Fara í efni

Átak til atvinnusköpunar í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur hrint á stað verkefni til  greina tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í hreppnum. Sævar Kristinsson ráðgjafi og Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum hafa veri fengin til að leiða verkefnið. Hlutverk þeirra er að greina núverandi stöðu og þau tækifæri sem kunna að felast í  hreppnum í samvinnu  við heimamenn.

Fyrsta skrefið hefur nú verið stigið; Sævar og Guðbjörg fóru um hreppinn sl. föstudag og kynntu sér staðhætti og þá starfsemi sem fyrir er. Miðvikudaginn 4. nóvember verður haldinn fundur í Ásgarði kl: 20:00 með þeim og heimamönnum þar sem þau kynna sína sýn og kalla eftir hugmyndum heimamanna. Áhersla er lögð á að sem flestir mæti.