Fara í efni

Deiliskipulag í landi Eyrarkots, Kjósarhreppi

Deila frétt:
Deiliskipulag í landi Eyrarkots, Kjósarhreppi
Deiliskipulag í landi Eyrarkots, Kjósarhreppi

Kjósarhreppur auglýsir skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Deiliskipulag í landi Eyrarkots, Kjósarhreppi

Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkt þann 5. maí 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu íbúabyggðar og nágrennis í landi Eyrarkots í Kjósarhreppi og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í breyttu aðalskipulagi sem nú er í auglýsingu.

Deiliskipulag íbúðarbyggðar og nágrennis í landi Eyrarkots í Kjósarhreppi tekur til 20 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar sex íbúðarlóðir, landbúnaðarsvæði þar sem stundað er æðavarp, lóð fyrir smábátahöfn og tvær verslunar- og þjónustulóðir, þ.e. fræðslu- og fuglaskoðunarskála. Uppbygging er hafin á einni íbúðarlóð, þ.e. Snorravík. Skipulagsvæðið hallar til norðurs og er við Hvalfjörð. Aðkoma að íbúðarlóðum er um veginn Blómsturvelli sem tengist Hvalfjarðarvegi (47). Aðkoma að verslun- og þjónustulóðunum verður um nýjan veg Hestaþingshóll sem tengist Hvalfjarðarvegi (47). Skipulagssvæðið afmarkast í suðri af Hvalfjarðarvegi, í austri af Bolaklettavegi (4898), norðri af Hvalfirði og vestri af jarðamörkum Eyrar.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu  Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 7. maí 2021 til 25. júní 2021.  Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, www.kjos.is

Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar  skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 25. júní 2021.  Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið  skipulag@kjos.is

Kjósarhreppur  6.5 2021

Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps