Fara í efni

Úr fundagerð málfundar Umf.Dreng 1916

Deila frétt:

 

Málfundur 12. júní 1916.

 Ólafur Guðlaugsson Sogni var frummælandi í umræðu hvort betra væri að vera giftur eða ógiftur. Taldi gifta menn reglusamari, menn hættu að drekka eftir giftinguna. Rúnveldur Eiríksdóttir  á Valdastöðum var þessu ósammála sagðist vita mörg dæmi um hið gagnstæða. Þorkell Guðmundson sagðist vera vel giftur og það væri hið mesta happ og að giftir menn mundu láta meira eftir sig. Þorgils á Valdastöðum sá  ekki muninn á hvort menn tækju sér stúlku eða giftust en sá ekkert sem mælti með giftingunni. Það hafi horft öðruvísi við þegar fólk hafi talið guð vera í prestinum en nú þegar fólk vissi að hann væri ekki fremur í honum en öðrum mönnum. Ellert  á Meðalfelli furðaði sig á því að nú á tuttugustu öldinni, þegar menning væri orðin svona mikil, að ekki skuli alveg vera búið að leggja giftinguna niður.

Einar í Flekkudal taldi betra að vera ógiftur, sagði að það væri munurinn að þeir ógiftu gætu farið strax á morgnanna, sótt sér hest og riðið í burtu, enn þeir giftu yrðu að vera heima að hugsa um búið.