Óskar Páll og Bubbi taka þátt í söngvakeppninni
14.01.2010
Deila frétt:

Næstkomandi laugardagskvöld munu Kjósverjarnir Bubbi Morthens í Fagralandi og Óskar Páll Sveinsson í Bugðuósi taka þátt í forkeppni söngvakeppni sjónvarpsins.
Skoða umfjöllun á vef Ríkisútvarpsins HÉR
Óhætt er að sega að Kjósverjar hafa endurnýjað lið sitt í laga og textagerð en á árum áður var Loftur Guðmundsson frá Þúfukoti einn vinsælasti textahöfundur landsins í gerð dægurlagatexta. Þá var séra Halldór Jónssoná Reynivöllum afkastamikill í gerð sönglaga. Ungmannafélagið Drengur gaf út nokkuð að söngheftum með hans útsetningum.
Kjósverjar eru hvattir til að ljá Bubba og Óskari stuðning sinn á Laugardaginn