Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II .

Deila frétt:
Yfirlistsmynd - Eyjar II
Yfirlistsmynd - Eyjar II

Kjósarhreppur auglýsir skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II .

Samþykkt var í sveitarstjórn Kjósarhrepps 2. júní 2020 að auglýsa deiliskipulagstillögu frístundabyggðar í Landi Eyja II, dags. 29.05.2020 og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi.

Deiliskipulagssvæðið við Sandsá í landi Eyja II í Kjósarhreppi, tekur til 14 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar 22 lóðir fyrir frístundahús. Uppbygging er hafin á tveimur lóðum; Eyjabakki 1 og 2. Jörðin Eyjar I liggur að skipulagssvæðinu að vestanverðu og að jörðinni Sandi að sunnan- og austanverðu.

Land skipulagssvæðisins er flatt og er nánast alfarið á ræktuðum túnum og rennur Sandsá í gegnum í gegnum svæðið.

Aðkoma að lóðum verður um nýjan veg sem tengist Eyjavegi (4837). Þegar hafa verið samþykktar deiliskipulagsáætlanir við vestanvert svæðið og taka skilmálar deiliskipulagstillögunar mið af skilmálum aðliggjandi svæða.

Skipulaginu er ætlað að að skapa ramma utanum heildstæða og vistvæna frístundabyggð, að byggð falli vel að þeirri byggð sem fyrir erog að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu  Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með miðvikudeginum 1. júlí 2020 til 21. ágúst 2020.  Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.    Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar  skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 21. ágúst 2020.  Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið  skipulag@kjos.is

Kjósarhreppur 30.06 2020

Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps