Fara í efni

Kátt í Kjós

Deila frétt:

Eins og staðan er í dag fellur niður Íslandsmeistaramótið í heyrúlluskreytingum þetta árið vegna þess að túnin sem liggja vel við og hafa verið lánuð í þetta verkefni eru ekki orðin nógu sprottin. Og bændur eru almennt ekki tilbúnir að keyra rúllur langar leiðir á svæðið til að lána þær í þetta verkefni, en ef einhver vill fá keppnina heim til sín þá er það velkomið.

Keppnin í hver gerir flottustu fuglahræðuna verður, en í henni felst að keppendur þurfa að búa hana til heima og koma með á staðinn.

 

Ekki eru margir sem ætla að hafa opið hjá sér á laugardaginn en það verður opið í Kaffi Kjós og síðan er dagskrá í Reynivallakirkju kl. 16.

Stefnumót við séra Þorkel á Reynivöllum.

Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprestur flytur erindi um séra Þorkel Bjarnason sem var prestur á Reynivöllum í lok nítjándu aldar. Saga hans er áhugaverð, hann ritaði Íslandssögu sem kennd var í skólum um áratuga skeið, hann skrifaði einnig um þjóðhætti og þjóðfræði, þá var hann alþingismaður og framfarasinnaður athafnamaður, m.a. upphafsmaður að laxeldi hér á landi. Saga hans er nátengd Kjósinni.

Jafnframt fá kirkjugestir fróðleik um kirkjuna sem varð 150 ára fyrir tveimur árum.

Lára og Andrés koma með skólahreystibrautina. Unglingavinnan mun teyma hesta undir börnum gegn vægu gjaldi og ýmislegt fleira verður til afþreyingar