Fara í efni

Úrslit frá folaldasýningu Adams.

Deila frétt:

Folaldasýningin hjá Adam gekk vel, þrátt fyrir stríðni veðurguðanna. Ræktunin er á réttri leið í Kjósinni og mikið um falleg folöld, og dómurum vandi á höndum. Það vildi vel til að í dómarasætunum voru engir meðaljónar, en í þeim sátu stórræktandinn á Einhamri; Hjörleifur Jónsson og tamningar-og reiðsnillingurinn; Benedikt Þór Kristjánsson á Akranesi. Þakkar Adam þeim fyrir mjög gott starf og stuðninginn.  Eftir að búið var að dæma öll folöldin var „skærasta stjarnan“ í eigu Adamsfélaga útnefnd. Þann titil hlaut hin gullfallega Aska frá Þúfu í Kjós. Svo skemmtilega vill til að í ættum margra folaldanna má finna Adam frá Meðalfelli. Myndir frá sýningunni fá sjá á Facebook, undir hestamannafélagið Adam.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Merar:

1.      Aska frá Þúfu í Kjós.  F: Korgur frá Ingólfshvoli./Líney frá Þúfu í Kjós

2.      Orsök frá Miðdal. F: Fróði frá Staðartungu./ M:Sín frá Miðdal.

3.      Dögun frá Þorláksstöðum. F: Valur frá Efra-Langholti./M:Vorsól f. Þorláksst.

4.      Prinsessa frá Þúfu í Kjós. F: Þröstur frá Hvammi./M: Drottning f. Þúfu í Kjós.

5.      Væta frá Hlíðarási. F: Dofri frá Steinnesi/M:Stjörnudís f. Kjarnholtum.

 

Hestar:

1.      Skugga-Sveinn  frá Þjóðólfshaga. F: Álfur frá Selfossi/M: Pyttla f. Flekkudal.

2.      Prins Valíant frá Þúfu í Kjós. F: Sólbjartur frá Flekkudal/M. Rakel frá Hnjúki.

3.      Fjaðrandi  frá  Þorláksstöðum. F: Svalur frá Þorláksstöðum/Krummatá f.Þorláksst.

4.       Loftfari frá Þúfu í Kjós. F: Gári frá Auðsholtshjáleigu/Brynja frá Feti

5.      Esjar frá Flekkudal. F: Sólbjartur frá Flekkudal./M: Björk frá Vindási.

 

Adam stefnir svo á að halda vetrarleika á ís í vetur, vatnið „okkar“ Meðalfellsvatn, er frosið, en það vantar bara  meira af hrossum á járn!  Svo nú er um að gera að negla undir gæðingana og græja sig fyrir alvöru ístölt!“ segir í frétt frá stjórn Adams