Fara í efni

Álagning opinberra gjalda í Kjósarhrepp árið 2012

Deila frétt:

Núna á næstu dögum fá fasteignaeigendur í Kjósarhreppi sendann uppáhalds glaðninginn sinn, það er að segja álagningaseðilinn fyrir fasteignagjöldum ársins 2012  ásamt  fyrsta greiðsluseðlinum. Gjalddagar fasteignagjalda eru þrír eins og undanfarin ár þ.a.e.s. 20. mars, 20. júní og 20 september  ef álagningin er hærri en kr. 20.000.-

 

Álagningaprósenta  fasteignagjalda verður óbreytt frá fyrra ári.  Fasteignaskattur A,  0,50%  fasteignaskattur B, 1,32%  og fasteignaskattur C,  0,50% af  fasteignamati eignar.

Felldur er niður fasteingaskattur af íbúðarhúsnæði ellilífeyrisþega þetta árið eins og undanfarin ár og er veruleg hækkun á niðurfellingu þetta árið eða um 1 miljón króna.

 

Sorphirðugjald  vegna íbúðarhúsnæðis óbreytt frá fyrra ári og er kr.15.850,  kr. 17.270.- og kr. 24.200.- fer eftir stærð íláta. Vegna reksturs kr. 13,420.- og vegna sumarhúsa kr. 5000.- Ákveðið hefur verið að bæta við bláu tunnunni við hvert heimili í sumar, en í bláu tunnuna á eingöngu að fara pappír. Nánar kynnt síðar.

 

Rotþróargjald óbreytt  kr. 6000.-

 

Útsvarshlutfallið verður óbreytt eða 12,53% en til viðbótar er lagt á 1,20% vegna tilfærslu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og er útsvarsprósentan  samtals 13,73%

 

Aðvörun um óinnheimt fasteignagjöld - enn og aftur.

Á undanförnu ári hafa þeir sem skulda fasteignagjöld fengið ítrekaðar aðvaranir um að ef ekki verði gert upp eða um samið muni gjöldin verða send lögmanni til innheimtu. Flestir hafa brugðist við en örfáir alls ekki.

Núna verður staðið við þær hótanir, en áður, er enn ein aðvörunin sett í loftið.