Úrslit Hrútasýningar 2011
Við erum svo heppnir Kjósverjar að geta komið saman með veturgamla hrúta og lambhrúta á einn stað til að bera þá saman,skoða ættir og útlit og verðlauna þá efstu, í mörgum sveitum landsins er bara leyfilegt að dæma lömb og hrúta heima á bæjum svo verðlauna menn efst dæmdu hrútana einhverstaðar á fundi síðar um haustið, það er svo mikið skemmtilegra að geta komið með gripina og látið bera þá saman, standandi hlið við hlið, enda er það svo að það er alls ekki alltaf sá hrútur sem á flestu stiginn á pappír sem vinnur , Hrútasýning SF.Kjós , 2011 var haldin á Kiðafelli sunnudaginn 2 október s.l., margt fólk kom við til að fylgjast með þegar verið var að stiga hrútakostinn, sem verður jafnari og betri með hverju árinu sem líður, Kaffi og bakkelsi voru í boði sem rann ljúflega niður í mannskapinn og nokkur spenna ríkti í loftinu áður en ráðunautar komust að niðurstöðu um sætaröðun hrútanna,en úrslitin urðu eftirfarandi :
Veturgamlir hrútar : Hreppaskjöldurinn.
1. Lýsir 10-019 frá Miðdal, 84,5 stig F: Grábotni 06-833 Vogum M: Jara 08-063 Miðdal
eigandi : Guðmundur og Svanborg,Miðdal
2. Þinur 10-031frá Morastöðum,86,0 stig F:Grábotni 06-833 frá Vogum, M: Birta 08-841 Morastöðum,eig: María Dóra og Orri, Morastöðum.
3. Yllir 10-032 frá Morastöðum,86,5 stig F: Raftur 05-966 Hesti M:Diva 06-621 Morast.
eigandi: María Dóra og Orri, Morastöðum.
Lambhrútar hvítir :
1. 11-123 frá Morastöðum, 85,5 stig, F: Frosti 07-843,Bjarnastöðum, M:Drífa 05-503 Morastöðum
Eig. María Dóra og Orri, Morastöðum
2. 11-153 frá Morastöðum, 85,5 stig, F: Skógur 10-033 Morastöðum M:Harpa 04-302 Morastöðum, eig. María Dóra og Orri, Morastöðum
3. 11-118 frá Miðdal ,86 stig, F: Borði 08-838 Hesti M:Iðn 07-052 Miðdal
Eig. Guðmundur og Svanborg, Miðdal.
Lambhrútar mislitir:
1. 11-024 (svart /hv. Flekk.) frá Grímsstöðum, 83 stig, F: Fannar 07-808,Ytri-Skógum, M: 07-089,Grímsstöðum
Eig. Hreiðar og Ásta, Grímsstöðum