Fara í efni

Samþykkt á óverulegri breytingu aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029

Deila frétt:

Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. júlí 2021, tillögu á breytingu Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029, sbr. 2 mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, þannig að landnotkun á landareigninn Álfagarður, sem er um 7,9 ha, verði breytt úr landbúnaðarlandi í íbúabyggð.

Sveitarstjórn telur að breytingin sé óveruleg og hafi ekki í för með sér mikil áhrif á einstaka aðila eða hafi áhrif á stór svæði. Með vísan til umburðarbréfs Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 28.05.2021, um breytingar á jarðalögum, þá samþykkti Sveitarstjórn á fundi sínum þann 1. september 2021, að breyta landnotkun úr landbúnaðarlandi í íbúabyggð um 7,9 ha.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska frekari upplýsingum geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps.

 

Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps