Fara í efni

Sveitarstjórn

161. fundur 12. apríl 2007 kl. 21:45 - 21:45 Eldri-fundur

Ár, 2007, 12. apríl er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði Kl. 20.00.

 

Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson, Hermann  Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

 

 

1    Fundagerðir lagðar fram:

 

 

Skipulags-og byggingarnefndar frá; 28.03. og 11.04. 2007

 

Afgreiðsla;

Fundargerð frá 28.03.2007: Samþykkt.

 

Afgreiðsla;

Fundargerð frá 11.04.2007

  1. 2. og 3. liður  samþykktir.  

  2.  

4.liður, deiliskipulag Eyri, samþykktur og gerð eftirfarandi bókun:

 

  Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir deiliskipulag fyrir frístundarbyggð í landi Eyrar.

 Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Eyrar, Kjósarhreppi 6. júlí 2006. Tillagan, sem sett var fram á uppdrætti dags. 15.05. 2006 og greinargerð ásamt skýrslu um efnistöku dags. 25. maí 2006 og endurbættum uppdrætti dags. 25.09.2006 var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga, og frestur til að skila athugasemdum var til 15. október 2006.

Uppdráttur dags. 25.09.2006, hefur loka breytingadagssetninguna 04.04. 2007, skýrsla um efnistöku dags. 15.05.2006, útgáfa 2 og  skipulagsskilmálar dags. 25.09.2006, útgáfa 4

Jafnframt er samþykkt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. mars 2007. Málsmeðferð verði í samræmi við 3. og 4. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

5. liður, Aðalskipulag Kjósarhrepps, samþykktur með eftirfarandi bókun:

 

Tillaga að Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 var auglýst, samkvæmt 18. gr. skipulags-og byggingalaga nr.73/1997  19. febrúar 2007 og lá frammi til 19. mars. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 10. april.

 

Eftirfarandi athugasemdir bárust.

 

A)Frá Steinunni Bj. Hilmarsdóttir og Sigurði Guðmundsyni Möðruvöllum 1 varðandi legu reiðleiðar um Helguholt. Þar sem leiðin er sýnd á uppdrætti hefur verið byggt íbúðarhús og akvegurinn færður. Óskað er eftir að reiðleiðin verði færð samsíða nýjum akvegi.

 

B)Frá Sigurbirni Hjaltasyni Kiðafelli  um að í aðalskipulagstillöguni á bls. 68 í lista yfir efnistökusvæði er efnisnáma E 26 sögð í landi Eyrarkots. Rétt er að náman er í landi Eyrar að 2/3 hluta og 1/3 í landi Kjósarhrepps, óskipt land.

Þar sem malarnám er talið til hlunninda fylgja þau lögbýlunum, Eyri og Eyrarkoti.

 

Hreppsnefnd samþykkir að uppdrættinum verði breytt til samræmis við athugasemd A Jafnframt að tafla á bls. 68 verði leiðrétt til samræmi við athugasemd B og þeim aðilum svarað bréflega sem athugasemdir gerði.

 

Hreppsnefnd samþykkir tillögu að Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017, skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga, og felur oddvita að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu.

 

Liður 6, Vélaskemma að Írafelli.

Bókun:

Samþykkt að fela oddvita að gefa út stofnskjal fyrir lóðina, jafnframt er árréttað í ljósi aðdraganda málsins að skemman er reist sem vélageymsla á skilgreindu landbúnaðarlandi og er því óheimilt samkv. Aðalskipulagi  að nýta hana undir annað en sem fellur undir landbúnað nema að breyttu Aðalskipulagi og gerð deiliskiplags.

 

Umhverfis- og ferðamálanefndar frá 27.03.2007.

 

Afgreiðsla;lögð fram og samþykkt að Kjósarhreppur gerist formlegur aðili að Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins.

 

 

Menningar- fræðslu og félagsmálanefndar frá 28.02.2007

Afgreiðsla; lögð fram.

 

Samþykkt um heimagreiðslur ungbarna í Kjósarhreppi er samþykkt af hreppsnefnd.

 

 

 

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir