Fara í efni

Bubbi með tónleika miðvikukvöld í Félagsgarði

Deila frétt:

Á þessu ári heldur Bubbi upp á 30 ára útgáfuafmæli sitt. Það var 17. júní árið 1980 að hann gaf út sína fyrstu plötu, Ísbjarnarblús.        

 Í tilefni þessara merku tímamóta hefur Bubbi ákveðið að fara um landið, líkt og hann hefur gert undanfarin 30 ár.  Bubbi fékk úthlutað listamannalaunum í  fyrsta skipti  og í  tilefni þess mun hann bjóða fólki á tónleika sína sem fyrirhugaðir eru í apríl og maí.  Þykir Bubba við hæfi að fara frekar þessa leið heldur en að setja upp stóra tónleika í Laugardalshöllinni eða Egilshöll.  

 

            Tónleikarnir hefjast kl 20:30

             Húsin opna kl 20:00

             Frítt inn á alla tónleikana meðan húsrúm leyfir.