Á döfinni fram að áramótum
Bókasafnskvöld verður á miðvikudagskvöldið 11. desember frá kl 20-22. Þrír höfundar munu mæta og lesa upp úr bókum sínum, en það eru þeir:
Guðni Ágústsson sem les úr bóksinni „Guðni léttur í lund“
Orri Páll Ormarsson úr bók sinni „Hemmi Gunn-sonur þjóðar“
Óskar Magnússon úr bók sinni „Látið síga piltar“.
Bókasafnið verður síðan opið 18. desember frá kl 20-22
Íbúum með lögheimili í Kjósarhreppi er boðið í ferð til að skoða félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ. Ferðin verður farin föstudaginn 13. desember með rútu og er áætlað að leggja af stað um kl 13.00. Í félagsstarfinu á þessum degi/tíma verður boðið upp á opna vinnustofu fyrir almenna handavinnu og fleira. Íbúar eru hvattir til að fara í þessa ferð til að kynna sér hvað þarna er í boði en Kjósarhreppur kostar þessa starfssemi ásamt Mosfellsbæ. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Jóhönnu í Káraneskoti s. 5667029 til að fá upplýsingar um ferðina og skrá sig með.
Hin árlega skötuveisla verður mánudaginn 23. desember kl 13.
Jólatrésskemmtunin í samvinnu við kvenfélagið verður í Félagsgarði 29. desember kl 15.