Spurt og svarað um byggingarmál
Byggingarleyfi
Sækja þarf um byggingarleyfi í gegnum þjónustugátt Kjósarhrepps www.kjos.is mínar síður. Innskráning er með rafrænum skilríkjum – velja - Umsóknir.
Almennt þarf að sækja um leyfi ef fyrirhugað er að gera breytingar, rífa, flytja eða breyta því sem fellur undir hugtakið mannvirki, eða ef reisa á nýtt mannvirki. Með breytingum er til dæmis átt við breytingar á útliti, burðarkerfi og lagnakerfum mannvirkis. Kemur þetta fram í 1. mgr. 2.3.1. gr. byggingarreglugerðar.
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag.
Vakin er athygli á því að einnig þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir niðurrifi.
Skilgreining á mannvirki er að finna í 13.mgr. 3gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og það sem er undanþegið byggingarleyfi kemur fram í 1.mgr. 9.gr.
Upplýsingar um ofangreind atriði er að finna í byggingarreglugerð nr. 112/2012: kafla 2.3.7 og 2.4.
Teikningar af byggingum
Þær teikningar sem eru til af byggingum, þ.e. aðaluppdráttum, burðarþols- og lagnateikningum ásamt séruppdráttum, á vef www.kjos.is velja Kortasjá og þá fasteign sem leitað er að. Hakar við – Teikningar af byggingum. Smellir á rauða hringinn á byggingunni sem verið er að leita teikningum af.