Fara í efni

Kjósarhreppur auglýsir verkefnislýsingu fyrir svæði 18a í landi Valdastaða

Deila frétt:
Breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps (2017-2029) og deiliskipulag reits F18a í landi Valdastaða
Breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps (2017-2029) og deiliskipulag reits F18a í landi Valdastaða

Kjósarhreppur auglýsir verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulags fyrir svæði 18a í landi Valdastaða í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Kjósarhreppur auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi samkvæmt 1 mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulags fyrir svæði 18a í landi Valdastaða í Kjósarhreppi samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er í landi Valdastaða, auðkennt F18a í Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029.  Það afmarkast af Kjósarskarðsvegi til suðurs, landi Stekkjarflatar í vestri og Myllulæk vestan Grímsstaða / Traðarholts í austri. Norðurmörk svæðisins liggja að óbyggðu svæði og vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Reynivallaháls. Að undanskilinni landspildu sem auðkennd er Bollastaðir 1 er deiliskipulagssvæðið í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem Frístundabyggð. Ekkert deiliskipulag er í gildi. Stærð svæðis skv. yfirlitsuppdrætti fyrir Grímsstaði/Valdastaði (dags. 29.05.2021) er 76,41 ha. en í Aðalskipulagi er stærð reitsins talin 65 ha. Á deiliskipulagssvæðinu eru 4 hús.

Markmið breytinga á aðalskipulagi er að svara aukinni eftirspurn fyrir lóðir í dreifbýli nálægt höfuðborginni í samræmi við áherslur sveitarstjórnar um eflingu byggðar í Kjós. Sveitarfélagið hefur þessu tengt fest kaup á 76,41 ha. skilgreindu svæði í landi Valdstaða og áformar að deiliskipuleggja það fyrir íbúðarbyggð, með um 150-200 lóðum og byggja upp í áföngum á næstu árum.

Sveitarstjórn leggur eftir sem áður áherslu á að viðhalda dreifbýlisyfirbragði í sveitarfélaginu, en stuðla samtímis að betri landnýtingu og hagkvæmari uppbyggingu íbúðarsvæðis með bættri nýtingu innviða.

Í verkefnislýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitastjórn hefur við skipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Verkefnislýsingin liggur frammi í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 4. nóvember 2021 til 19. nóvember 2021 og er jafnframt birt á heimasíðu Kjósarhrepps undir: 
Fréttir af byggingar- og skipulagsmálum | Kjósarhreppur (kjos.is)

Skipulagslýsing 

  • 2124-Kjós, Skipulagslýsing-útg. 02
  • 2124-Kjósarhreppur-Auglýsing

Þeir sem vilja kynna sér málið nánar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skipulagsfulltrúa. Athugasemdir eða ábendingar vegna verkefnislýsingarinnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 19. nóvember 2021. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is

Kjósarhreppur 4. nóvember 2021
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.