007.(Guðmundur og    Guðný)

K-listi lýsir yfir ánægju með þá sterku stöðu sveitarsjóðs Kjósarhrepps sem fram kemur í fjárhagsáætlun fyrir 2007 enda er það í samræmi við fyrri áætlanir og trausta fjárhagsstjórnun fráfarandi sveitarstjórnar.

K-listi styður að lokið verði við frágang á gámaplani síðan verði ráðinn starfs-maður í hlutastarf við planið til að fylgja eftir flokkun og hafa eftirlit með svæðinu og einnig öðrum gámum í sveitarfélaginu, einnig t.d.nýta tilfallandi timburúrgang, trjáafklippur og greinar og kurla það þannig að íbúar og sumarhúsaeigendur geti endurnýtt það. Kostnaði við þetta verði mætt með breytingu á gjaldskrá þannig að sorpgjald sumarhúsa hækki í 6000 krónur hinsvegar lækki gjald íbúðarhúsa um 2000 krónur hvert ílát frá núverandi tillögum enda um óeðlilega mikla hækkun að ræða milli ára.

Varðandi Félagsgarð leggur K-listi til að áður en farið er í kostnaðarsamar fram-kvæmdir við endurbætur í húsinu verði kannaðir fleiri kostir og gallar ásamt kostnaðaráætlunum með tilliti til mismunandi útfærslna á skipulagi innanhúss m.a. hvort skynsamlegt sé að byggja við til að mæta betri vinnuaðstöðu, í þessu sambandi sé horft til framtíðarnýtingar á húsinu eins og gert var við fyrri fram-kvæmdir á neðri hæð.

Þá leggur K-listi til að farið verði að huga að undirbúningi að endurútgáfu á “Kjósarmenn” ásamt viðbót til dagsins í dag.

 

4. Vínveitingarleyfi vegna Þorrablóts.

     laugadaginn 20. janúar til árdegis sunnudags 21. janúar kl. 03:00

    Afgreiðsla: Samþykkt að gefið verði út vínveitingarleyfi fyrir Félagsgarð,                                    

    ábyrgðarmaður Sigurbjörn Hjaltason  k.t. 1006585429 á milli kl. 20:00

    laugardaginn 20.janúar til árdegis sunnudags 21.janúar kl.03.                          

 

5. Ráðning skipulags- og byggingarfulltrúa Kjósarhrepps.

       Afgreiðsla; Samþykkt að ráða Jón Eirík Guðmundsson með fyrirvara um       

   samþykki Skipulagsstofnunar.

 

         6. Önnur mál

          Fyrirspurn um ráðningarsamning oddvita og annarra starfsmanna

         Kjósarhrepps.

        Bókun; Guðmundi og Hermanni falið að ganga frá ráðningarsamningi

         við oddvita. Oddviti fari í ráðningarsamninga við aðra starfsmenn hreppsins.

         Oddviti víkur af fundi meðan málið er rætt.

 

 

Fundi slitið kl.23.34

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir