Átthagastofa - samfélagsmiðstöð með meiru...
Þær Margrét Björk Björnsdóttir atvinnuráðgjafi og Kristín Björg Árnadóttir verkefnisstjóri og starfsmenn Átthagastofu Snæfellsbæjar héldu smá kynningu fyrir Hrepps- og Atvinnumálanefnd Kjósarhrepps í gær um stofnun og rekstur Átthagastofu Snæfellsbæjar, sem staðsett er í Ólafsvík.
Átthagastofa Snæfellsbæjar var stofnuð árið 2009 og hefur sinnt fræðsluhlutverki með samstarfi við símenntun, og atvinnufulltrúa frá SSV og upplýsingarmiðastöð fyrir ferðamenn. Í Átthagastofu eru einnig námskeið, til dæmis um eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu á svæðinu þar sem þemað er sjávarsækin starfsemi og strandmenning í fortíð, nútíð og framtíð. Minjagripaverkefni þar sem m.a. eru unnir minjagripir úr fiskibeinum, myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga utan skólatímans, sýningar svo sem ljósmyndasýning frá Snæfellsnesi. Örnefnanámskeið, átthaganámskeið og fleira.
Hér gæti verið kominn grunnur að hugmyndinni um Kjósarstofu. Hver veit?