Fara í efni

Þingmenn í heimsókn

Deila frétt:

Þingmenn SV- kjördæmis komu í heimsókn sl. miðvikudag og hittu hreppsnefnd Kjósarhrepps  í Ásgarði. Þeir þingmenn sem sáu sér fært að mæta voru þau: Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Willum Þ. Þórsson, Ólafur Þ. Gunnarsson og Elín Hirst sem birtist rétt í mýflugumynd til að kast kveðju á viðstadda og hvarf síðan aftur á braut.

Eins og svo oft áður voru helstu umræðuefnin samgöngu- og fjarskiptamálin  í hreppnum.  Þingmönnum var kynnt staðan í málefnum hitaveitu, nóg heitt vatn fundið  en stóra málið nú er  kostnaður og fjármögnun lagningu veitunnar.

Einnig lýsti hreppsnefnd áhyggjum sínum af aukningu á fisk/skelfiskeldi í Hvalfirði. Fjörðurinn er þröngur og djúpur og þar er fyrir mikil mengandi starfssemi  og rannsóknir hafa sýnt að þær virðast hafa áhrif á lífríkið þar í kring. Uppbygging er á ferðaþjónustu á svæðinu og fjörðurinn er útivistarsvæði m.a. fyrir skemmtibáta og kajakræðara. Stóra málið er að Kjósarhreppur hefur ekkert um þetta að segja, getur aðeins veitt umsögn. Skipulagsvald sveitarfélaga nær aðeins 150 m út en ætti í raun að vera að miðlínu.  GGÍ