Úrslit kosninga í Kjósarhreppi
Talin hafa verið öll atkvæði kjósenda í sveitarstjórnarkosningum í Kjósarhreppi. Á kjörskrá voru 171 en 136 nýttu kosningarétt sinn eða um 80%.
Þeir sem hlutu kosningu sem aðalmenn í hreppsnefnd eru:
Þórarinn Jónsson, Hálsi, með 89 atkvæði, Sigríður Klara Árnadóttir, Klörustöðum, með 81 atkvæði, Guðmundur Davíðsson, Miðdal, með 74 atkvæði, Guðný G. Ívarsdóttir, Flekkudal, með 67 atkvæði og Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli, með 60 atkvæði.
Eftirtaldir aðilar voru kosnir í varastjórn í hreppsnefnd Kjósarhrepps:
Fyrsti varamaður er Karl Magnús Kristjánsson, Eystri Fossá, annar varamaður, Rebekka Kristjánsdóttir, Stekkjarhóli, þriðji varamaður, Maríanna Helgadóttir, Lækjarbraut 1, fjórði varamaður, Jóhanna Hreinsdóttir, Káraneskoti, og fimmti, Einar Guðbjörnsson, Blönduholti.