Fara í efni

Árshátíð Hestamannafélagsins Adams í Kjós

Deila frétt:

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams hefur ákveðið að halda fyrstu árshátíð félagsins laugardaginn 16. apríl næstkomandi í húsi veiðifélagsins við Laxá í Kjós.  Húsið verður opnað fyrir árshátíðargesti kl. 19:30 en áætlað er að borðhald hefjist um kl. 20:30.

 

Framreiddur matur verður glæsilegt smáréttahlaðborð á vegum Vignis Kristjánssonar meistarakokks hjá Veislugarði.  Árshátíðargestir taka með sér öll þau drykkjarföng sem ætlað er að torga, fyrir mat, með mat og eftir mat.

 

Veislustjóri og ræðumaður kvöldsins verður hinn kunni hestamaður Erling Sigurðsson frá Lauganesi eða Elli Sig eins og flestir þekkja hann.   Elli þjálfaði Adam frá Meðalfelli og mun eflaust segja sögur af kynnum hans og Adams og slá á aðra léttari strengi.

 

Miðaverð fyrir hvern árshátíðargest er kr. 6.500,- en pantanir á miðum óskast gerðar í netfangið odinn@fulltingi.is eða flekkudalur@gmail.com.  Pantanir á miðum þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudagskvöldið12. apríl næstkomandi en í framhaldi af pöntun á miðum verða veittar upplýsingar í tölvupósti með hvaða hætti greiða má fyrir miðana.  Greiðsla fyrir miða þarf að berast inná tilkynntan bankareikning fyrir miðvikudaginn 15. apríl næstkomandi.

Stjórn Hestamannafélagsins Adams