Fara í efni

Útiguðsþjónusta að Esjubergi á Kjalarnesi

Deila frétt:

Nk. laugardag 27. júní kl. 13:00 verður útiguðsþjónusta að Esjubergi á Kjalarnesi. Sr. Þórhildur Ólafs prófastur Kjalarnessprófastsdæmis og sr. Gunnþór Ingason sérþjónustuprestur sjá um helgihald. Páll Helgason organisti spilar á harmonikku og félagar úr Karlakóri Kjalarness syngja. Messað verður á þeim stað þar sem fyrirhugað er að reisa útialtari til minningar og heiðurs þeirri kirkju sem Landnáma segir að Örlygur Hrappsson hafi reist um 900 og helgað heilögum Kolumkilla hinum írska dýrlingi.  Eftir messu verður hægt að fá sér kaffisopa og meðlæti í Fólkvangi.  Þessi viðburður er hluti af Kjalarnessdögum sem haldnir eru hátíðlegir í lok júní ár hvert.

 

Messað verður á öðrum stað í Esjubergslandi en tíðkast hefur. Fyrir fólk sem kemur úr höfuðborginni þá er þetta annar afleggjari til hægri þegar keyrt er upp úr Kollafirðinum, (sá fyrsti er merktur Stekk og Skriðu). Þeir sem koma að norðan þá er þetta fyrsti afleggjari til vinstri þegar komið er fram hjá afleggjara Esjubergs. Íslenski fáninn verður settur við afleggjarann til að auðvelda fólki að rata á réttan stað.

 

Verið velkomin á Kjalarnesið!

Fyrir hönd Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi,

Hrefna S. Bjartmarsdóttir s. 659-2876